Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 24.–26. febrúar 2012
NauðguNardómar hafa þyNgst
var árið 2010 fundinn sekur um að
hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagn-
vart barnfóstru sinni sem þá var fjór-
tán ára. „Hæstiréttur fjallaði um þetta
og taldi að brotaþoli hefði verið varn-
arlaus gagnvart ákærða sem hafi not-
að sér yfirburðastöðu sína til að koma
fram kynferðislegum vilja sínum gagn-
vart henni en í þeirri háttsemi fólst of-
beldi af hans hálfu,“ sagði Sigríður.
Þá var einnig tekið fram að verknaður-
inn hefði verið framinn án samþykk-
is stúlkunnar og hún hefði ekki get-
að spornað við honum þar sem hún
fraus og varð stjörf af hræðslu. Gísli
hafi brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti
og athafnafrelsi stúlkunnar og vanvirt
friðhelgi líkama hennar til að koma
vilja sínum fram. Þannig hafi hann
gerst sekur um ofbeldi og ólögmæta
nauðung. Fyrir vikið fékk hann tveggja
ára fangelsisdóm. „Þarna er verið að
fara nýjar leiðir,“ sagði Sigríður. „Það er
jákvætt að sjá að rétturinn er að þróast
í takt við ný lagaákvæði.“
Í þessu máli var refsað fyrir bæði
nauðgun og brot gegn barni en slíkt
hefur yfirleitt ekki verið gert. Sigríður
tók það samt fram að ákæruvaldið fari
fram á að mönnum sé refsað fyrir þau
brot sem þeir fremja og segir að refs-
ingin eigi að verða þyngri þegar brotið
er á börnum.
Víðtækari túlkun dómstóla
Nú er einnig nýfallinn Hæstaréttar-
dómur yfir manni sem var dæmd-
ur í átta ára fangelsi fyrir að brjóta
kynferðislega gegn þremur stúlkum
á aldrinum sjö til ellefu ára, þar á
meðal margendurtekið og alvarlega
gagnvart einni stúlkunni, og vörslu
á barnaklámi.
Sigríður benti á að í dómnum
væri Hæstiréttur að túlka nauðg-
unarákvæðið með víðtækari hætti
en áður hefði verið gert. Niðurstaða
héraðsdóms hefði verið sú að það
væri ekki nauðgun að níðast á sof-
andi stúlkubarni en ákæruvaldið
taldi svo vera þar sem stúlkan gat
ekki spornað við verknaðinum á
meðan hún svaf. Hæstiréttur féllst
á þá túlkun auk þess sem tekið var
fram að sökum aldurs hefði stúlk-
an ekki skilið þýðingu verknaðar-
ins. „Þetta hefur ekki komið fram í
mörgum dómsmálum,“ sagði Sig-
ríður.
Í öðru máli þar sem var um ólög-
mæta nauðung að ræða var nítján
ára drengur dæmdur fyrir að hafa,
þegar hann var sautján ára, farið
með fjórtán ára stúlku í húsasund
á bak við grunnskóla og notfært sér
yfirburðastöðu sína gagnvart henni
vegna aldurs- og aflsmunar og það
að hún var ein með honum fjarri
öðrum, látið hana leggjast á hnén
og þvingað hana til að hafa við sig
samræði og munnmök. Það var þó
metið honum til refsilækkunar að
hann var sjálfur barn að aldri. „Í
þessu máli lét ákæruvaldið reyna
á ný ákvæði í hegningarlögunum,“
sagði Sigríður.
Hlutverk ákæruvaldsins
Hún sagði jafnframt að það væri
skilyrði fyrir þróun refsinga að
ákæruvaldið léti reyna á túlkun rétt-
arins. Ákæruvaldið yrði því að færa
dómstólum málin svo þeir gætu
þróað mat á gildi sönnunargagna,
til að mynda gagna um afleiðingar
brota og þess háttar. Ákæruvaldið
gegndi ákveðnu hlutverki með því
að gera dómurum kleift að túlka
hugtakið nauðgun þannig að það
nái til fleiri tilvika en áður. „Ákæru-
valdið verður að vera framsækið í
sinni ákærustefnu án þess að ganga
of langt þegar litið er til jafnræðis-
sjónarmiða.“
Jafnræðissjónarmiðin þýða að
ákærandi skal vinna að því að hið
sanna komi í ljós og gæta jafnt að
þeim atriðum sem horfa til sýknu
og sektar. Þeim ber að sækja mál af
ákveðni en sanngirni og ekki um-
fram það sem sönnunargögn benda
til.
Ef ákærandi telur það sem fram
er komið nægilegt eða líklegt til sak-
fellis lætur hann við svo búið standa
en ella höfðar hann mál á hend-
ur sakborningi. „Okkar ákvarð-
anir eru byggðar á mati. Þetta eru
matskenndar ákvarðanir sem eru
byggðar á okkar reynslu, dóma-
framkvæmd og lagaframkvæmd
og því sem við teljum réttast vera.
Vissulega er vald okkar að mörgu
leyti mikið,“ sagði Sigríður. „Það er
ekki hægt að kæra ákvörðun okkar
um niðurfellingu, sem er í sjálfu sér
ekki gott. Það er bara eitt ákæru-
stig sem er að fjalla um þessi mál.“
Sagði hún að þetta myndi hugsan-
lega breytast ef skipan embættisins
verður breytt, „þannig að það verði
tvö stjórnsýslustig sem ég tel alveg
bráðnauðsynlegt.“
Áherslan á forvarnir
Að lokum ítrekaði Sigríður að meg-
inmarkmið hegningarlaganna sé þó
að vernda kynfrelsið, ákvörðunar-
rétt, frelsi og friðhelgi einstaklings-
ins á sviði kynlífsins. Sagði hún jafn-
framt að refsingar hefðu þyngst og
lagaákvæðin væru orðin betri. „Þá
er hægt að velta því upp hvort það
skipti öllu máli hversu þung refsing-
in er þegar dæmt er fyrir nauðgun?“
Sagði hún að dómstólar væru iðu-
lega gagnrýndir fyrir vægar refsingar
fyrir kynferðisbrot en þegar almenn-
ingur á svo að setjast í dómarasætið
í raun og veru og skoða allar hliðar
málsins þá teldi hann hæfilega refs-
ingu mun vægari en dómarinn. Þar
var hún að vísa í nýlega norræna
könnun sem Helgi Gunnlaugsson af-
brotafræðingur hefur fjallað um hér
á landi.
Refsingar yrðu fyrst og fremst að
vera til þess fallnar að hafa fæling-
armátt. „En þegar heildarmyndin er
skoðuð þá hlýtur áherslan að vera
– áhersla samfélagsins, það er að
segja, því ákæruvaldið hefur nátt-
úrulega sínar áherslur og sitt hlut-
verk – en áhersla samfélagsins hlýtur
að vera á að koma í veg fyrir nauðg-
anir og önnur kynferðisbrot og vinna
forvarnarstarf, ekki síst á meðal ungs
fólks. Síðan þarf að bjóða upp á með-
ferð fyrir bæði gerendur og þolend-
ur.“
n Og með breyttum lagaákvæðum ná þeir líka utan um fleiri atvik, segir ríkissaksóknari n Gengur samt hægt
Afleiðingar kynferðisofbeldis
fíkn
léleg sjálfsmynd
kvíði
depurð
skömm reiði
erfið tengsl
ótti
tilfinningalegur doði
einangrun
sjálfsvígshugleiðingar átraskanir
sjálfsskaði
sektarkennd
svipmyndir
einbeitingarleysi
hegðunarerfiðleikar örðugleikar í kynlífi
einangrun
„Það er jákvætt að
sjá að rétturinn
er að þróast í takt við ný
lagaákvæði.
Nýir dómar yfir kynferðisbrotamönnum
n Þann 9. febrúar féll dómur í Héraðsdómi
Austurlands í máli yfir manni sem gefið
var að sök að hafa farið inn í svefnherbergi
stúlku þar sem hún lá í rúminu, strokið
fætur hennar, maga, rass og bak utan
klæða og nokkru síðar káfað á kynfærum
hennar innanklæða.
n Dómarinn taldi sannað að ákærði hefði
gerst sekur um þessa háttsemi, þó þannig
að ósannað væri að hann hafi káfað á
kynfærum hennar heldur hafi verið um eina
skammvinna stroku inn á kynfæri hennar
að ræða.
n Við ákvörðun refsingar var litið til þess
að maðurinn fór inn í herbergið til að nota
salernið þar og ásetningurinn kviknaði ekki
fyrr en þangað var komið og eins því að
hann hafði hreinan sakaferil.
Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið
þriggja mánaða fangelsi.
n Sama dag var dæmt í máli kennara í
Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn var
fundinn sekur um að hafa í tvö aðgreind
skipti haft kynferðismök við fjórtán ára pilt
og eins fyrir að hafa greitt fyrir vændi barns
með því að láta drenginn fá þrjátíu þúsund
krónur fyrir kynferðismökin.
n Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði að
maðurinn væri vel gefinn og vel gerður sam-
kynhneigður maður sem hefði um árabil
lifað í felum með kynhneigð sína. Hann hafi
freistast til að leita eftir samskiptum við
aðra karlmenn í netheimum og hafi þetta
orðið til þess að hann væri afhjúpaður
með miklum afleiðingum fyrir hann og
fjölskyldu hans og hann hafi misst starf
sitt. Hann hefði síðan farið í áfengismeð-
ferð og stundað fundi hjá SLAA, samtökum
ástar- og kynlífsfíkla. Að mati læknisins
lék enginn grunur á að maðurinn væri
haldinn barnagirnd eða hefði langanir til
afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu,
þó að hann hefði sofið hjá ungum dreng.
n Hins vegar er hvergi minnst á
afleiðingar brotanna fyrir drenginn unga.
Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið
fangelsi í tólf mánuði.
n Í dómnum var meðal annars tekið fram
að maðurinn hefði játað brotið og að hann
hefði ekki sætt refsingu áður.
Pressan fyrir dómi:
Steingrímur
sýknaður
Steingrímur Sævarr Ólafsson,
ritstjóri Pressunnar, var á mið-
vikudag sýknaður í meiðyrða-
máli sem Ægir Geirdal Gíslason,
frambjóðandi til stjórnlagaþings,
höfðaði gegn honum. Ægir Geir-
dal gerði milljón króna bóta-
kröfu í málinu og krafðist þess
að ummæli í frétt Pressunnar
um meinta kynferðislega mis-
notkun Ægis á tveimur barnung-
um stúlkum yrðu dæmd dauð
og ómerk. Dómurinn féllst ekki
á það og dæmdi Ægi til að greiða
180 þúsund krónur í málskostnað
Steingríms.
Skrif Pressunnar sem stefnt
var fyrir voru um frásögn tveggja
systra, þeirra Ingibjargar Þ. og
Sigurlínu Ólafsdætra, en þær
sökuðu Ægi um að hafa beitt þær
kynferðislegu ofbeldi í barnæsku.
Brotin sem Ægir var sakaður um
í frásögn systranna eru fyrnd og
tóku systurnar það sjálfar fram
á heimasíðu þar sem þær birtu
upphaflegu frásögnina. Stein-
grímur fékk veður af síðunni og
fól Þór Jónssyni, blaðamanni
Pressunnar, að rannsaka og halda
utan um málið. Þór var hins veg-
ar ekki stefnt í málinu.
Hvorki Steingrímur né Ægir
Geirdal voru í dómssalnum þegar
dómur var kveðinn upp í málinu,
aðeins lögmenn og blaðamenn
voru viðstaddir.
Stöðvaði
slagsmál í
Kringlunni
„Ég var allavega ekki næst þessu,“
segir leikarinn Atli Þór Albertsson
sem á miðvikudaginn gekk á milli
unglingsstúlkna sem slógust eins
og hundur og köttur í Kringlunni.
Hann furðar sig á því að enginn
þeirra fjölmörgu gesta verslunar-
miðstöðvarinnar sem urðu vitni
að slagsmálunum hafi gengið
á milli stúlknanna fyrr. Hópur
krakka hafði myndað hring utan
um þær sem slógust og hnefa-
höggin dundu, að sögn Atla.
Hann segir aðra stúlkuna hafa rif-
ið alla eyrnalokkana úr hinni. Atli
gekk á milli og stöðvaði slagsmál-
in. „Krakkarnir í kring hlógu bara
að þessu og skemmtu sér meðan
á þessu stóð. Ótal símar voru á
lofti að taka myndir. Þetta snýst
meira um að ná skemmtilegu
myndefni til að setja inn á síð-
urnar sínar en að stoppa svona
viðbjóð. En svo var líka fullorðið
fólk þarna,“ segir hann og gagn-
rýnir að fólk skuli ekki láta sig
svona mál varða.