Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 48
48 Viðtal 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað É g er sígauni. Eins og Bragi afi sem var alltaf á flakki, hló og sagði fólki skemmtisögur. Bokkan var oft með honum en hún stoppar hjá mér,“ segir Helga Braga Jónsdóttir, leik­ kona og flugfreyja. Hvarf í fjöldann í fluginu Helga Braga útskrifaðist úr flugfreyjuskóla Iceland Express í fyrra. Hún vann í háloftun­ um um sumarið og segist vel geta hugsað sér það aftur. „Mér fannst þetta alveg rosalega skemmtilegt. Ég var búin að fá að heyra að ég ætti kannski ekki eftir að fá vinnufrið en þar sem ég tala bæði frönsku og þýsku var ég ekki mikið með Íslend­ inga. Ég var frekar sett í París, Berlín og Basel,“ segir Helga sem er ein þekktasta grínleik­ kona landsins. Helga játar að það hafi ver­ ið góð tilfinning að hverfa í fjöldann þegar hún þjónu­ staði erlenda ferðalanga. „Þess vegna er ég alltaf á einhverju flakki,“ segir hún hlæjandi en bætir við að það sé ágætt að vera þekkt andlit á litla Íslandi og geta svo bara hoppað upp í flugvél og upplifað heiminn í friði. Örlögin leiddu hana í grínið Helga útskrifaðist úr Leiklist­ arskóla Íslands árið 1989. Hún ætlaði sér að verða drama­ leikkona en segir örlögin hafi leitt hana í aðrar áttir. „Í upp­ hafi höfðu aðrir mun meiri trú á mér í gríninu en ég sjálf. Í menntaskóla var ég mest í dramanu en lék þó líka Línu langsokk þegar ég var 15 ára hjá Skagaleikflokknum. Lína er auðvitað hress, skemmtilegur og fyndinn karakter,“ segir hún og bætir við að í nemendaleik­ húsinu hafi hún meðal annars leikið sjö aukarullur í Mær­ in fór í dansinn. „Ég man hvað það kom mér á óvart hvað það var gaman að leika allar þessar týpur og hvað ég var hissa þeg­ ar bekkjarsystkini mín fóru að hlæja að mér,“ segir Helga sem segist hægt og sígandi hafa farið meira í átt að gríninu án þess að hún yrði þess almennilega vör. „Fljótlega eftir útskrift fékk ég hlutverk í áramótaskaupinu en ég fór að vinna í Þjóðleikhús­ inu og Borgarleikhúsinu og var í leikhópnum Frú Emilíu en þar settum við upp mikið af klass­ ískum verkum. Hins vegar var grínið alltaf að ágerast. Ég tók því samt ekki alvarlega fyrr en ég var beðin um að vera með í Fóstbræðrum. Í fyrstu seríunni lék ég allar kvenpersónur þátt­ anna en svo buðu þeir mér að vera með að skrifa. Þá var ég fastráðin í Borgarleikhúsinu en tók ákvörðun og sagði upp.“ Dömulegri í gegnum árin Stuttu seinna var Helga beðin um að vera með uppistand. „Mér fannst það fráleit hug­ mynd. Ég vissi að ég gæti ver­ ið sniðug og fyndin en ég leit fyrst og fremst á mig sem leikkonu. Mér fannst ég ekki skemmtikraftur og hvað þá uppistandari þótt ég hefði lengi fylgst með vini mínum Steini Ármanni og Davíð Þór. Ég var skíthrædd við þetta,“ segir hún en bætir við að kona ein, Hrund Ólafsdóttir, hafi einfaldlega ekki gefist upp. „Hún var ákveðin í að fá mig til að skemmta í Borgarfirði og ég lít á hana sem uppistand­ sengilinn minn,“ segir Helga sem ákvað að slá til, bjó til pró­ gramm og lærði hvert einasta orð utan að eins og rullu. „Þarna lék ég óperusöng­ konu, var með hárkollu, pappa­ brjóst og í þeim ljótasta kjól sem ég hef séð. Þegar ég kom inn var Flosi heitinn Ólafs með ræðu og salurinn í krampa­ kasti. Ég fékk mér sæti og svitn­ aði undan kollunni og hugsaði hvað ég væri búin að koma mér út í. Borgfirðingar voru sem bet­ ur fer í góðu skapi eftir Flosa og hlógu líka að mínu prógrammi. Eftir þetta hef ég bara ekki get­ að hætt,“ segir hún brosandi og bætir við að hugmyndin að fyrirlestrum hennar hafi einn­ ig komið frá öðrum. „Nokkrar stelpur í menntaskóla höfðu samband við mig og báðu mig að halda námskeið þar sem ég átti að kenna þeim að haga sér eins og dömur. Ég spurði hvort þær væru eitthvað klikkaðar – af hverju þær fengu ekki al­ vöru dömur sem gætu kennt þeim að ganga með bók á höfð­ inu í stað svona brussu eins og mín. Ég hef þó orðið dömulegri í gegnum árin.“ Daður er ekki bara daður Á meðal vinsælla námskeiða Helgu er námskeið í daðri sem hefur vakið mikla lukku. Sjálf segist hún mikill daðrari en tek­ ur fyrir að hún sé einhver sér­ fræðingur. „Það eru alltaf ein­ hverjir sem leggja neikvæða merkingu í orðið daður. Fyrir mér er þetta almenn kurteisi og það að þurfa ekki að taka sjálfan sig svo alvarlega. Að taka eftir fólki og meta það – koma fram við fólkið í kringum okkur eins og manneskjur. Bankastarfs­ maðurinn er líka manneskja og það er konan í búðinni líka – manneskja sem þú getur horft í augun á, talað við og hlegið með. Kynferðislegt daður milli tveggja manneskja eru svo allt annað mál og allt önnur teg­ und af daðri. Gift fólk getur líka daðrað, það eru þessi litlu skila­ boð, blik í augunum, hrós og svo framvegis. Það getur ver­ ið svo skemmtilegt. Fólki líður vel nálægt döðrurum af því að þeir koma fram við fólk eins og manneskjur en setja sig ekki á háan stall.“ Hún segist þakklát fyrir það hvernig hlutirnir hafi æxlast. „Marga af þeim fyrirlestrum og námskeiðum sem ég hef ver­ ið að halda hef ég haldið vegna þess að ég hef verið beðin um það. Örlögin geta verið svo fynd­ in. Hins vegar fer maður smám saman að vita hver maður er og hvað maður vill en partur af því er að vita hvernig manni líður og það hef ég lært með árunum. Mín heppni er að segja já þegar ég hef verið beðin og ná að fók­ usera á verkefnið. Ég er mjög samviskusöm og undirbý mig alltaf vel. Það er lykillinn að vel­ gengni,“ segir Helga en bætir að­ spurð við að vissulega hafi hún einnig verið beðin um alls kyns hluti sem hún sagði ekki já við. Pabbinn leikari Helga ólst upp hjá móður sinni á Akranesi og minnist æskunn­ ar með bros á vör. „Mín gæfa var Skagaleikhópurinn. Við vinkonurnar vorum ekki ákafir fótboltaaðdáendur en vorum frekar að dinglast í fjörunni á Langasandinum. Í minning­ unni var alltaf sól og gott veð­ ur,“ segir hún brosandi og bæt­ ir við að þær mæðgurnar hafi einnig eytt mörgum stundum í æfingahúsnæði Skagaleik­ flokksins. „Mamma var for­ maður leikflokksins um tíma og var allt í öllu þar. Svo fór ég til Reykjavíkur til pabba um helg­ ar en hann er leikari og dró mig með sér á æfingar og á sýning­ ar,“ segir hún og samsinnir því að framtíð hennar hafi verið ráðin snemma. „Ég ætlaði að verða leikkona frá því að ég byrjaði að tala. Bubba frænka gerði oft grín að mér en henni fannst svo fyndið að heyra tveggja ára krakkann halda því fram að hann ætlaði að verða leikkona. Þó kom smá efi um sex ára aldurinn. Þá var mamma að vinna í búð og þá fannst mér fátt áhugaverðara því þá gæti ég fengið svo mikið nammi. Ég sá fyrir mér bílskúr fullan af nammi og mig sitja efst með höfuðið við loftið og borða mig niður á gólf. Ætli maður hafi ekki borðað heila bílskúrs­ fylli af nammi í gegnum árin,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þær mæðgurnar hafi haft það gott tvær saman. Einrænt og rólegt barn „Ég þekkti ekkert annað en samt var ekki mikið um svona litlar fjölskyldur á Skaganum á þessum árum. Flestar fjölskyld­ ur samanstóðu af mömmu, pabba, börnum og bíl. Pabbi á samt fimm börn og ég var ofsalega kát þegar ég eignað­ ist systkini. Mér fannst ég voða sérstök, var bæði einkadóttir mömmu og frumburður föður míns. Fyrir vikið hafði ég ein­ hvern frumkraft þótt ég hafi á sama tíma verið ofur viðkvæmt barn. Þetta tvennt er stundum erfitt að sameina en með sjálfs­ vinnu lærði ég smám saman að byggja upp mín innri mörk.“ Hún segist alltaf líkjast móður sinni meira og meira. „Mamma er kokkur, eins og sést á holdafari dóttur henn­ ar. Hennar fólk er orðsins fólk. Bragi afi var skáld en skálda­ nafn hans var Refur bóndi. Hann kom oft í heimsókn en honum þótti sopinn góður. Mamma er viðkvæm en samt svo sterk. Hún er svo góð mann­ eskja, svo blíð og sem betur fer er ég að líkjast henni smám saman. Hún er mikil dama en með mikla tilfinningagreind, sem sést best á því hvernig hún dílar við fólk. Sjálf var ég mjög rólegt barn. Sat ein inni í her­ bergi og lék mér með póstkort. Ég horfði á kortið og var fljótt komin inn í heim þess,“ seg­ ir hún en bætir við að hún hafi átt sínar vinkonur. „Ég hef allt­ af verið heppin í þeim efnum. Við settumst hlið við hlið sjö ára í barnaskólanum og þannig hófst ævilöng vinátta. Það eru mínar bestu vinkonur. Ég á ótal kunningja en fáa og mjög góða vini. Það er einrænan í mér. Við mamma unum okkur báðar vel einar. Í dag bý ég ein og finnst það alveg dásamlegt.“ Dásamlegt að eiga kærasta Helga Braga hafði verið í sam­ bandi í tíu ár en upp úr því slitnaði fyrir einu og hálfu ári. Hún segir dásamlegt að eiga kærasta en að sambandið hafi því miður ekki gengið. „Hann var ekki fyrir sviðsljósið og ég virti það. Ég hef reynt að halda „Ég eyddi um efni fram og eins og með svo marga aðra meðvirka einstaklinga treysti ég oft fólki sem reyndist ekki traustsins vert. Hrífst af skemmti- legum karl- mönnu Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir segist hafa yfir ákveðnum frumkrafti að ráða þar sem hún hafi bæði verið einka- dóttir móður sinnar og frumburður föður síns. Helga skildi nýlega eftir tíu ára sam- band. Blaðamaður DV ræddi við Helgu Brögu um fjölskylduna, leiklistina, fíknina, ástina og barnleysið. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (24.02.2012)
https://timarit.is/issue/383154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (24.02.2012)

Aðgerðir: