Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 50
L isti sérfræðinga yfir 25 orð sem öll tveggja ára börn eiga að kunna hefur nú verið birt­ ur. Listinn var búinn til af vís­ indamönnum með það að markmiði að hjálpa sérfræðingum að greina börn þroskaskert eða lesblind. Á listanum eru orð á borð við mamma, pabbi og banani en ef börnin þekkja ekki orðin getur það einnig verið vísbending um heyrn­ arleysi eða einhverfu. Börnin hafa tíu mínútur með foreldrum sínum til að svara en það gera þau með því að benda hlutina. Meðaltalið 150 orð Orðin 25 eru reyndar hluti af 310 orða safni sem raunhæft er að tveggja ára börn kunni. Að meðaltali þekkja börn­ in 150 orð af listanum en ef þau þekkja 75 til 225 orð er það talið innan marka. Viðvörunarbjöllur eiga að hringja ef börnin þekkja færri orð en 50 en ef orð­ in eru færri en 25 bendir það til þess að um þroskaskerðingu, lesblindu eða einhverfu geti verið að ræða. Þetta kom fram á árlegri ráðstefnu American Association for the Ad­ vancement of Science. Orðaforðinn varð ágætur Prófessorinn Leslie Rescorla sem setti saman listann segir að þau börn sem ekki þekkja orðin 25 verði lík­ lega lengi að læra að tala. Óþarft sé hins vegar að örvænta því ef barnið þroskast að öðru leyti eðlilega geti það unnið sig upp. Ef barnið er orðið tveggja og hálfs árs og kann enn ekki skil á orðunum sé ráð að leita til tal­ meinafræðinga eða annarra sérfræð­ inga. Rescorla hefur fylgst með þroska 78 barna í fimmtán ár. Helmingur þeirra byrjaði seint að tala en glímdi ekki við önnur vandamál. Þegar börnin náðu 17 ára aldri var orða­ forði þeirra flestra í meðallagi en þó lakari en hjá þeim sem höfðu meiri orðaforða sem börn. Þau stóðu sig þó mun verr í því að endurtaka orð, setningar eða tölur þegar sú færni var könnuð. Það var gert þannig að setningar voru þuldar upp og áttu unglingarnir áttu þá að fara með sömu rullu. Hlutverk foreldra mikilvægast Barnaefni hefur á síðustu árum tek­ ið miklum breytingum. Fyrir fáein­ um fárum voru teiknimyndir þar sem ofbeldi kom fyrir allsráðandi en þar má nefna teiknimyndir á borð við Tomma og Jenna. Síðari ár hafa framleiðendur í auknum mæli leitast við að útbúa skemmtilegt en fræðandi efni fyrir börn. Á ráðstefnunni kom hins vegar fram að barnaefni, jafnvel þó því sé ætlað að hjálpa börnum að læra að tala, kemur aldrei í stað samskipta við foreldra þegar kemur að því að læra að skilja talað mál. Tölvuleik­ ir eða teiknimyndir geti alls ekki leyst foreldra undan þeirri skyldu að kenna börnum sínum stafina og orðin. Líkamsrækt sem fíkn n Það er hollt að hreyfa sig en líkamsræktin getur orðið að fíkn ef fólk er ekki á varðbergi A llir vita að líkamsrækt er af hinu góða og fólk er hvatt til að hreyfa sig reglulega til að halda heilsu og æskilegri líkams­ þyngd. Það er þó hægt að þróa með sér fíkn í líkamsrækt og getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í Verdens Gang setur sálfræðingurinn Cecilie Schou Andreassen við Bergen­ háskóla fram sjö áhættumerki um að líkamsræktin sé að verða fíkn en þessi merki eiga við um allar tegundir fíknar: Forgangur Æfingin verður það mikil- vægasta og gengur smátt og smátt fyrir öllu. Mikill tími fer í æfingar og eitthvað þeim tengt. Árekstrar Æfingar þínar verða til þess að þú lendir í átökum og árekstrum við aðra í kringum þig; fjölskyldu, maka eða vinnu. Þú byrjar kannski á því að segja litlar lygar og fela hvað þú hefur verið að æfa mikið. Skapgerðarbreytingar Æfingar verða til þess að þú upplifir skap- gerðarbreytingar og þær verða flótti frá hversdeginum. Þær verða „kikk“. Fráhvörf Ef þú missir úr æfingu upp- lifir þú fráhvörf. Þú verður pirraður, í slæmu skapi, stressaður eða órólegur. Bakslag Fíklar fá oft bakslag. Þú hefur oft reynt að trappa þig niður í æfingunum en hefur tilhneigingu til að fara fljótlega að æfa á fullu aftur. Aukinn skammtur Þú verður að auka skammtinn. Þú þróar með þér aukið þol fyrir æfingum og þarft sífellt að auka við þær, auka hraðann eða kraftinn í þeim til að fá heilann til að losa vellíðunarhormónin. Heilsufarsvandamál Þjálfunin fer að hafa neikvæð áhrif á heilsuna. Fíknin gerir það að verkum að þú æfir þrátt fyrir sjúkdóma, skaða og aðrar vísbendingar um að þú þurfir að draga úr æfingunum. 50 Lífsstíll 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Þ vottavélin mín bilaði síðasta haust. Og þar sem þvotta­ vélar eru yfirleitt ekki gefins hefur hún enn ekki ver­ ið endurnýjuð. Þar af leiðandi hef ég síðustu mánuðina þvælst með þvottinn minn úr miðbæ Reykjavíkur og út í Kópavog til mömmu þar sem ég hef fengið afnot af þvotta­ vél. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert sérstak­ lega heppilegt fyrir­ komulag. Þvottakvöld fara yfirleitt fram einu sinni í viku – þegar öll fötin mín eru orðin óhrein. Þá treð ég þeim í tvo stóra bláa Ikea­poka, (nei, ég á ekki meira af fötum en það) ferja út í Kópavog og drösla svo aftur blautum til Reykjavíkur þar sem ég hengi þau upp. É g var að drífa mig óvenju mik­ ið með fullt fangið af þvotti út í bíl um daginn. Fyrir utan þvottinn var ég með tölvuna á annarri öxlinni og veskið á hinni ásamt því að vera að tala í símann. Algjörlega ómeðvituð um um­ hverfið í kring. Það var ekki fyrr en ég kom aftur heim síðar um kvöldið með blautan þvottinn að ég tók eftir lítilli fatahrúgu á útidyratröppunum. Ég ýtti við hrúgunni með fætinum og fylltist viðbjóði þegar ég sjá að þetta voru nokkrar nærbuxur. Eflaust óhreinar. „Oj, hvernig geta þrennar nærbuxur endað á stéttinni fyrir framan húsið mitt?“ hugsaði ég og reyndi að leiða hrúguna hjá mér á meðan ég stakk lykl­ inum í skrána. „Hefur fólk enga sómakennd?“ bætti hugurinn hneykslaður við. Ég gjó­ aði augunum eftir húsalengjunni til að reyna að varpa ljósi á hvaða ólánsfólki þessi ósómi gæti tilheyrt. Ég var engu nær. Þ að var ekki fyrr en ég var komin inn að það kviknaði á perunni og ég áttaði mig á því hvernig þessar nærbuxur höfðu endað ferðalag sitt þarna. Ég opnaði dyrnar skömmustulega og teygði mig eftir kunnuglegum nærklæðunum sem legið höfðu á glámbekk í miðborg Reykjavíkur í fjóra tíma eða svo. „Hefur fólk enga sómakennd!?“ Þ etta var þó ekki í fyrsta skipti sem nærbuxur í minni eigu fara í stutt ferðalag. Þegar þvottavélin var enn í fullu fjöri hengdi ég óhrædd upp öll fötin mín í sameiginlegu þvotta­ húsi stigagangsins. Það gekk yfirleitt nokkuð vel þó ég sakni reyndar tveggja bola sem ég er viss um að einhverjir grann­ ar hafi stolið. Einu sinni var þó bankað hjá mér og fyrir utan stóð karlkyns nágranni. Klárlega ekki bolaþjófurinn samt. Hann lyfti brosandi upp tvennum nærbux­ um og spurði hvort það gæti ekki verið að ég ætti þær. Hann hafði sko óvart gripið þær með sér af snúrunni í flýti og vildi skila þeim til eigandans. Bara eins og ekk­ ert væri eðlilegra. Svona í stað þess að fara með þær aftur inn í þvottahús. Jú, þetta voru mínar. Svo sannarlega. Kafrjóð í framan þakkaði ég kærlega fyrir og hef aldrei hengt nærföt upp í þvotta­ húsinu aftur. Nærbuxurnar sem fóru á flakk Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Þetta eiga 2 ára börn að kunna n Hjálpar sérfræðingum að greina greindarskerðingu „Ef barnið er orðið tveggja og hálfs árs og kann enn ekki skil á orðunum sé ráð að leita til talmeinafræðinga. Lágmarksþekking tveggja ára barns Orðin 25 í lauslegri þýðingu Mamma, pabbi, barn, mjólk, djús, halló, bolti, já, nei, hundur, köttur, nef, auga, banani, kex, bíll, heitt, takk, bað, skór, húfa, bók, allt búið, meira og bless. Foreldrarnir mikilvægir Fræðandi tölvu- leikir eða teiknimyndir geta ekki leyst foreldra af hólmi þegar kemur að því að læra tungumálið. Fylgist náið með börnum Leslie Res- corla setti saman listann. Fíkn Heilsusamleg líkamsrækt getur breyst í óholla fíkn. 1 3 4 5 6 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.