Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 4
stjórinn fékk jeppa eftir risatap 4 Fréttir Lýsir losta á Facebook-síðu n Catalina Mikue Ncogo er frjáls C atalina Mikue Ncogo, sem hlaut þriggja og hálfs árs dóm í júní 2010, fyrir hórmang og fíkni- efnabrot, hefur lokið afplánun og er því frjáls ferða sinna. Catalina er skráð með lögheim- ili í Hafnarfirði þar sem hún á íbúð í fjölbýlishúsi í Vallahverfinu. Hún sást koma út úr útibúi Landsbankans fyrir rúmri viku með skjöl í hendi, setjast upp í jeppabifreið hjá mið- aldra manni. Einnig sást til henn- ar í verslunarmiðstöð þar sem hún keypti þrjú pör af kvenskóm, en at- hygli vakti að skórnir voru allir í mis- munandi stærð. Hún virðist því smám saman vera að aðlaga líf sitt frelsinu og tengjast umheiminum á ný. Nýlega stofnaði hún nýja Facebook-síðu og hljóðar hennar fyrsta stöðuuppfærsla, sem hún setti inn á þriðjudaginn, á þá leið að hana langi að stunda kynlíf, eða: „Im so horny maaaan !!“ Einn- ig setti hún mynd af ókunnri konu í nærfötum einum klæða, en ekki er vitað í hvaða tilgangi myndin er sett inn eða hvernig hún tengist Catalinu. Catalina hélt úti umsvifamikilli vændisstarfsemi á árunum 2008 til 2009 og rak vændishús á fjórum mis- munandi stöðum á þessu tímabili. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en ein kvennanna sem hún seldi í vændi lýsti því í skýrslutöku hjá lög- reglu að Catalina hefði kúgað hana til vændis með því að „… hóta henni líf- láti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu.“ Í tilefni Dags Tónlistarskólanna laugardaginn 25. febrúar n.k. verður opið hús í Tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði 27 frá kl. 14:00 – 16:00. Gestum og gangandi er boðið að koma og skoða skólann, hlýða á tónlist og njóta léttra veitinga. Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá samspilsbanda, söng- og einleiksatriða sem í gangi verða í tveimur sölum skólans samtímis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Opið hús í Tónlistarskóla FÍH G uðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, keyrir um á milljóna króna bíl frá lífeyrissjóðnum. Bíll- inn var keyptur á síðasta ári, nokkr- um mánuðum áður en svört skýrsla um gríðarlegt tap sjóðsins var birt. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyr- issjóðnum er um að ræða Toyota- jeppabifreið. Í svari frá upplýsinga- fulltrúa sjóðsins segir að enginn annar starfsmaður njóti bifreiðafríð- inda líkt og framkvæmdastjórinn. „Þetta er minni tegundin af To- yota-jeppanum. Land Cruiser 150,“ segir Þórhallur B. Jósepsson, upplýs- ingafulltrúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna. „Þar verð ég bara að vísa þér á DV því ég held að hvergi hafi komið fram ítarlegri upplýsingar um það en í DV á fyrrihluta ársins 2009,“ sagði hann svo aðspurður um bílafríðindi fyrri framkvæmdastjóra sjóðsins. „Þetta hefur komið svo margoft fram opinberlega að við látum alveg vera að tala um það núorðið.“ Dýrmætari en meðalárstekjur Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins, tapaði áttatíu milljörðum króna í hruninu. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að sjóðurinn fjárfesti í rúmlega tíu milljóna króna jeppabif- reið fyrir framkvæmdastjórann. Ekki er ljóst af hverju stjórnendur lífeyris- sjóðsins telja framkvæmdastjórann þurfa á jeppabifreið að halda, sem sérstaklega er auglýst fyrir lúxus og aksturseiginleika í erfiðum aðstæð- um. Samkvæmt upplýsingum frá Toyota-umboðinu á Íslandi kostar ódýrasti Land Cruiser-jeppinn 10,3 milljónir króna. Listaverð dýrustu út- gáfu bílsins er hins vegar rúmlega 13 milljónir króna. Sama hvort bíllinn kostaði 10 milljónir eða 13 milljónir er ljóst að verðmæti hans er meira en tvöfalt það sem meðallaunamað- ur á íslenskum vinnumarkaði hef- ur í árstekjur, en samkvæmt upplýs- ingunum frá 2010 voru meðallaun á vinnumarkaði 348 þúsund krónur á mánuði, eða tæplega 4,2 milljónir króna á ári. Svara ekki meiru Fyrirrennari núverandi fram- kvæmdastjóra í starfi, Þorgeir Eyjólfs- son, ók ódýrari bíl en Guðmund- ur. DV greindi frá því árið 2009 að í janúar sama ár hefði verið keypt- ur 7,9 milljóna króna Cadillac Esca- lade fyrir þáverandi forstjóra. Sam- kvæmt upplýsingum frá þáverandi stjórnarformanni sjóðsins, Gunnari Páli Pálssyni, var Cadillac-bifreiðin í sama klassa og fyrri bílar sem fram- kvæmdastjórinn hafði þá haft til af- nota. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði blaðamaður ekki tali af Guðmundi vegna málsins. Lengi að borga af bifreiðinni n Ef kostnaður bílsins er skoðaður í samhengi við iðgjöld sjóðsfélaga kemur í ljós að sjóðsfélagi sem er með 348.000 krónur í mánaðarlaun, sem voru meðal- laun launþega á íslenskum vinnumark- aði árið 2010, er rúmlega 20 ár að borga fyrir bílinn. Miðað við endurnýjun fyrri framkvæmdastjóra sjóðsins verður þó búið að skipta um bílinn um það bil 20 sinnum á þeim tíma. Þessir útreikningar miðast við 12 prósent iðgjaldagreiðslur launþega og atvinnurekenda til sjóðsins í hverjum mánuði. Byggja þeir á gögnum frá Hagstofu Íslands um laun á ís- lenskum vinnumarkaði árið 2010. n Sé dæmið reiknað – miðað við sömu forsendur og að framan – út frá algeng- ustu launum fólks á vinnumarkaði, sem voru á bilinu 175–225 þúsund krónur árið 2010, kemur í ljós að það tekur flesta launamenn í lífeyrissjóðnum 32 til 40 ár að borga fyrir bílinn með iðgjöldum sínum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Lífeyrissjóðurinn keypti 10 milljóna jeppa eftir 80 milljarða tap Á dýrari bíl Bíllinn sem Guð- mundur Þórhallsson ekur um á er rúmlega tveimur milljónum króna dýrari en sá sem forveri hans hjá sjóðnum hafði til umráða. Milljónafríðindi Fram- kvæmdastjórinn Guðmundur Þórhallsson hefur rúmlega tíu milljóna króna bíl frá sjóðnum til umráða. 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Laus Catalina Mikue Ncogo lætur allt flakka á Facebook. Málverk Sæv- ars boðið upp Málverkið Fantasía eftir Sævar Cie- sielski er á uppboði í Gallerí Fold þessa dagana. Málverkið er fyrsta málverk Sævars sem boðið er upp, en hann mun hafa málað nokkur mál- verk. Hæsta boð í verkið er um 30 þúsund krónur sem stendur, en það er á svokölluðu vefuppboði. Sævar lést í sumar af slysförum en hann varð þekktur í íslensku þjóðfélagi þegar hann var einn af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða á átt- unda áratugnum, en það mál er eitt stærsta og flóknasta sakamál í sögu þjóðarinnar og hafa fá mál haft jafn- mikil áhrif á þjóðarsálina. Sævar hélt ávallt fram sakleysi sínu og nú starfar sannleiksnefnd sem hefur það að markmiði að fara yfir gögn málsins. Meðfylgjandi er skjáskot af verkinu af vef Gallerís Foldar. Íslendingar á yfirdrætti Fjárráða Íslendingar skulduðu að meðaltali um 310 þúsund krónur í yfirdrátt um síðustu ára- mót. Síðustu sex mánuði síðasta árs jukust þessi lán um tæpa tuttugu milljarða. Miðað við nú- verandi vaxtastig á yfirdráttarl- ánum, sem er á bilinu 11 til 12 prósent, greiðir meðal Íslending- ur um 36 þúsund krónur í vexti á ársgrundvelli. Yfirdráttarlán eru meðal dýrustu lána sem völ er á. Íslendingar skulda nú, sam- kvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum, um 70 milljarða króna í yfirdráttarlán. Af þeirri upphæð borga þeir um 8 millj- arða króna í vexti á árinu, ef vextir haldast óbreyttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.