Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 22
22 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir
Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is
10 ára ábyrgð
Skoðaðu lausnir
fyrir ný og eldri
hús á faris.is
Skutu gegnum bílrúðuna
Þ
rír karlmenn hafa verið
ákærðir fyrir tilraun til mann-
dráps eftir að hafa skotið
með haglabyssu að tveimur
karlmönnum á Sævarhöfða
í Reykjavík. Atvikið átti sér stað 18.
nóvember síðastliðinn. Atburðarásin
var hröð og samkvæmt atvikalýsingu
í ákærunni sem þremenningunum
hefur verið birt virðist hún ekki hafa
tekið nema nokkrar mínútur.
Fyrirtaka var í málinu á miðviku-
dag og voru sakborningarnir þrír, Axel
Már Smith, Kristján Halldór Jensson
og Tómas Pálsson Eyþórsson, leiddir
inn í salinn af lögreglu. Tveir mann-
anna, þeir Kristján og Axel Már, voru
grímuklæddir, handjárnaðir og voru
handjárnin svo bundin við belti sem
þeir höfðu um sig miðja.
Skutu á eftir fórnarlömbunum
Atburðarásinni er lýst þannig að
mennirnir þrír komu akandi að bif-
reið fórnarlambanna tveggja á Sævar-
höfða. Ekki kemur fram hvers vegna
fórnarlömbin stöðvuðu bílinn en í
það minnsta gafst árásarmönnunum
tækifæri á að fara út úr eigin bíl og
ganga að bíl fórnarlambanna þar sem
einn mannanna sparkaði í bílinn.
Heimildir DV herma þó að menn-
irnir hafi mælt sér mót á bílastæðinu.
Um leið og maðurinn hafði sparkað í
bílinn reyndu fórnarlömbin að forða
sér með því að aka bíl sínum í átt að
Bryggjuhverfinu. Þá var fyrsta skotinu
hleypt af í átt að bílnum.
Næst stukku árásarmennirnir aft-
ur inn í bíl sinn og óku á eftir fórn-
arlömbunum. Sá hinn sami og hafði
skömmu áður skotið í átt að fórnar-
lömbunum tveimur hékk þá út um
gluggann á bílnum og skaut. Hagla-
byssuskotin hæfðu afturrúðu bíls
fórnarlambanna með þeim afleið-
ingum að hún mölbrotnaði og bíllinn
skemmdist.
Eru allir ákærðir
Þrátt fyrir að aðeins einn mannanna
þriggja hafi skotið úr haglabyssunni
eru þeir allir ákærðir fyrir tilraun
til manndráps. Teljast þeir brotleg-
ir við almenn hegningarlög og eiga
yfir höfði sér margra ára fangelsis-
dóm. Árásin tengist fíkniefnavið-
skiptum samkvæmt heimildum DV.
Árásarmennirnir voru grímuklædd-
ir, á vettvangi og fyrir dómi. Ekki er
annað að sjá en að árásin hafi ver-
ið vel undirbúin og framkvæmd af
ásetningi.
Sá sem skaut úr haglabyssunni
hefur margoft komið við sögu lög-
reglunnar áður. Árið 2008 var hann
dæmdur í tveggja ára fangelsi í
Hæstarétti Íslands eftir að hafa með-
al annars klippt fingur af manni með
garðklippum. Þegar það brot var
framið rauf hann skilorð. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni tengist
sá aðili vélhjólasamtökunum Out-
laws.
Einstakt mál
Málið er einstakt að mörgu leyti þrátt
fyrir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
skotárás er gerð. Þá hefur heldur
aldrei fundist jafn mikið af vopnum
í tengslum við eitt mál en lögreglan
gerði upptækar byssur, skot, skot-
helt vesti, hnífa, sveðjur og úðavopn
við rannsókn málsins. Málið er talið
tengjast vélhjólasamtökunum Out-
laws á beinan hátt.
Rannsókn málsins hefur staðið
allt frá því að tilkynnt var um skot-
hvell föstudagskvöldið 18. nóvember í
fyrra og hafa fjölmargir lögreglumenn
komið að rannsókn þess. Kvöldið sem
árásin var gerð naut lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu liðsinnis sérsveit-
ar ríkislögreglustjóra, eða víkinga-
sveitarinnar eins og hún er oft kölluð.
Mikið kapp var lagt á að hafa hendur
í hári árásarmannanna. Einnig þykir
ljóst að aðeins heppni réð því að ekki
fór verr í árásinni.
Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í
málinu fari fram í byrjun mars.
n Þrír menn ákærðir fyrir skotárás í Bryggjuhverfinu n Skotið út um bílglugga á ferð
Skipulagt Ekki er hægt að
skilja ákæruna öðruvísi en að
mennirnir hafi skipulagt árásina.
Mynd PrESSPHotoS.biz
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is