Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 43
 43Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Æ vintýramaðurinn John Fairfax yfirgaf heims- ins rann 8. febrúar. Lífs- hlaup hans var að mörgu leyti merkilegt en hans er einna helst minnst fyrir að hafa róið einn yfir Atlantshafið árið 1969, þá rúmlega þrítugur að aldri, og tveimur árum síðar yfir Kyrrahafið í félagi við Sylvíu Cook, kærustu sína sem hann kynntist í Lundúnum. John Fairfax fæddist í Rómaborg á Ítalíu 21. maí 1937, sonur bresks föð- ur og búlgarskrar móður. Móðurfjöl- skylda hans bjó í Rómaborg, en föður sinn þekkti John lítið sem ekkert, enda vann hann hjá breska ríkisútvarpinu BBC í Lundúnum. Sem fyrr segir er hans helst minnst fyrir afrek sín sem sæfara en þau nánast blikna í sam- anburði við margt annað sem á daga hans dreif. Fairfax var ungur að árum þegar villt eðli hans gerði vart við sig og að- eins níu ára að aldri gerði hann út um ágreiningsmál í skátaferðalagi með því að taka skammbyssu ítalsks skáta- foringja síns og láta kúlum rigna yfir kofann þar sem drengirnir sváfu, án þess þó að særa nokkurn. Síðar sagði John: „Kúlurnar fóru í gegnum vegg- ina sem pappír væri. Það var krafta- verk að ég varð engum að bana.“ John var útlægur ger úr samtökum skáta- drengja á Ítalíu í kjölfarið. „Sjálfsmorð með jagúar“ Um John Fairfax hefur verið sagt að hann hafi nánast verið sem karakter úr bók eftir Graham Green, með væn- um slatta af Hemingway og smá slettu af Ian Fleming. Skömmu eftir uppákomuna í skátabúðunum fluttu John og móðir hans til Argentínu þar sem þau sett- ust að í Buenos Aires, en það var óeirð í blóði John og aðeins þrettán ára að aldri hleypti hann heimdraganum, flutti út í Amazon-frumskóginn til að lifa „eins og Tarsan“ þar sem hann lifði af veiðum og stundaði skinnaverslun. Um tvítugt, bugaður af ástarsorg, reyndi hann „sjálfsmorð með jagúar“. Hugmyndin var að láta jagúar ráðast á sig og bíða þannig bana. En þegar á hólminn var komið snérist John hugur og greip hann til skotvopns og banaði skepnunni. Rúmlega tvítugum tæmdist hon- um arfur, 10.000 Bandaríkjadalir. Hann sagði skilið við Amazon-frum- skóginn og fór sjóleiðina til New York. Þar keypti hann sér Chevrolet-bifreið og ók til San Fransisco. Þar hélt hann til þar til fé hans var til þurrðar geng- ið og ákvað þá að fara til móður sinnar í Argentínu – á reiðhjóli. En ýmislegt dreif á daga hans áður en hann komst í móðurfaðminn. Sjórán og smygl Hjólið dugði John til Gvatemala og hann hélt för sinni áfram á puttanum og komst þannig til Panama. Þaðan lá för hans til Kólumbíu þar sem hann munstraði sig á bát. Eftir skamman sjómannsferil í Kólumbíu snéri hann aftur til Panama. Ekki er fjarri lagi að með dauða John Fairfax sé horfin á braut ein síðasta myndbirting aldagamallar ímyndar ævintýramanns og einfara. Ímyndar sem öðrum þræði hefur ver- ið efniviður kvikmyndanna um Indi- ana Jones og bóka á borð við Nám- ar Salómons konungs. Reyndar hafa raunveruleikaþættir á borð við Survi- vor og Amazing Race gert hjákátlega tilraun til að fanga þessa ímynd að einhverju leyti. Eftir að John kom aftur til Panama komst hann í kynni við smyglara. „Ég sagði honum að ég vildi reyna mig við smygl,“ sagði John um upphaf þeirra kynna. Hann stundaði sjórán og smygl um þriggja ára skeið. „Innan árs var ég orðinn skipstjóri á einu skipa hans. Ég þvældist um allan heim, smyglaði byssum, viskíi og sígarettum.“ Án efa kom sú reynsla John til góða þegar hann réri síðar yfir tvö heimshafanna. Þegar John var búinn að fá sig full- saddan af smygli ákvað hann að ræna skipinu í félagi við annan mann. Þeg- ar þeir komu í höfn beið lögreglan þeirra, en John slapp, einn fjögurra áhafnarmeðlima: „Ég var með grím- una, sundfitin og falsað vegabréf, allt klárt. Ég synti 8 kílómetra til að kom- ast undan.“ John gerðist síðan fiskimaður á Jamaíka í eitt ár áður en hann snéri til Argentínu þar sem hann stýrði minkabúi skamma hríð – til að friða móður sína sem hugnaðist ekki lífs- stíll sonar síns. Einnig reyndi hann fyrir sér sem fjárhættuspilari og lagði áherslu á bakkarat. Yfir hafið á handafli Sem ungur drengur hafði John lesið um Chay Blyth og John Ridgway sem réru yfir Atlantshafið og gerði sér grein fyrir því að ef hann ætti að afreka það einn fyrstur manna yrði hann að láta hendur standa fram úr ermum. Á sjöunda áratugnum fór John Fairfax til Englands og hóf undirbún- ing að ferðalaginu. Undirbúningurinn tók tvö ár og John réri daglega á bát sínum Serpentine á vatni í Hyde Park í Lundúnum. Stóri dagurinn rann upp 20. janú- ar 1969. Þá lagði John Fairfax úr höfn á Kanaríeyjum og endastöðin var Flór- ída í 3.600 sjómílna fjarlægð. Bátur- inn, Britannia, var sérsmíðaður 22 feta bátur og um borð voru birgðir, meðal annars niðursoðið svínakjöt, hafra- mjöl og koníak og talstöð. Fram und- an var Atlantshafið og einsemd. John Fairfax hélt dagbók á ferða- laginu og þann 16. maí, á 116. degi ferðarinnar, skrifar hann: „Ræ. Að róa. Ég ræ, hún rær, þau róa. Nei! Enginn nema ég rær... Dag einn, þegar ég dey og fer til helvítis, ég veit að það gerist: Þá mun djöfullinn dæma mig til að róa... og róa... og róa...“ Í annarri færslu sem hann setur á blað eftir að hafa spjallað við Sylv- íu segir hann meðal annars að spjall- ið hafi létt honum eilítið lundina, en í reynd hafi hann ekki haft hugmynd um hvað hann ætti að segja: „Ég er að verða klikkaður, á því leikur enginn vafi.“ Annars ágætur afmælisdagur Á afmælisdegi sínum, 121. degi ferða- lagsins, skrifar hann að honum, 32 ára, líði eins og tíræðum manni: „… og einn versti dagurinn. Ég kláraði tób- akið; ég átti í hálfa pípu, hafði geymt það til að gera mér glaðan dag – tób- akið blotnaði. Hindberjadós sem ég hafði geymt vegna dagsins var ónýt og ég varð að henda henni. Og rétt í þann mund sem ég var að fá mér koníaks- sopa í tilefni dagsins kom heljaralda, um 5 metra há, þvert á Britanníu og mér skolaði fyrir borð. Tapaði flösk- unni og meiddi mig illa á fæti … að því frátöldu, afar ánægjulegur afmælis- dagur.“ Til að bæta sér upp verulegan skort á félagsskap konu átti hann í áköfum samræðum við plánetuna Venus. Eftir 180 daga siglingu, 19. júlí 1969, kom John Fairfax, útitekinn, þreyttur og um níu kílóum léttari, í höfn í Hollywood í Flórída. „Þetta er helvítis heimska,“ sagði hann þegar hann steig á land, fyrstur manna til að róa einn síns liðs yfir Atlantshafið. Tveimur árum síðar var hann greini- lega búinn að gleyma þeim orðum. Britannía II og Kyrrahafið Þann 26. apríl 1971 hófst ferðalag John Fairfax yfir Kyrrahafið. Í þetta sinn var hann ekki einn í för því kær- asta hans, Sylvía Cook, hafði afráðið að halda honum selskap. Lagt var úr höfn í San Francisco og stefnan tekin á Hay man-Eyju í Ástralíu. Farkostur- inn, sem hafði fengið nafnið Britannía II, var ívið stærri en Britannía eða 36 fet að lengd. 361 degi síðar, eftir ævintýralegt 8.000 sjómílna ferðalag, tóku þau land á Hayman-eyju. Í sjóferðinni var John bitinn af hákarli, þau lentu í hvirfilbyl og glímdu við dyntótt náttúröflin. Þeg- ar búið var að binda festar sagði John: „Þetta var ömurleg för. Mér væri sama þó ég snerti aldrei ár framar.“ John og Sylvía lifðu ferðalagið af, en sambandi þeirra lauk og árið 1981 kvæntist hann stjörnuspekingi, Tiff- any að nafni. Síðustu árin bjó John að mestu í Las Vegas þar sem hann hafði lifibrauð af fjárhættuspili – bakkarat í anda James Bond. kolbeinn@dv.is Sjóræningi og smyglari allur n John Fairfax réri einn síns liðs yfir Atlantshafið n Stundaði smygl um þriggja ára skeið Í höfn á Flórída „Ég er að verða klikkaður, á því leikur enginn vafi,“ skrifaði John í dagbók sína á 89. degi sjóferðarinnar yfir Atlantshafið. John Fairfax og Sylvía Cook um borð í Britanníu II Þau urðu fyrst manna til að róa yfir Kyrrahafið og Sylvía varð fyrst kvenna til að róa yfir úthaf yfirhöfuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.