Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 þekkja mig vita að ég er ekki lið- tækur í neitt svindl. Hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á peningum í gegnum árin. En svona er þetta gert. Það er alltaf hægt að finna eitt- hvað. Svo er hægt að búa til eitt- hvað og reyna að láta mann líta illa út. Þetta er eitt svona dæmi. Í þessu starfi hef ég eignast mjög marga óvini og átti þó nokkra fyrir frá Haf- skipstímanum.“ Hann segir fjölskylduna alla hafa setið slegna frammi fyrir þess- ari umfjöllun og segir frá því að enginn úr stjórn Fjármálaeftirlits- ins hafi hringt í hann eftir þáttinn þótt ljóst væri að um væri að ræða harða aðför að Fjármálaeftirlitinu. „Þótt ég sé með þykkan skráp þá hefur fjölskylda mín hann ekki. Það voru engir árekstrar á milli okkar í stjórninni þar til þessi Kast- ljósþáttur var sýndur. Mér fannst það skrýtið að stjórnarformaðurinn skyldi ekki hringja í mig þetta kvöld og sýna mér stuðning. Hann gerði það ekki.“ Lét hann ekkert í sér heyra? Eða einhver úr stjórn FME? „Nei. Enginn. Ekki stakt orð.“ Stjórn FME óskaði í framhald- inu eftir því að Andri færi yfir stað- hæfingar sem hún taldi að kæmu fram í Kastljósi og mæti hvort eitt- hvað í umfjöllun þar breytti efnis- lega áliti hans frá nóvember 2010. Á sama tíma var ákveðið og kynnt að tveir sérfræðingar yrðu fengnir til að rýna álitsgerðir Andra og gefa sjálfstætt álit. „Síðan sendi ég frá mér athuga- semdir en Aðalsteinn Leifsson reyndi að fá mig ofan af því. Hann vildi fremur að annar lögfræðingur færi yfir málið aftur.“ Betra að fá miðil eða sígaunakonu Gunnar segir Andra hafa skilað nýju áliti 13. janúar síðastliðinn þar sem hann stóð að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi forstjór- ans. Hann taldi umfjöllun Kastljóss á misskilningi byggða og að hún væri að hluta byggð á röngum for- sendum. Þrátt fyrir álit Andra ákvað stjórn FME þennan sama dag, 13. janúar 2012, að fela Ásbirni Björns- syni og Ástráði Haraldssyni að fara yfir álit Andra og gögn málsins og gefa sjálfstætt álit á hæfi forstjóra FME. Gunnar segir stjórnina hafa leit- að lögfræðinga til að vinna fyrir sig annað álit á meðan Andri vann sitt. „Þeir leituðu til margra lögfræð- inga. Ég veit um einn sem sagði að hann hefði skoðað málið, lesið álits- gerðina. Komist að þeirri niðurstöðu að hún væri vel unnin af Andra Árnasyni, ekkert nýtt hefði komið fram. Sá hinn sami sagði nei takk. En áfram var leitað og einn fannst. Það var Ástráður Haraldsson. Ef þú færð ekki svarið sem þú vilt þá spyrðu einhvern annan,“ segir Gunnar. „Ástráður komst að sömu nið- urstöðu, ekkert lögbrot eða ann- að slíkt. Hins vegar kom huglægt mat. Ég tel að það hafi verið pant- að. Það er að minnsta kosti erfitt að telja mér trú um annað en að það hafi verið pantað því þarna er hug- lægt mat lagt fram af lögfræðingi sem er mjög óeðlilegt. Því ekki eru þeir sérfræðingar í slíku. Betra hefði verið að fá heimspeking, siðfræð- ing, prest eða miðil, eða sígauna- konu eða eitthvað slíkt. Fékk gylliboð og varð fyrir þrýstingi Gunnar veltir því fyrir sér hver til- gangurinn sé með aðförinni að hon- um. Eftir Kastljósþáttinn í nóvember varð hann fyrir miklum þrýstingi og fékk ýmis gylliboð sem hann vill Högg undir beltisstað „Ég fékk alls kon- ar tilboð. Tilboð um störf og annað til að lokka mig í burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (24.02.2012)
https://timarit.is/issue/383154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (24.02.2012)

Aðgerðir: