Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 51
Létt krem og góð hreinsun Almenna reglan er að við notum flest aðeins léttari krem yfir vor- og sumartímann. Við snyrtifræðingar tölum um fjórar húðgerðir; eðlilega, þurra, blandaða og feita. Misjafnt er eftir húðgerð og ástandi húðarinnar hvernig við ráðleggjum um val á snyrtivörum. Allan ársins hring þarf að hreinsa húðina með andlitshreinsi sem hentar húðgerð og húðástandi kvölds og morgna. Þannig undirbúum við húðina fyrir kremin sem við notum. Ekki gerir mikið gagn að bera dýr og fín krem á óhreina húð. Sviti, fita og óhreinindi á yfirborði húðarinnar dregur úr virkni kremanna og dregur úr síun inn í húðina. n Það er hollt að hreyfa sig en líkamsræktin getur orðið að fíkn ef fólk er ekki á varðbergi Lífsstíll 51Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ ú verður að bæta úr þessu,“ sagði fararstjórinn í 52 fjalla hópnum alvarlegur á svip og benti á ræfilslegan bakpok- ann minn sem að framanverðu var reyrður með margslitinni skóreim. Þetta var um það leyti sem ég hætti að fara einförum á fjöll með svarta pokann á bakinu. Þarna var ég orð- inn hluti af 140 manna hópi fjall- göngufólks sem var hvert öðru fag- legra í ytra útliti. Bakpokarnir voru glansandi fínir og hvert stórmerkið af öðru blasti við þeim sem nenntu að lesa á pokana. S jálfur var ég með gamla skjóðu sem Síminn eða eitthvert álíka fyrir- tæki hafði gefið við- skiptavini á síðustu öld. Til að pok- inn rynni ekki út af öxlum mínum notaði ég skóreim. Eftir tiltal farar- stjórans ákvað ég að skipta um reim. Í stað þeirrar svörtu setti ég rauða reim sem tónaði vel við svart- an pokann. Þannig mætti ég í viku- lega fjallgöngu sem að þessu sinni var á Húsfell í Garðabæ. Ég gætti þess að láta fararstjórann merkja- prúða sjá breytinguna. Hann horfði á mig samúðaraugum. Ég skynjaði að rauða reimin var alls ekki nóg. Þ að sem eftir var göngunnar rýndi ég vandlega í alla bak- poka til að velja mér nýtt útlit að aftanverðu og koma orð- sporinu í lag. Það var á vitorði nokkurra í hópnum að ég stefndi ákveðið á fjallið Mont Blanc sumarið 2013. Í klifri mínu upp metorðastigann innan hópsins fann ég að þetta há- leita markmið lyfti mér í áliti. Með svartan sekk á bakinu og rauða reim að framanverðu náði ég aðeins að styrkja ímyndina gagnvart hinum með því að nefna Mont Blanc nógu oft. En ég var samt á meðal hinna lægstu. Ég var paríi í hópi fjallgöngugarpa sem geystust upp og niður fjallahlíðar með glans- andi tískumerki, allan hringinn. Það sem gat vegið upp bakpokann minn var að ég hafði haft vit á að skipta út einnota fjall- gönguskónum fyrir Scarpa-skó. E ftir þriðju fjallgönguna með svarta pokann á bakinu sá ég að við svo búið mátti ekki standa. Ég hafði samband við göngufélaga minn sem hafði ráð undir hverju rifi og rúmlega það og bar undir hann raunir mínar. Hann er afskaplega lífsreyndur einstak- lingur og á að baki fræga fjallgöngu á Mont Blanc. Í þeirri göngu hafði hann keypt nokkra bakpoka með útsaumuðu nafni fjallsins. Hann horfði á mig alvarlegur og mælti síðan: „Ég læt þig hafa svona bak- poka til varðveislu. Hann mun auka veg þinn mikið innan hópsins. Og ef þú nærð að klífa Mont Blanc máttu eiga hann,“ sagði göngufélaginn. Ég beygði af vegna góðmennskunnar. É g var ofurspenntur þegar leiðin lá á Skálafell á Hellisheiði. Á bakinu bar ég Mont Blanc-pok- ann sem var svo fagur ásýnd- um að mér fannst sem félagarnir í fjallahópnum stöldruðu við til að berja augum dýrðina á baki mér. Og ég var eitthvað svo léttur í spori. Líf- ið brosti við mér í gegnum stórhríð- ina á Hellisheiði. Nú voru að baki þeir dagar að fólk horfði samúðar- augum á bakið á mér. Ég var orðinn merkjafrík. „Rosalega er þetta flott- ur bakpoki,“ sagði konan fyrir aftan mig. Ég táraðist af gleði. Merkjafrík í fjallgöngu Þ egar kuldinn minnkar aftur núna með vorinu eykst raka- stigið í loftinu. Heitt loft ber með sér meiri raka en kalt loft og flest erum við farin að finna aðeins fyrir færri þurrkublett- um í andliti. Minna er um sprungnar varir og þurrar og sprungnar hend- ur. Við förum einnig smám saman að finna fyrir að yfirborðsþurrkur í húð- inni verður minni og húðin nær betra jafnvægi. Eins og við vitum svo vel í dag hefur sólin bæði jákvæð og neikvæð áhrif á húðina. Við þurfum því flest að breyta eitthvað húðumhirðu yfir heitasta árstímann, sérstaklega þegar kemur að vörnum fyrir húðina fyrir umhverfisáhrifum. Inga Kolbrún Hjartardóttir, skólastjóri Snyrtiskólans og Fótaaðgerðaskóla Íslands, gefur lesendum DV ráð um það hvernig hlúa á að húðinni þegar rakinn eykst og draga fer úr kulda. Hugað að húð- inni fyrir vorið Engin vörn undir SPF 20 Síðan er það sólin og hennar geislar. Flestir geislar sólarinnar eru infrarauðir geislar eða hitageislar en fleiri geislar koma líka frá sólinni, til dæmis UV-A og UV-B geislar. UV stendur fyrir ultraviolet eða útfjólublátt ljós. Sólarvarnarefni eru notuð í margar tegundir af snyrtivörum, til dæmis í dagkrem og í farða auk sólarvarna. Sólarvarnarkrem eru til í krem-, gel- og froðuformi. Sólarvarnarkrem eru einnig til bæði fyrir andlit og líkama, með vatnsvörn og sérhæfðari sólarvarnir eru seldar fyrir börn. Sólarvarnir eigum við að nota lengur yfir árið en bara yfir blásumarið. Sólarvarnir eru í raun varnir fyrir umhverfisáhrifum. Ég vil frekar kalla þetta umhverfisvarnir eða veðravarnir. Talið er að ein aðalorsök fyrir öldrunar- breytingum, hrukkum og æðasliti sé umhverfisáhrif og þá aðallega sólin. Mjög góðar upplýsingar um sólarvarnir, sól og húðkrabbamein eru inni á vef Landlæknisembættisins og einnig má leita til snyrtifræðinga. Sólarvarnir eru flestar merktar með SPF – „sun protector factor“ eða sólar- varnarstuðli. Þetta er stuðull sem notaður er á sólar- varnir og þýðir það magn af UV-geislum sem þarf á húð til að framkalla roða á óvarði húð. Því hærri SPF stuðull, því meiri vörn er það fyrir húðina. SPF- merkingar á sólarvörnum eiga eingöngu við um sólarvarnarefni fyrir UV-B geisla og er mjög mismunandi hvaða SPF- stuðull hentar hverjum og einum og fer það til dæmis eftir viðkvæmni húðar fyrir sól. Ég mæli ekki með neinni vörn undir SPF 20 en athuga þarf líka að vörnin verður að innihalda bæði sólarvarnarefni fyrir UV-B og UV-A geisla. Ekki falla fyrir gylliboðum Snyrtivörufyrirtæki eru stöðugt að koma með einhverjar „nýjungar“. Öll eru þau að bjóða það „besta“, „áhrifaríkasta“ og „nýjasta“ sem til er á markaðnum. Það sem þarf alltaf að hafa í huga er að það sem hentar einni húðgerð og húðástandi þarf alls ekki að henta einhverjum öðrum. Það vill stundum gleymast. Á snyrti- og spa-stofum landsins eru sérfræðingar sem kunna að meðhöndla húð hvers og eins á réttan hátt. Með því að fara í andlitsmeðferð og fá húðgreiningu fær viðskiptavinurinn fræðslu og ráðleggingar um húðgerð og húðástand sitt. Starf snyrtifræðinga snýst svo mikið um fræðslu og ráð- leggingar og í andlitsmeðferðum eru fundnar viðeigandi meðferðir fyrir viðskiptavininn, fundnar snyrtivörur sem henta, markmið fyrir meðferð og hverjar væntingar viðskiptavinarins eru varðandi árangur. Einnig fær viðskiptavinurinn ráð- leggingar um það hvernig hann á að meðhöndla húð sína heima til að ná sem bestum árangri. Inga Kolbrún Hjartardóttir skólastjóri Snyrtiskólans og Fótaað- gerðaskóla Íslands. Stundum heilbrigðan lífsstíl Drekkum nóg af vatni, borðum hollt fæði og hreyfum okkur. Aldrei verður góð vísa of oft kveðin. Þetta byggir húðina upp að innan. Húðin endurspeglar andlegt og líkamlegt heilbrigði. Notum djúphreinsi Það þarf að djúphreinsa húðina að minnsta kosti einu sinni í viku. Það er gert til að fjarlægja dauðar húð- frumur sem safnast saman og geta ýtt undir frekari yfirborðsþurrk. Með því að djúphreinsa húðina reglulega verður upptaka á virkum efnum í kremum einnig betri. 1 2 4 5 6 Sólbrúnkan er merki um skemmdir Fólk virðist ekki vera meðvitað um að þegar húðin fær brúnan húðlit vegna áhrifa sólar eru litafrumur húðarinnar að framkalla brúna húðlitinn til varnar því að húðfrumurnar verði fyrir varanlegum skemmdum. Þessar skemmdir í húðinni eru óaftur- kræfar. Roðann og brúna húðlitinn eru allt of margir bara mjög ánægðir með og telja þetta mikið hraustleikamerki. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.