Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 49
Viðtal 49Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 mínu einkalífi fyrir mig enda höfðum við verið saman í sex ár þegar það birtist frétt um að ég hefði frumsýnt nýja kærast- ann á Grímunni,“ segir hún en bætir aðspurð við að hún sé ekki viðkvæm fyrir slíku. „Þetta er bara partur af því að taka sig ekki of alvarlega. Svona frétt er ekki endir alheimsins. Maður verður að setja hlutina í stærra samhengi,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún hafi aldrei séð eftir því að hafa valið sér þennan starfsframa. „Það er nú bara fyndið að tala um frægð á Íslandi. Við erum bara 300 þús- und sem er eins og að búa í litlu þorpi þar sem allir heilsa þér. Ég er dugleg að ferðast sem ger- ir það að verkum að manni þyk- ir enn vænna um Ísland en ella. Við erum öll skyld, þetta eru allt frænkur mínar og frændur.“ Ekki fyllibyttu Aðspurð segir hún eflaust eitt- hvað til í því að karlmenn séu hræddir við hana. „Ég held samt ekki. Allavega minna í dag af því að ég er orðin dömulegri. Ég er samt svo sátt við það hver ég er með öllum mínum kost- um og göllum. Ég kvarta ekki. Karlmenn eru mjög almenni- legir við mig,“ segir hún bros- andi og bætir aðspurð við að þeir þurfti að vera skemmtileg- ir til að vekja hjá henni áhuga. „Ég er svo sem ekki með neinar fyrirfram ákveðnar kröfur. Jú, ég nenni ekki að deita fyllibyttu. Það er á hreinu. Hann þarf að vera í jákvæðum gír eins og ég. Það er allt og sumt. Útlit og fyrri störf skipta ekki jafn miklu máli. Heilbrigði skiptir mestu og þá aðallega þetta andlega.“ Meðfram gríninu hefur Helga leikið mikið fyrir börn. Hún leikur Lóu í Söngvaborg og hefur átt karaktera í Stund- inni okkar í fjölda mörg ár. Hún segir það öðruvísi að leika fyrir börn en fullorðna áhorfendur. „Þú þarft að setja þig í samband við barnið í sjálfum þér og vera hreinn og beinn. Sjálf er ég mik- ið barn í hjarta og mjög barns- leg og það er mér því mjög eðl- islægt að leika tíu ára barn,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún sé mikil barnagæla. „Þótt ég sé barnlaus er ég um- vafin börnum. Ég á tvær guð- dætur og systurdóttur sem ég er í miklum samskiptum við og er með herbergi hér heima fyrir þær til að koma og gista. Barn- eignir voru á döfinni þegar ég var í sambandi en maður ræður ekki lífinu. Það er nú bara svo- leiðis. Ég hef misst fóstur og er líklega orðin of gömul enda hef ég aldrei verið æst í að verða einstæð móðir. Mitt mottó er; „if you can’t get the one you love, love the one you’re with“. Það er ekkert flókið.“ Með kirkjugarð í maganum Andleg málefni eru Helgu afar hugleikin en hún hugs- ar bæði vel um líkama og sál. Hún hefur verið grænmet- isæta í meira en áratug og reynir að forðast hvítt hveiti og sykur. Hún segir margar ástæður liggja að baki þess- ari ákvörðun. „Ég er mjög oft spurð af hverju ég sé að þessu. Sérstaklega þegar ég er að veislustýra um helgar en það veitir bara skemmtilega æfingu í æðruleysi. Ástæðan er margþætt, bæði heilsufars- leg, andleg og líkamleg sem og af dýraverndunarsjónar- miðum. Mér líður betur fyr- ir vikið. Það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir hún og bætir við að hana langi aldrei í kjöt. „Ég var að velja mér álegg í búð og slysaðist til að lesa innihaldslýsinguna og þá var það búið. Seinna, þegar ég var að hugleiða, fór sá sem leiddi hugleiðsluna að tala um karma lögmálið. Hann spurði mig hvernig mér liði í kirkju- garði og svo hvernig mér fynd- ist að vera með kirkjugarð í maganum. Þá gerðist eitthvað innra með mér. Mér er alveg nákvæmlega sama hvað aðr- ir gera. Ef þú vilt borða kjöt er það vegna þess að líkami þinn kallar á það. Minn líkami kall- ar ekki á þetta og þar við situr. Þetta er ekkert merkilegra eða flóknara en það. Ég dæmi ekki aðra, það er langt því frá. Fólk má borða það sem það vill fyr- ir mér.“ Baráttan við fíknina Helga hefur áður viðurkennt að hafa barist við matar- og kaupfíkn. Hún er einnig hætt að drekka áfengi en seg- ir drykkjuna ekki hafa ver- ið vandamál. „Ég hætti áður en hún varð að vandamáli. Ég fór ekki í meðferð. Ég hætti bara af því að mér lík- aði ekki hvernig ég var far- in að drekka. Þetta er eins og með kjötið – farið,“ seg- ir hún og bætir við að líklega sé fíknargenið sterkt í henni. „Ætli við séum ekki flest með þetta fíknargen? Annars fók- usa ég ekki á fíkn heldur það að vera í sambandi við sjálfa mig. Það er allt í lagi að vera tómur að innan ef maður get- ur fyllt það af ljósi og kærleik. Hér áður fyrr var mun meiri spenna og óróleiki í mér. Ég er í miklu betra jafnvægi í dag,“ segir hún og bætir við að hún hafi eflaust huggað sig með mat á einhverjum tímabilum. „Við höfum öll einhvers kon- ar fíknarkviku sem við fyllum upp í í von um að deyfa til- finningar okkar. Þar hef ég verið og held að 90 prósent af fólki í hinu vestræna sam- félagi sé að reyna að forðast tilfinningar með sínu neyslu- brjálæði. Ég hef grínast með þessar fíkn mína í gegnum tíðina því þetta er eitthvað sem ég hef unnið í,“ segir hún og bætir við að í miðri súp- unni sé erfiðara að grínast með hlutina en þegar maður er kominn af stað í bata. „Þótt ég sé mikil pjattrófa þá nota ég ekki kreditkortin eins og brálæðingur eins og áður fyrr. Ég eyddi um efni fram og eins og með svo marga aðra með- virka einstaklinga treysti ég oft fólki sem reyndist ekki trausts- ins vert,“ segir hún og bætir við að hún hafi skrifað upp á lán fyrir vinkonu sína. „Það voru mín mistök. Hún neyddi mig ekki til að skrifa upp á en ég endaði með að þurfa að borga lánið. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar vorum gjörn á, að treysta fólki sem svo reyndist ekki traustsins vert. Við vor- um meðvirk. Og erum kannski enn en núna er tækifæri til skoðunar,“ segir hún og bætir við að líklega séu flestir ennþá að meðtaka það hrun sem varð í samfélaginu. „Við erum að biðja um ytri breytingar en verðum að muna að breyting- arnar byrja innra með okkur – það hvernig við dílum við okk- ur sjálf og umhverfi okkar.“ Guð er ást Helga er trúuð en sína trú byggir hún á barnatrúnni sem amma hennar á Hellis sandi gaf henni. „Ég hef alltaf verið spír- itisti. Hvorki mamma né pabbi voru trúuð en amma mín var það. Svo kom í ljós að ég ekki kirkjurækin. Ég trúi á guð en ekki endilega einhver ákveðin trúarbrögð. Með fullri virðingu fyrir þeim. Að mínu mati er lyk- illinn að okkar velferð sá að við sameinumst og lítum á okkur sem eitt. Þegar ég er að hug- leiða erlendis er mér mikilvægt að vera í hópi þar sem allir kyn- þættir og trúarbrögð samein- ast,“ segir hún og bætir við að hún sé bjartsýn á framtíðina. „Það er svo mikilvægt að gefa jákvæðni frá sér. Við verðum að hafa trú á því góða og setja fók- usinn á ástina og allt það sem sameinar okkur. Fyrir mér er guð ást og ekki rómantísk ást heldur kærleikur.“ Þegar hún er spurð um áhugamálin nefnir hún and- legu málefnin. „Ég er húmor- isti. Það er stutt í léttleikann og ég vil umgangast fólk sem tekur sig ekki of hátíðlega. Ég elska líka ferðalög og hesta en hestamennskan hefur legið í dvala síðan ég skildi. Það var eitthvað sem við gerðum sam- an. Ég veit samt að hestarnir eiga eftir að koma aftur. Innri friður gerir mig hamingju- sama. Þessi innri friðsæld. Ef við höfum hana verður allt skemmtilegt, líka að ryk- suga. Með tengingu við ástina í brjóstinu erum við tilbúin til að takast á við allt.“ „Barneignir voru á döfinni þegar ég var í sambandi en maður ræður ekki lífinu. Það er nú bara svoleiðis. Daðrari Helga segist vera mikill daðrari en þvertekur fyrir að hún sé einhver sérfræðingur. Hún segir karlmenn ekki hræðast sig þótt þeir hafi kannski gert það hér áður fyrr. MYND: SiGtrYGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.