Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað n Áralangar blekkingar n Markaðurinn og almenningur blekktur hvað varðaði stöðu Kaupþings n Fjórir ákærðir Blekkingar kaupþings og Ólafs Þ essi díll held ég var allur og það að sameiningunni, þetta var allt hannað miklu fyrr, það er alltaf talað um að það hafi verið hannað í skrif- stofunni hjá Sund í október 2002. [...] þetta var mjög snjallt, ég meina, þú veist, það getur vel verið að þetta sé 100% löglegt, auðvitað mega menn plotta um yfirtöku fyrirtækja, það er ekkert ólöglegt við það,“ sagði Sigur- jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis um sam- runa Búnaðarbankans og Kaupþings um vorið 2003. Tilvísunin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Búnaðarbankinn hafði verið seld- ur til S-hópsins, með Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson í broddi fylkingar, einungis nokkrum mánuðum áður, í janúar 2003. Með orðum sínum átti Sigurjón við það að þeir S-hóp- smenn hafi verið búnir að komast að samkomulagi við stjórnendur Kaup- þings, þá Sigurð Einarsson og Hreið- ar Má Sigurðsson, um að sameina bankana tvo áður en Búnaðarbank- inn var einkavæddur. Þetta hefur hins vegar aldrei verið sannað með óyggjandi hætti en mikil leynd hef- ur hvílt yfir þreifingum þeirra á milli í aðdraganda einkavæðingar Búnað- arbankans. Áralöng blekkingarsaga Fjórir af stjórnendum og hluthöfum Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafs- son og Magnús Guðmundsson, voru í vikunni ákærðir fyrir lögbrot sem snúast að hluta til um þær blekkingar sem þeir stunduðu sem stjórnend- ur bankans á árunum fyrir hrunið. Fjórmenningarnir eru allir ákærð- ir fyrir markaðsmisnotkun og um- boðssvik vegna hlutabréfaviðskipta katarska sjeiksins al-Thanis í Kaup- þingi í lok september 2008. Skoðun á fortíð fjórmenninganna þann tíma sem þeir stýrðu Kaupþingi, og jafn- vel enn fyrr í tilfelli Ólafs, sýnir hins vegar fram á þær miklu blekkingar sem þeir beittu til að ná markmið- um sínum í viðskiptum. Saga Kaup- þings um og eftir sameininguna við Búnaðarbankann um vorið 2003 er í reynd áralöng blekkingarsaga. Útilokar ekki blekkingarnar Afar líklegt er þó að orð Sigurjóns, sem vitnað er til hér að ofan, eigi við rök að styðjast. Tíminn sem leið frá kaupum S-hópsins á Búnaðarbank- anum og þar til sameining bankans og Kaupþings átti sér stað var svo skammur miðað við umfang þess- ara viðskipta að nær óhugsandi er að ekki hafi verið búið að leggja drög að samrunanum með meira en nokk- urra mánaða fyrirvara. Raunar kemst rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ekki sé hægt að úti- loka að þetta hafi verið raunin. Sú skoðun nefndarinnar byggir meðal annars á þeim orðum Sigurðar Ein- arssonar sem bar því við í skýrslu- töku að: „Ég man ég átti ítrekað fundi bæði með Björgólfi Thor og Björgólfi Guðmundssyni um þetta og þeir voru mjög áfram um það að Kaupþing og Landsbanki sam- einuðust. [...] síðan koma Ólafur Ólafsson og Hjörleifur Jakobsson að máli við mig með nákvæmlega sama erindi. Við hins vegar komum hvergi nálægt kaupunum.“ Rann- sóknarnefndin kemst að þeirri nið- urstöðu frá orðum Sigurðar að ekki sé „hægt að útiloka að haft hafi ver- ið samband við hann áður en samið var um sölu Búnaðarbankans til S- hópsins þó að Kaupþing hafi ekki komið beint nálægt kaupunum“. Óljós aðkoma þýsks banka Þá hefur því einnig verið haldið fram að Kaupþing hafi í reynd átt hluta- bréf þýska bankans Hauck & Auf- häusers í Búnaðabankanum. Tal- Blekkingarleikir Alvarlegasta blekkingin er líklega sú markaðsmisnotkun sem bankinn stundaði árum saman. Fjórir stjórnendur bankans hafa nú verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í einu slíku máli. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru tveir þeirra. Þeir sjást hér með Hjörleifi Jakobssyni, einum nánasta viðskipta- félaga Ólafs Ólafssonar, og Sóloni R. Sigurðssyni þegar sameining Búnaðarbankans og Kaupþings var kynnt í apríl 2003. MorgunBlaðið/Kristinn tilgangurinn og meðalið Ólafur Ólafsson hefur nú að minnsta kosti fjórum sinnum tekið þátt í blekkingarleikjum í viðskiptum sem hafa miðað að því að hann næði tilsettum árangri. Athafnamaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í al-Thani málinu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.