Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 30
Sandkorn E inn ástsælasti stjórnmálamað- ur Íslandssögunnar, Jón Bald- vin Hannibalsson, viðurkennir samneyti við átján ára vændis- konu, í kynferðislegu bréfi til unglingsstúlku, sem kærði hann fyrir áreitni. Þráinn Bertelsson, þingmað- ur Vinstri-grænna, varð æfur við frétt- irnar. Hann varð æfur yfir því að sagt hefði verið frá þessu. Þingmaðurinn fullyrti að tímaritið Nýtt Líf, sem birti umfjöllun um mál- ið, væri „… í gróðaskyni að hafa ær- una af Jóni Baldvini Hannibalssyni út af gömlum fjölskylduharmleik og dómgreindarbresti.“ Þóra Tómasdótt- ir, ritstjóri tímaritsins, er „miskunnar- laus“, samkvæmt yfirlýsingu hans, og blaðamennska hennar „langt handan mennsku og dómgreindar“. Líklega myndi það ekki gerast í neinu heilbrigðu lýðræðisríki að fjöl- miðlar sameinuðust um að stinga undir stól upplýsingum um að stjórn- málaleiðtogi og sendiherra hegðaði sér svona gagnvart unglingsstúlku og hefði þess utan játað að hafa verið í fylgd vændiskonu þar sem hann hélt ræðu vegna starfa sinna sem fulltrúi landsins. Ef sama gilti um leiðtoga á hægri væng stjórnmálanna yrðu lætin ekki minni, líklega meiri. Umburðarleysi og árásargirni Þrá- ins Bertelssonar gagnvart vestrænni fjölmiðlun er einkennandi fyrir við- brögð við slíkum uppljóstrunum hér- lendis, sérstaklega þegar fólk skiptir sér í lið. Viðhorf Þráins er líka dæmi- gert fyrir andstöðuna sem kemur fram þegar upplýsingar berast um að mikils virtur maður hafi brotið gegn mann- eskju í veikari stöðu í samfélaginu. Jón Baldvin er einn af merkilegustu stjórn- málamönnum Íslands. Hann var lykil- maður í því að Ísland varð hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu og hann tók djarfar og réttlátar ákvarðanir um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Það er því mikið valdamisræmi milli meints geranda og þolanda. Oft verða hin raunverulegu fórnarlömb að gerendum í umræðunni og hinn raun- verulegi gerandi verður fórnarlamb. Fólk í sömu stöðu og stúlkan kennir oft sjálfu sér um. Yfirlýsingar Þráins ýta undir það. Jón Baldvin er ekki fórnarlamb í málinu og Þóra Tómasdóttir eða ung- lingsstúlkan eru ekki gerendur. Það er ekki skylda stúlkunnar að þegja í þágu stjórnmálaleiðtogans. Og það er ekki hlutverk Þóru að grafa fréttir, heldur segja þær, sama þótt mikils virtir menn segi opinberlega að hún sé „langt handan mennsku“ og „miskunnarlaus“. Þráinn Bertelsson er ekki útvalinn til að halda upplýsingunum frá öðr- um. Jón Baldvin hefur beðist afsökun- ar á hegðun sinni gagnvart unglings- stúlkunni. Sumum mun þykja það nóg en öðrum ekki. Grundvallaratriðið er að það má segja frá. Við eigum í það minnsta að vera komin svo langt. Kristján formaður n Margir hafa horft til Krist- jáns Þórs Júlíussonar sem framtíðarleiðtoga Sjálfstæð- isflokksins. Kristján tap- aði á sínum tíma naum- lega fyrir Bjarna Bene- diktssyni, nú- verandi for- manni. Síðan hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og síður en svo er sátt um sitj- andi formann sem naum- lega stóð af sér formanns- slaginn við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem nýtur þess að vera með óflekk- aða fortíð. Nú er hermt að Kristján Þór stefni að því að verða annar varaformaður flokksins. Skytturnar þrjár n Það ræðst í marsmánuði hver verður annar varafor- maður Sjálfstæðisflokks- ins. Þótt vilji Kristjáns Þórs Júlíus sonar standi til þess að fá stólinn eru öflugir andstæðing- ar í veginum. Fyrstan ber að telja Tryggva Þór Herbertsson, félaga Krist- jáns í Norðausturkjördæmi, sem hermt er að vilji ólmur fyrirbyggja framgang flokks- bróður síns. Tryggvi Þór er einn nánasti félagi Bjarna Benediktssonar formanns og Illuga Gunnarssonar, næstráð- anda Bjarna. Sameiginlega eru þeir á tyllistundum kall- aðir skytturnar þrjár. Kjökrandi málpípa n Reglulega dúkkar Frið- rik J. Arngrímsson, málpípa LÍÚ, upp í Bítinu á Bylgjunni til að láta í það skína hve ómerkilegur pappír Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi for- seti Farmannasambandsins, sé í flestu og að útgerðar- menn sæti árásum. Mál- flutningur Friðriks er venju- lega sá að gefa til kynna með undirliggjandi gráttóni að Grétar kunni illa fótum sínum forráð í fjármálum og eigi ekki að tjá sig um fisk- veiðimál. Uppistand Friðriks var seinast á miðvikudag, daginn eftir að Grétar lýsti skoðun sinni á kvótanum. Atvinnulaus í fellihýsi n Jón Aðalsteinn Bergvins- son, blaðamaður Viðskipta- blaðsins, skrifaði harðorðan pistil um for- herta álits- gjafa. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi tók málið upp á Eyjunni og vitnaði þar sérstaklega í ummæli Jóns. „Verstir þykja mér þeir álits- gjafar í hópi fulltrúa skuld- settra heimila sem fengu yfir hundrað milljónir króna í neyslulán hjá bönkum til kaupa á einbýlishúsi, bíl eða tveimur og fellihýsi í ofaná- lag“ Fáum dylst að þarna er höggvið til Ólafs Arnarsonar, bloggara Björns Inga á Press- unni. Hætt er við að nú kólni á þeim bænum. Ég er ánægður Alltaf glaður í hjartanu þegar ég fæ bardaga Grétar Rafn Steinsson er trúlofaður enskri stúlku. – DV Bardagaíþróttamaðurinn Árni „úr járni“ berst í Dyflinni á laugardaginn. – DV Opinberun Jóns Baldvins„Það er ekki skylda stúlkunnar að þegja í þágu stjórnmálaleið- togans H ægt er að færa gild rök að þeirri niðurstöðu, að fjármálaeftir- lit og seðlabankastarfsemi eigi heima undir sama þaki og sömu stjórn, einkum í litlu landi. Hægt er einnig að leiða gild rök að gagn- stæðri ályktun, að fjármálaeftirlit eigi að vera óháð seðlabanka, einkum í landi með ósjálfstæðan seðlabanka. Sumar þjóðir kjósa að fara aðra leið- ina, aðrar kjósa hina. Danska fjármála- eftirlitið óskaði t.d. eftir að fá að sam- einast seðlabankanum, en stjórnvöld höfnuðu tillögunni af ótta við sam- þjöppun valds. Aðalatriðið er, að upp- lýsingar flæði greitt á milli stofnana. Hitt skiptir minna máli, hvort þær lúta sömu stjórn eða ekki. Sumir seðla- bankar vilja helst sleppa við málaferli, sem fylgja fjármálaeftirliti. Þrjár ástæður Almennar röksemdir af þessum toga eiga ekki vel við um Ísland eins og sak- ir standa. Þrennt veldur því. Í fyrsta lagi hefur Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen náð miklum árangri þau tæplega þrjú ár, sem hann hefur stýrt FME. Und- ir stjórn Gunnars hefur FME vísað 77 málum til sérstaks saksóknara, og fleiri mál eru á leiðinni. Því færi ekki vel á að hrófla við FME í miðjum klíðum eftir alþekktri reglu: „If it ain’t broke, don’t fix it.“ Komið hefur fram opinberlega, að alvarlegustu málin eru þegar komin í skjól hjá sérstökum saksóknara. Samt kunna ríkir hagsmunir að vera við það bundnir, að FME sendi ekki fleiri mál til frekari rannsóknar. Í annan stað er reynslan af fjár- málaeftirliti á vegum seðlabankans á fyrri tíð ekki góð. Það þarf ekki að koma neinum á óvart í ljósi umsagn- ar rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) um FME, sem var þá orðin sjálfstæð stofnun, en starfaði með gamla lag- inu fram að hruni. Seðlabankinn var rammpólitísk og meðvirk stofnun og er það enn, og fjármálaeftirlitið var sama marki brennt, þegar það var deild í bankanum. Ég lýsti vandanum svo í Morgunblaðinu 22. maí 1994: „Meiri hluti bankastjórnarinnar er enn sem fyrr skipaður sérlegum sendiherr- um stjórnmálaflokkanna. Yfirboðarar hennar hafa augljósan hag af því að hylja þann skaða, sem þeir eru sjálf- ir búnir að valda í gegnum banka- og sjóðakerfið í sameiningu.“ Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að FME hefði sent 77 mál til sér- staks saksóknara eftir hrun, ef eftir- litið væri ennþá deild í Seðlabankan- um? Ég held varla. Í því ljósi þarf að skoða áhuga Seðlabankans á að leysa FME til sín og einnig aðild aðstoðar- seðlabankastjóra að aðförinni að for- stjóra FME um daginn, aðför, sem virðist brjóta í bága við lög. Rannsaka þarf hugsanlega aðild Seðlabankans að þessari aðför. Í þriðja lagi hefur Seðlabankinn ekki náð þeim markmiðum, sem hon- um eru sett í lögum eins og lýst er í skýrslu RNA. Seðlabankanum ber skv. lögum að tryggja stöðugt verðlag. Það hefur honum ekki tekist. Verðbólgan er ennþá miklu meiri hér heima en í nálægum löndum og langt yfir aug- lýstu verðbólgumarkmiði. Seðla- bankanum ber einnig að lögum að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Allir vita, hvernig fór. Fjármálakerfið hrundi eins og spilaborg 2008, án þess að Seðlabankinn hefði birt í skýrslum sínum nokkrar viðvaranir um veilur í bönkunum. Seðlabankinn fær herfi- lega útreið í skýrslu RNA, en samt hef- ur ný stjórn bankans ekki enn látið rannsaka brestina í bankanum fram að hruni. Þeir menn, sem mótuðu stefnu bankans sem sérfræðingar fyrir hrun, fylgja nú sem stjórnendur sömu stefnu eftir hrun. Seðlabankinn var í reyndinni all- ur á bandi bankanna fyrir hrun. Tvö dæmi duga til að lýsa því. Þegar ég benti á mikinn vaxtamun í bönkun- um eftir einkavæðingu þeirra – þ.e. mikinn mun útlánsvaxta og innláns- vaxta – þrættu ekki bara bankarnir sjálfir fyrir þær opinberu tölur, sem ég lagði fram, heldur tók Seðlabank- inn undir með bönkunum. Samt voru tölurnar óyggjandi, þær komu frá AGS, auk þess sem það liggur í hlutarins eðli, að bankakerfi, sem þarf ekki að lúta erlendri samkeppni, býður upp á mikinn vaxtamun. Þegar ég spurði aðstoðarbankastjóra Seðlabankans á opinberum fundi í Háskóla Íslands 18. júní 2008 að því, hvers vegna Seðla- bankinn hefði lækkað bindiskyldu bankanna frekar en að hækka hana, eins og viðnám gegn verðbólgu hefði kallað á, sagði hann, að Seðlabankinn hefði lækkað bindiskylduna að vilja bankanna. Þetta þýðir, að Seðlabank- inn tók við tilmælum frá viðskipta- bönkunum, ekki öfugt. Heilbrigð stjórnsýsla Heilbrigð stjórnsýsla fækkar verkefn- um þeirra stofnana, sem ráða ekki við þau viðfangsefni, sem þær hafa þegar á hendi, frekar en að fjölga þeim. Fyrir- ætlun ríkisstjórnarinnar um að fella FME aftur undir Seðlabankann er frá- leit og beinlínis hættuleg eins og sakir standa. Áður en tímabært getur orðið að sameina FME og Seðlabankann, þarf FME að fá frið til að ljúka því verki, sem þar er nú unnið, og Seðlabankinn þarf að sýna fram á árangur við að ná sínum markmiðum. FME og Seðlabankinn „Seðlabank- inn var í reyndinni allur á bandi bankanna fyrir hrun Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason Árangur „Undir stjórn Gunnars hefur FME vísað 77 málum til sérstaks saksóknara, og fleiri mál eru á leiðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.