Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 10
SjálfStæðiSmenn vilja dreifa valdi 10 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað n Fimm orðaðir við nýtt embætti annars varaformanns flokksins Ú tlit er fyrir nokkurn slag um nýtt embætti annars vara- formanns Sjálfstæðisflokks- ins sem kosinn verður um á flokksstjórnarfundi 17. mars næstkomandi. Fimm hafa verið orð- aðir við embættið en það eru þau Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Jens Garðar Helgason, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi í Árborg, og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður flokksins. Þá hefur lögreglumaður- inn og mannvinurinn Geir Jón Þóris- son óvænt tilkynnt um að hann gefi kost á sér til embættisins. Geir Jón segir í samtali við DV að rödd hins almenna borgara þurfi að heyrast betur innar í flokknum. „Ég vil sjá hvort áhugi sé fyrir mínum starfskröftum á þessum vettvangi.“ Nánar er rætt við hann á baksíðu DV. Eyþór Arnalds sagðist í samtali við DV ekki sækjast eftir embættinu. „Ég er ekki að sækjast eftir þessu embætti þótt það hafi orðað við mig,“ sagði hann. Aldís hefur þegar boðað fram- boð, sem og Jens. „Ég býð mig fram sem sveitarstjórnarmaður,“ segir hún og bætir við að með embættinu sé verið að breikka forystu flokksins. Sjálf telur hún skynsamlegt að ann- ar varaformaður komi úr einhverj- um af sveitarstjórnarflokkum Sjálf- stæðisflokksins. „Fulltrúarnir eru mjög margir um allt land og sitja víða í hreinum meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Sömu aðilar eru mjög oft kjölfestan í starfi flokksins á hverjum stað fyrir sig,“ segir Aldís. Jens tekur í sama streng og segist hafa heyrt á mönnum innan flokksins að eðlilega ætti áhersla að vera á að fá sveitar- stjórnarmann í embættið. Þannig fengist aðili úr öðrum hluta flokksins en þingflokknum. Aðspurður segist Kristján Þór Júlí- usson vera að íhuga framboð: „Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um það en er að kanna stuðning um það. Ég tek ákvörðun um það á næstu dög- um.“ Nýtt embætti Á síðasta landsfundi flokksins var samþykkt að kosið yrði í fyrsta skipti í nýtt embætti annars varaformanns á vettvangi flokksstjórnar. Þá skilaði svokallaður framtíðarhópur tillögum að breytingum á skipulagsreglum flokksins. Markmið hópsins var með- al annars að auka valddreifingu í Sjálf- stæðisflokknum. „Annar varaformað- ur flokksins er formaður miðstjórnar sem ber ábyrgð á framkvæmdastjórn flokksins. Í því felst ábyrgð á öllu innra starfi flokksins, eftirlits- og úrskurðar- vald um framkvæmdir á hans veg- um, hefur umráð eigna og gætir þess að skipulagsreglum sé fylgt,“ segir í skýrslu framtíðarhópsins sem Krist- ján Þór leiddi. „staðnaðar stofnanir“ „Vissulega væri auðveldast fyrir stjórnmálamenn og -flokka að kenna ósanngjarnri umræðu um ástandið en það væri ekki sannleikanum sam- kvæmt,“ segir í ávarpi Kristjáns sem hann skrifaði í tilefni af birtingu skýrslu framtíðarhópsins. Þá seg- ir enn fremur: „Staðan er einfald- lega þannig að í hugum fjölmargra landsmanna eru stjórnmálaflokk- arnir ólýðræðislegar, miðstýrðar og staðnaðar stofnanir þar sem leynd- arhyggja og tillitsleysi fyrir skoðun- um almennra flokksmanna ræður ríkjum. Á sama hátt einkennast ís- lensk stjórnmál um of af tilgangs- lausu karpi á Alþingi og í sveitar- stjórnum um hluti sem þykja skipta litlu máli og „stjórnmálastarf“ er orð- ið að samheiti yfir endalausan spuna þar sem tilgangurinn virðist sá einn að koma höggi á pólitíska andstæð- inga.“ Núverandi skipulagsreglur Sjálf- stæðisflokksins voru fyrst samþykkt- ar árið 1979. Þeim hefur þó verið breytt nokkrum sinnum á undan- förnum árum, síðast árið 2009 og svo á landsfundi flokksins í nóvember 2011. Þau eru nefnd Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Árborg „Ég er ekki að sækjast eftir þessu embætti þótt það hafi verið orðað við mig,“ segir Eyþór í samtali við DV. Kristján Þór Júlíusson Alþingismaður „Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um framboð en er að kanna stuðninginn. Ég tek ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Kristján í samtali við DV. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hveragerðis „Já, ég ætla að bjóða mig fram. Ég held að það myndi styrkja forystu flokksins ef sveitarstjórnarmaður myndi skipa þetta embætti,“ segir Aldís í samtali við DFS, fréttablað Suður- lands. Jens Garðar Helgason Oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Fjarðabyggð „Ástæða þess að ég býð mig fram til annars varaformanns er að ég trúi því einlæglega að með því að velja sveitarstjórnarmann til forystu í Sjálfstæðisflokknum þá muni forysta flokksins breikka og betri tengsl skapast við grasrótina,“ segir í tilkynn- ingu frá Jens. Geir Jón Þórisson Yfirlögregluþjónn „Ástæða þess að ég gef kost á mér í þetta stóra verkefni er einlægur áhugi minn og vilji til að láta gott af mér leiða Reynsla mín af fyrri störfum og djúp þörf til að koma þjóðþrifamálum í framkvæmd hvetur mig einnig til að stíga þetta stóra skref. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég er ekki að sækjast eftir þessu embætti þótt það hafi orðað við mig. Klappað fyrir forystunni Annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins á að efla innra starf og breikka forystu flokksins. Nýjar rannsóknir: Fundu merki um olíu Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu sýna ummerki um olíu frá júra- tímabilinu á hafsbotni og staðfesta tilvist jarðlaga frá miðlífsöld, segir á vef Orkustofnunar. Tvö fyrirtæki, norskt og breskt, staðfesta þetta. Á vef Orkustofnunar segir að nýju sýnin gefi spennandi innsýn í olíu- jarðfræði Drekasvæðisins. Nú þarf hins vegar að komast að því hvort olían er nothæf og vinnanleg. Á vef Orkustofnunar segir að set- bergi frá ýmsum tímum miðlífsald- ar (fyrir 250 til 65 milljónum árum síðan) hafi verið safnað.  Engin sýni eldri en 50 milljóna ára höfðu verið tekin á svæðinu með borun eða öðrum aðferðum fyrir síðasta sumar og koma til viðbótar við niðurstöður úr rannsókn norsku Olíustofnunarinnar en önnur jarð- lög fundust í þessari rannsókn. Ummerki um olíu úr móðurbergi frá júra-tímabilinu (fyrir 200 til 150 milljónum árum síðan) fundust sem staðfesta að það sé virkt kolvetnis- kerfi á Drekasvæðinu. Ítarleg skýrsla um rannsóknirnar er fáanleg frá TGS og VBPR gegn gjaldi. Skýrslan hefur þýðingu fyrir yfirstandandi útboð sérleyfa á Drekasvæðinu, en nú er rétt rúmur mánuður til stefnu þannig að þessar upplýsingar koma seint fram í ferlinu. Lést í bílslysi Íslenski pilturinn sem lést í bíl- slysi í Tansaníu sl. laugardag hét Gunnar Örn Gunnarsson. Hann bjó í Helsingborg í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og var 22 ára. Gunnar Örn var ásamt tveimur dönskum vinum sínum á ferðalagi, en þeir höfðu reynt að klífa fjallið Kilimanjaro. Á vef mbl.is kemur fram að til- drög slyssins voru þau að tvær stórar jeppabifreiðar, önnur full af farþegum, skullu saman á sveitavegi skammt frá bænum Kikatiki, í nágrenni við Kilim- anjaro-þjóðgarðinn. Einn vina Gunnars mun hafa kastast út úr bílnum og orðið undir honum. Í kjölfarið kviknaði í eldsneyti sem lak úr bifreiðunum og tókst Gunnari Erni, með hjálp annars vinar síns, að draga félaga sinn undan flakinu og slökkva eldinn. Meðan beðið var eftir hjálp með þyrlu hneig Gunnar Örn skyndi- lega niður og missti skömmu síðar meðvitund, vegna innvort- is blæðinga og höfuðmeiðsla. Hann lést áður en komið var á sjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.