Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 26
26 Úttekt 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað B réfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar og ásakan- ir um kynferðislega áreitni gagnvart Guðrúnu Harðar- dóttur hefur ítrekað borið á góma undanfarin tólf ár. Orðrómur um alvarleg brot Jóns gagnvart stúlk- unni er meðal ástæðna þess að Jón Baldvin fékk slæma útreið í prófkjöri Samfylkingarinnar árið 2009. Kom- ið var í veg fyrir að Jón Baldvin tæki heiðurssæti á lista Samfylkingarinn- ar árið 2007 vegna málsins sem var í meðferð yfirvalda um það leyti sem valið var á framboðslista flokksins snemma árið 2007. Nafnlaust bréf Allavega einum meðlimi stjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík barst nafnlaust bréf heim til sín í byrj- un desember þar sem Jón Baldvin Hannibalsson er sakaður um kyn- ferðisbrot gegn móðurlausri frænku sinni. Bréfið var sent stuttu eftir að fram kom að félagið hygðist boða til námskeiðs um innihald rannsókn- arskýrslu Alþingis á orsökum og af- leiðingum hrunsins. Bréfið var rætt á stjórnarfundi og var Kjartani Val- garðssyni, formanni félagsins, falið að kanna málið. Samkvæmt heim- ildum DV kom til greina að hætta við námskeiðið eða finna nýjan leið- beinanda en þar sem ásakanirn- ar bárust í nafnlausu bréfi og ekki gekk að staðfesta það sem fram kom í bréfaskriftum varð niðurstaðan sú að halda námskeiðið óbreytt. „Stjórninni barst nafnlaust níð- bréf þar sem varað var við því að Samfylkingin fæli manni sem hefði verið kærður sem kynferðisafbrota- maður forstöðu fyrir námskeiðinu. Stjórnin fjallaði um málið og þar sem enginn gaf sig fram sem höfundur bréfsins, til að standa fyrir málinu, var ákveðið að stjórnin gæti ekki lát- ið nafnlaust níðbréf ráða niðurstöðu málsins,“ segir Jón Baldvin um mál- ið. „Við ákváðum að breyta ekki fyrri ákvörðun,“ segir Kjartan Valgarðs- son, formaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar DV leitaði til hans. Eintak af sama bréfi var sent á fleiri staði, þar á meðal fjölmiðla. Ingibjörg beitti sér gegn Jóni Innan Samfylkingarinnar var hóp- ur nátengdur Magðalenu Schram, móður Guðrúnar Harðardóttur, kon- unnar sem sakað hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, um kynferðislegt of- beldi, sem var fullkunnugt um málið, hafði séð bréfaskriftir Jóns Baldvins til stúlkunnar og lagði mikla áherslu á að Jóni Baldvini yrði ekki gert hátt undir höfði innan flokksins. Þar á meðal var Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, en hún og Magðalena voru miklar vinkon- ur. Samkvæmt heimildum DV mun Ingibjörg fyrst hafa heyrt orðróm um hugsanleg brot Jóns Baldvins áður en hún varð formaður, en fengið að- gang að bréfunum nokkuð seinna. Óljóst er hvernig, hvenær og hvaðan hún fékk þau en vegna trúnaðar við fjölskyldu Guðrúnar mun hún ekki hafa gert málið opinbert. Hún beitti sér þó af krafti innan flokksins gegn hvers konar tilraunum til að ýta und- ir vinsældir eða virðingu Jóns Bald- vins. „Ég vil ekki blanda mér inn í þetta mál að svo stöddu,“ sagði Ingi- björg þegar DV hafði samband við hana vegna málsins. Úrsögn tengdist bréfum Jóns til Guðrúnar Úrsögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur úr Samfylkingunni í Reykja- vík er bein afleiðing af andúð henn- ar á Jóni Baldvini vegna bréfaskrifta hans sem og ásakana um að hann hafi misnotað Guðrúnu kynferðis- lega. „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar og utanríkisráðherra, sagði sig úr Samfylkingarfélaginu í Reykja- vík í vikunni, samkvæmt heimildum DV. Sömu heimildir herma að ein af ástæðum úrsagnarinnar sé að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokks- ins, hafi verið fenginn til að halda námskeið um rannsóknarskýrslu Alþingis á vegum Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar,“ segir í frétt DV af úrsögn Ingibjargar. Samkomulag um að Jón Baldvin drægi sig í hlé Samkvæmt heimildum DV gerðu þau Ingibjörg Sólrún og Jón Bald- vin með sér „heiðursmannasam- komulag“ í kringum kosningar árið 2007 vegna málsins. Samkomulagið mun hafa snúið að fráhvarfi hans af lista og um að hann hefði sig hægan. Bæði Jón Baldvin og Ingibjörg neita að nokkurt samkomulag hafi verið gert. Hins vegar hefur DV traustar heimildir fyrir því að samkomulag hafi verið gert og aðeins örfáir aðil- ar í efstu lögum Samfylkingarinnar hafi komið nærri því. Auk Ingibjargar og Jóns Baldvins mun Dagur B. Egg- ertsson hafa verið viðstaddur samtal Ingibjargar og Jóns en DV getur ekki staðfest aðra sem nefndir hafa verið til sögunnar. Ekki náðist í Dag B. Egg- ertsson vegna málsins, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. Í samtali við Stöð 2 í febrúar árið 2007 sagði Jón Baldvin að sér hafi um áramótin áður verið boðið að taka heiðurssæti á lista Samfylkingarinn- ar í Reykjavík. Segir Jón Baldvin að formaður Samfylkingarinnar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hafi hins vegar dregið það boð til baka á fundi sem þau áttu í kjölfar viðtals við Jón Baldvin í þættinum Silfri Egils. Í sömu umfjöllun kemur fram að Ingi- björg segir ekkert boð hafi verið aft- urkallað og að framkoma Jóns í Silfri Egils hafi ekkert með málið að gera. Heimildarmenn DV segja að viðtal Jóns Baldvins við fréttastofu Stöðvar 2 þar sem hann segir Ingi- björgu Sólrúnu hafa dregið tilboð um heiðurssæti til baka hafi einmitt verið brot á þessu samkomulagi og að raunveruleg ástæða þess að hann var strokaður af framboðslista Sam- fylkingarinnar hafi einmitt verið bréfaskriftir hans til systurdóttur eig- inkonu sinnar en ekki viðtal í Silfri Egils. Strokaður úr heiðurssæti Í dag hefur Jón Baldvin aðra sögu að segja um málið en þá sem hann gaf fréttastofu Stöðvar 2. Í samtali við DV sagðist hann hafa afþakkað boð um heiðurssæti á lista Samfylkingarinn- ar þegar Ingibjörg hafði að því frum- kvæði. Þetta er á skjön við fyrri yfir- lýsingar hans í fjölmiðlum þar sem hann segir Ingibjörgu hafa dregið boðið til baka. „Það mál er þannig til komið að sú sem hafði frumkvæði að því að bjóða mér heiðurssætið var Ingibjörg Sólrún og ég hló við og sagði að ég liti ekki svo á að ég væri kominn á nægilega þroskaðan aldur og afþakkaði,“ segir Jón Baldvin í dag um málið við blaðamann DV. Ingibjörg neitar samkomulagi „Það þarf heiðursmenn til að gera heiðursmannasamkomulag,“ svar- aði Ingibjörg þegar DV spurði hana út í málið. Þá vildi Jón Baldvin ekki kannast við neitt slíkt samkomulag. „Ég veit ekki einu sinni um hvað er verið að tala,“ sagði Jón þegar blaða- maður bar málið undir hann. Þau hafa þó ekki alltaf deilt sín á milli innan Samfylkingarinnar og sú var tíðin að jafnvel mátti halda fram að gott væri á milli Jóns og Ingibjargar. Nefna má að árið 2003 hélt Jón Bald- vin ræðu í sumarferð Samfylkingar- innar. Hátt í fimm hundruð flokks- félagar Samfylkingarinnar hittust þá á landi foreldra Björgvins G. Sigurð- arsonar, þingmanns Samfylkingar- innar, að Skarði í Gnúpverjahreppi, grilluðu og áttu góðar stundir. Þar mun Ingibjörg hafa kynnt ræðu Jóns Baldvins og klappað hann upp. Að sögn gests í grillveislunni var svo gott á milli þeirra að tekið var eftir því hvað Ingibjörg Sólrún „snobbaði fyr- ir Jóni Baldvini.“ Slæm útreið í prófkjöri 2009 „Já, ég kannast við að orðrómur af þessu máli var nýttur gegn mér bæði í aðdraganda kosninga árið 2007 og vegna prófkjörs árið 2009,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson að- spurður hvort ásakanir um kyn- ferðislega áreitni hafi haft áhrif á brautargengi hans innan Samfylk- ingarinnar. Jón Baldvin endaði í þrettánda sæti í prófkjöri flokks- ins fyrir kosningar árið 2009. Sam- kvæmt lýsingu heimildarmanns sem var á staðnum mun Jón Bald- vin hafa beðið spenntur eftir til- kynningu um fyrstu tölur. Þá mun Baki snúið í Jón Baldvin „Það þarf heiðurs- menn til að gera heiðursmannasam- komulag. n Jón Baldvin sviptur heiðurssæti n Ingibjörg Sólrún og Jón Baldvin gerðu samkomulag n Bréfunum dreift 1939 Jón Baldvin Hannibalsson fæðist. 1958 Jón Baldvin verður stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík. 1959 Jón Baldvin kvæntist Bryndísi Schram. 1959 Jón Baldvin og Bryndís eignast dóttur, Aldísi. 1963 Jón Baldvin útskrifast með M.A. í hagfræði, sögu og stjórnlagafræði frá Edinborgarháskóla. 1963–1964 Jón Baldvin fer í fram- haldsnám í vinnumark- aðshagfræði við Stokk- hólmsháskóla. 1964–1967 Jón Baldvin starfar sem blaðamaður við Frjálsa þjóð. 1964–1970 Jón Baldvin starfar sem kennari í Haga- skóla í Reykjavík. 1965 Jón Baldvin fær próf í uppeldis- og kennslu- fræðum HÍ. 1966 Jón Baldvin og Bryndís eignast annað barn, Glúm. 1968 Jón Baldvin og Bryndís eignast þriðja barnið, Snæfríði. 1970 Jón Baldvin og Bryndís eignast fjórða barnið, Kolfinnu. 1970–1979 Jón Baldvin verður skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði. 1976–1977 Jón Baldvin fer í fram- haldsnám við Harvard- háskóla (Center for European Studies) í Bandaríkjunum. 1979–1982 Jón Baldvin verður ritstjóri Alþýðublaðsins. 1982–1987 Jón Baldvin verður alþingis- maður. 1984 Guðrún Harðar- dóttir fæðist. Jón Baldvin er þá 45 ára. 1987–1988 Jón Baldvin verður fjármálaráð- herra. 1988–1995 Jón Baldvin verður utanríkis- ráðherra. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Landsfundur 2007 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni stuttu eftir að komið var í veg fyrir að hann tæki heiðurssæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.