Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 vetrardagar Þú velur 2 aðalrétti af 14 á matseðli og greiðir eingöngu fyrir báða réttina Sticky Wings 12 stk. kjúklingavængir Fiskur og franskar Gringo kjúklingavefja Grillhúss Rock Rolls Sesar salat Sesar salat með kjúkling Route 66 Grillhússborgarinn Alvöru ostborgari Tex-Mex hamborgari West Side Story borgari Blue Moon borgari Classic Rock borgari Rock‘n roll svínarif ½ skammtur 2FYRIR 2500 Funheitir Nú gerum við okkur glaðan dag Gril lhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, www.gri l lhusid.is GRRRillandi gott í allan vetur n Þrjár konur skipa efstu sætin í könnun DV um hver eigi að verða næsti biskup Íslands A tvikalýsing alvarlegrar lík- amsárásar sem átti sér stað á heimili konu aðfaranótt 22. desember varpar ljósi á grimman veruleika undir- heima Reykjavíkur. Fjórir einstak- lingar sem tengjast Hells Angels sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, þar á meðal Einar „Boom“ Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi. Einar sagði í viðtali við DV í desember að hann væri á móti „óþarfa ofbeldi“. Ætlaði að skera úr hárlengingar Einn meintra árásarmanna er Andrea Kristín Unnarsdóttir en hún hef- ur tengsl inn í samtökin. Hún notar nafnið Andrea „slæma“ stelpa á Fa- cebook-síðu sinni og hefur ítrekað komið Hells Angels til varnar í kom- mentakerfum fjölmiðla þegar fjallað er um samtökin. Andrea hefur játað að hafa verið á staðnum og hafa rif- ið í hár konunnar, sparkað í hana og kýlt hana í andlitið. Hún hefur einn- ig játað að hafa tekið upp hníf og ætl- að að skera úr henni hárlengingar en þá hafi hún óvart skorið í höndina á henni. Hún neitar sök að öðru leyti. Hinir aðilarnir viðurkenna að hafa verið á staðnum en neita að tjá sig frekar um málið. Látin neyta fíkniefna Árásin var tilkynnt lögreglu aðfara- nótt 22. desember en tilkynnt var um slagsmál í tilteknu húsi og að einn væri meðvitundarlaus. Þegar lögregla kom á staðinn sá hún konu liggja meðvitundarlausa á gólfinu. Árásin var hrottaleg og aðkoman í íbúðinni var ljót. Blóð og hárlokkar úr konunni voru á víð og dreif um íbúðina. Fórnarlambið lýsti því fyrir lög- reglu að þrír einstaklingar hefðu ruðst inn á heimili hennar og ýtt vini henn- ar sem var gestkomandi út úr íbúð- inni og læst. Einn þeirra var Andrea sem hún hafði átt í deilum við en hin- ir tveir árásarmennirnir voru grímu- klæddir. Þau hefðu svo sparkað í hana liggjandi, bæði í höfuð og líkama, og tekið hana kverkataki. Þau hefðu lamið hana með plastkylfu, reynt að klippa af henni fingur með klippum auk þess sem hníf var beitt og hann meðal annars lagður að hálsi henn- ar. Þá hefði hún verið beitt grófu kyn- ferðisofbeldi þar sem fingrum var stungið upp í endaþarm hennar og leggöng og klipið á milli. Enn fremur hefði því verið hótað að skera á milli legganga hennar og endaþarms og hún verið látin neyta fíkniefna. Ótrúverðugar skýringar Einar er grunaður um að hafa skipu- lagt árásina, en samkvæmt gæslu- varðhaldsúrskurði Hæstaréttar var Einar í miklu símasambandi við árás- arfólkið fyrir og eftir árásina. Einar vill hins vegar meina að erindi þeirra við hann hafi verið að fá ráðlegging- ar varðandi mótorhjól sem fórnar- lambið átti að hafa tekið frá Andreu og að hann ætlaði að lána þeim bíl. Í úrskurðinum kemur fram að lög- regla hafi sterkan grun um að Einar eigi aðild að málinu og að hann sé sá sem hafi skipulagt og stýrt atburða- rásinni. Skýringar hans séu ekki trú- verðugar og standist ekki í ljósi fram- burðar annarra og rannsóknargagna almennt. „Veiðileyfi“ gefið með SMS Fórnarlamb árásarinnar sagðist við skýrslutöku ekki vera í vafa að Einar hefði verið sá sem fyrirskipaði árás- ina. Þau hefðu verið í símasambandi vegna ágreinings á milli hennar og Andreu Kristínar. Í samtali þeirra hefði Einar vænt hana um að hóta sér og eða einstaklingum sem hann léti sig varða. Hún hefði hins vegar ekki áttað sig á því að í því sem hún sagði hefðu falist hótanir. Hún hefði því spurt hvort hann tæki því þannig að hún væri að hóta honum, konu hans og börnum. Hann hefði þá ítrekað að hún væri að hóta fjölskyldunni. Einar hefði einnig hótað henni símleiðis kvöldið fyrir árásina, að fé- lagar í Hells Angels myndu valda henni líkamlegum skaða. Í síma And- reu sæist að hún hefði sent nokkrum félögum sínum SMS-skeyti, í aðdrag- anda árásarinnar, þar sem hún segði að gefið hefði verið út „veiðileyfi“ á fórnarlambið. Skreið alblóðug og opnaði Vinur konunnar tjáði lögreglu að hann hefði verið í heimsókn hjá henni þeg- ar tveir menn og ein kona hefðu ráðist inn í íbúðina. Honum hefði verið ýtt út úr íbúðinni og hann læstur úti. Hann hefði verið fyrir utan í smátíma þegar hann hefði séð árásaraðilana yfirgefa íbúðina og læsa á eftir sér. Hann hefði svo bankað á hurðina og fórnarlamb- ið komið skríðandi alblóðugt og opn- að fyrir honum. Í kjölfarið hefði hann fengið að hringja í Neyðarlínuna hjá nágrönnum þar sem árásaraðilarnir hefðu tekið síma hans. Hann gat lýst einum árásarmann- anna sem litlum, hálfsköllóttum með rauðbirkið hár, og nafngreint árásar- konuna en gat ekki lýst þeim þriðja sem huldi andlit sitt. Jafnframt að fólkið hefði flúið af vettvangi á rauðri bifreið og fór lögregla í kjölfarið að heimili árásarkonunnar þar sem bif- reiðin var. Andrea og maðurinn voru handtekin á staðnum. Rannsókn málsins er nú lokið fyrir utan að beðið er eftir niðurstöðum úr DNA-rannsóknum og gögnum sem óskað var eftir frá samskiptasíðunni Facebook. Mildi að ekki fór verr Málið hefur verið sent til ríkissak- sóknara sem mun taka ákvörðun um saksókn. Brot þau sem fólkið er sak- að um varða allt að 16 ára fangelsi. Um er að ræða mjög fólskulega atlögu þar sem ruðst var inn á heimili brota- þola og ráðist á konuna með sérstak- lega hættulegri aðferð. Sú aðferð sem notuð hafi verið þyki sérlega vítaverð og mildi að ekki hafi farið verr. Þá sé óhætt að segja að árás sem þessi sé til þess fallin að hafa veruleg áhrif á sál- arheill manna. Einar, Andrea og hinir aðilarnir tveir sitja nú í gæsluvarðhaldi en það rennur út þann 14. mars. „Hún hefur einnig játað að hafa tek- ið upp hníf og ætlað að skera úr henni hárleng- ingar en þá hafi hún óvart skorið í hendina á henni. Gáfu „veiðileyfi“ á fórnarlambið Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Taldi fórnarlambið hafa hótað „fjölskyldunni“ Forsetinn Einar „Boom“ Mar- teinsson, forseti Hells Angels, hefur alltaf þrætt fyrir að sam- tökin tengist glæpastarfsemi. B ónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöru- verðsverslunum og fjórum stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og Ísafirði mánudaginn 20. febrúar. Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni. Hæsta verð- ið var oftast að finna hjá Samkaupum- Úrvali, eða í um helmingi tilvika. Í yfir helmingi tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði allt að 25 pró- sent og í þriðjungi tilvika var á milli 25 til 50 prósenta verðmunur. Þetta kem- ur fram í frétt um könnunina á vef ASÍ. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til hjá Hag- kaupum, 104 af 110, næstflestar hjá Fjarðarkaupum, eða 101, Nóatún og Samkaup-Úrval áttu til 94. Fæstar vör- urnar í könnuninni voru fáanlegar í Bónus, eða 81, Nettó átti 85 og Krón- an 92. Í könnuninni var meðal annars skoðað verð á Triple action-tann- kremi frá Colgate. Það var dýrast á 5.427 kr./l. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrast á 2.450 kr./l. hjá Bónus. Verð- munurinn er 2.977 krónur, eða 122 prósent. n 3.000 kr. munur á lítraverði á tannkremi Bónus ódýrast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.