Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Qupperneq 55
Sport 55Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 Arsenal er litla liðið í Lundúnaslagnum S tórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, sem fer aftur af stað eftir bikarhlé, verður háður á Emirates-vellinum þar sem Norður-Lundúna- slagurinn á milli Arsenal og Totten- ham fer fram. Undanfarin ár hefur Tottenham verið að saxa á forskot nágranna sinna og nú er svo kom- ið að Arsenal er litla liðið fyrir leik- inn á sunnudaginn. Tottenham situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig en Wenger og strák- arnir hans hafa tíu stigum minna. Tottenham vann fyrri leik liðanna á tímabilinu, 2–1, á heimavelli og fær því tækifæri til að taka „tvenn- una“ í ár. Það hefur ekki gerst síðan á fyrsta tímabili úrvalsdeildarinnar, 1992/1993. Tottenham-menn trúa Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ekki gefist upp í baráttunni um enska meistaratitilinn en ætli liðið að eiga áfram möguleika á að sá draum- ur rætist verður liðið að leggja Arse- nal um helgina. Liðsmenn Totten ham eru kokhraustir enda engin ástæða til annars. Sóknarmaðurinn Jermaine Defoe er handviss um að þeir hvítu geti tekið þrjú stig á sunnudaginn. „Þetta verður erfiður leikur en ég er auðvitað fullur sjálfstrausts vegna þess hvernig við erum að spila. Við erum með virkilega sterkan hóp og allir eru að spila vel. Það eru allir að gera sitt í leikjum og baráttuandinn er mikill. Það er alltaf mikilvægt ef þú ætlar þér að gera eitthvað í þessum bolta. Við eigum alla möguleika á að ná í þrjú stig í þessum leik,“ segir Jer- maine Defoe. Stefnir á fjórða sætið Eftir að vera slegið úr bikarkeppninni og vera sama sem úr leik í Meistara- deildinni er ljóst að Arsenal verður titlalaust í átta ár. Wenger hefur þó sett upp baráttuna um fjórða sætið í deildinni sem titilbaráttu. „Fólk er alltaf að spyrja um þessa titla en fyrsti titilinn sem við þurfum að vinna er fjórða sætið í deildinni og það er enn möguleiki. Það er algjört lykilatrið- ið að við náum fjórða sætinu þannig að við einblínum á það,“ segir Wen- ger sem er tíu stigum á eftir nágrönn- unum. „Okkur vantar marga menn,“ bæt- ir hann við. „Stóra leikmenn líka. Við erum komnir inn í febrúar og enn hafa hvorki Jack Wilshere né Abou Diaby spilað einn einasta leik. Per Mertesacker er meiddur út tímabil- ið og Andre Santos verður frá í þrjá mánuði. Það væri fróðlegt að finna eitthvert lið sem gæti tekist á við þessi meiðslavandræði. En við ætlum okk- ur að vinna næsta leik og ættum þá að vera í góðum málum,“ segir Wenger. Guðni spilaði síðast Síðast þegar Tottenham vann báða leikina gegn Arsenal sama tímabil- ið var fyrsta tímabil ensku úrvals- deildarinnar, 1992/1993. Tottenham vann þá fyrri leikinn á heimavelli, 1–0, en markið skoraði Paul Allen. Í liði Tottenham voru menn á borð við Teddy Sheringham, Eric Thorstvedt og Guðna nokkurn Bergson sem sat reyndar allan tímann á varamanna- bekknum. Seinni leikinn, sem fram fór á High bury, vann Tottenham auðveld- lega, 3–1. Teddy Sheringham kom gestunum yfir og John Hendry bætti við marki áður en Paul Dickov minnk- aði muninn fyrir Arsenal í seinni hálf- leik. Lengra komust heimamenn þó ekki því Hendry bætti við þriðja markinu á 76. mínútu og þar við sat. Það tímabil var þó ekki alveg fullkom- ið fyrir Tottenham í baráttunni við erkifjendurna því Arsenal sló Totten- ham út úr bikarnum það tímabilið. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti n Tottenham stefnir á titilinn, Arsenal á 4. sæti n Spurs á möguleika á „tvennunni“ Dómari! Wenger var ókátur eftir tapið gegn Tottenham á White Hart Lane fyrr á tímabilinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.