Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Bloggari safnar fé n Andrés Helgi var dæmdur fyrir að skrifa um Aratúnsmálið F ái þessi dómur að standa verð- ur hann til að hefta mjög og tak- marka alla umræðu á vefnum,“ segir Andrés Helgi Valgarðsson sem í lok nóvember í fyrra var dæmdur til að greiða samtals 950 þúsund krón- ur vegna bloggskrifa sinna um Arat- únsmálið svokallaða. Hann leitar nú til almennings í von um fjárstyrk fyrir komandi baráttu fyrir tjáningarfrels- inu eins og hann orðar það. Andrés segist ekki sjá fram á að standa undir lögfræðikostnaði sín- um sem kominn sé úr böndunum en Andrés segir í samtali við DV að hann vilji fara með málið fyrir Hæsta- rétt í von um að fá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt. Öll fjárframlög, stór sem smá, muni hjálpa honum. „Gangi allt að óskum og kostnaður málskostnaðar fáist greiddur mun ég endurgreiða alla aðstoð, svo og hlut- fallslega allt sem hugsanlega verð- ur umfram það sem ég þarf. Það sem safnast verður eingöngu notað til að greiða lögfræðikostnað vegna þessa máls,“ segir Andrés í tilkynningu sinni. Hann telur meiðyrðamálsdóminn afar óréttlátan og mikið ósamræmi sé milli hans og annarra sambærilegra dóma þar sem hinir stefndu hafa ýmist verið dæmdir til að greiða lægri skaðabætur eða sýknaðir. „Þeir lögmenn sem ég hef talað við eru sammála um að dómurinn sé bæði undarlegur, í innbyrðis ósam- ræmi og noti hugtök á mjög sérkenni- legan hátt.“ Andrés óttast að ef dómurinn fái að standa verði það fólki nánast ómögu- legt að tjá skoðanir sínar á umdeildum málefnum án þess að eiga það á hættu að vera dæmt til að greiða háar skaða- bætur. Viljir þú styrkja Andrés Helga þá hefur hann opnað sérstakan reikning vegna þessarar söfnunar: 0513-14-403842  kt. 180883-4019. N iðurstaðan er nýlega kom- in til mín, eftir mikla eftir- gangsmuni,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari um rann- sókn embættis ríkissaksóknara á andláti 33 ára Pólverja í fanga- geymslu lögreglunnar á Suðurnesj- um aðfaranótt 6. september síðast- liðins. Nú fyrst, tæplega 6 mánuðum eftir að maðurinn lést, er komin nið- urstaða úr krufningu. Rannsóknin hefur dregist mikið og að sögn Helga gæti hún dregist enn frekar í fram- haldinu vegna annarra skuldbind- inga hans. Töf vegna manneklu „Það hefur verið bið eftir endanleg- um niðurstöðum úr krufningu hins látna. Er það tilkomið vegna bágrar mönnunar réttarmeinafræðinga hér á landi,“ segir Helgi í svari við fyrir- spurn DV um stöðu málsins. DV sagði fyrst frá málinu á sínum tíma og hefur reglulega fylgt því eftir á rannsóknarstiginu. Aðspurður hvort hann telji ekki gagnrýnivert hversu langan tíma það taki að rannsaka þegar maður lætur lífið í haldi lög- reglu segir Helgi að auðvitað sé vilji til að ljúka málum sem fyrst. Hann telur þó að ekki sé liðinn mjög lang- ur tími. „Það er þó ekki í höndum ákæruvalds að stjórna störfum rétt- armeinafræðingsins og urðum við að bíða þeirrar niðurstöðu um líklega dánarorsök.“ Handtekinn fyrir ölvun Maðurinn var handtekinn af lögregl- unni á Suðurnesjum þann 5. sept- ember síðastliðinn vegna ölvunar og færður í fangaklefa. Klukkan 23.20 það kvöld, við reglubundið eftir- lit lögregluþjóns, fannst hann líflaus í klefanum. Maðurinn svaraði ekki áreiti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir lífgunartilraunir lögreglu og sjúkraflutningamanna. Lækn- ir sem kvaddur var á staðinn úr- skurðaði manninn látinn aðfaranótt þriðjudagsins 6. september. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskaði í kjölfarið eftir því að öðrum lögreglustjóra yrði falið að annast rannsókn málsins og hefur embætti ríkissaksóknara haft yfirumsjón með því. Þar hefur málið verið í biðstöðu í hartnær hálft ár. Saksóknari bundinn í lands- dómi Helgi Magnús segir í svari sínu til DV að hann hafi ekki komist í að taka af- stöðu til framhaldsins, nú þegar nið- urstaða krufningarinnar liggi fyr- ir. Það muni hann hins vegar gera við fyrsta tækifæri. Það sem vekur athygli er að biðin gæti enn lengst vegna annarra skuldbindinga Helga við landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, eins og hann segir í svari sínu: „Þó kann meðferð landsdóms- málsins að fresta því nokkuð þar sem ég er bundinn í því máli.“ Spurður nánar út í hver næstu skref í málinu eru segir Helgi að nú þurfi að meta hvort niðurstaða krufningar og þeirrar rannsóknar sem farið hefur fram, meðal annars með skýrslutökum af vitnum, gefi til- efni til frekari rannsóknar, ákæru eða hvort það sem fram er komið sýni fram á að rétt sé að fella sakamála- rannsókn niður. Hann muni senda fréttatilkynningu þegar niðurstað- an liggi fyrir. „Það er ekkert hægt að segja fyrr en þá.“ Af virðingu við hinn látna geti ákæruvaldið ekki upplýst um smáatriði málsins. Aðstandendur í heimalandinu bíða Hinn látni átti enga aðstandendur hér á landi samkvæmt upplýsingum sem DV fékk á upphafsstigum máls- ins. Hann átti þó einhverja kunn- ingja hér á landi, en virðist annars hafa verið einn síns liðs. Aðstandendum hans í Póllandi var greint frá þessum voveiflega at- burði með aðstoð pólska sendiráðs- ins á Íslandi. Aðstandendurnir hafa því beðið allan þennan tíma í al- gjörri óvissu um hver dánarorsök mannsins var. Helgi segir að hann hafi ekki heyrt frá aðstandendum mannsins síðan hann tók við málinu í nóvember. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Hálft ár síðan Pólverji lést í klefa n Niðurstaða krufningar nýkomin Landsdómur tefur máL Látna fangans „Þó kann meðferð landsdómsmálsins að fresta því nokkuð Sex mánuðir Þann 5. september var Pól- verji handtekinn fyrir ölvun. Eftir miðnætti var hann úrskurðaður látinn í fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum. Mynd TengiST efni fréTTAr ekki beinT bundinn Helgi Magnús segir mjög hafa þurft að ganga á eftir niðurstöðu krufningarinnar sem nýkomin er til hans. Við fyrsta tækifæri tekur hann afstöðu til framhaldsins, tefji lands- dómsmálið hann ekki. Snorri kærður Snorri Óskarsson, jafnan kenndur við Betel, hefur verið kærður til lög- reglu vegna ummæla á bloggsíðu sinni. Það er Pétur Maack, sálfræð- ingur á Akureyri, sem kærir Snorra, sem kennir við Brekkuskóla á Akur eyri. Akureyri vikublað greinir frá málinu í nýjasta tölublaði sínu. Í blaðinu er greint frá því að óvissa virðist vera um það hvar mörk tjáningarfrelsis liggi og þess vegna kæri Pétur Maack hann.  Skólayfirvöld sendu Snorra í sex mánaða leyfi frá störfum vegna ummæla hans um samkynhneigð á bloggsíðu sinni.  Mikið hefur verið rætt um tján- ingarfrelsið vegna þessara um- mæla hans en í blaðinu er greint frá því að skólayfirvöld hafi verið sökuð um gerræði, skoðanakúgun og jafnvel brot á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Snorra. Pétur Maack greinir frá því að honum sé óheimilt að tjá sig um málefni sjúklinga sinna og sam- bærilegar skorður við tjáningar- frelsið séu fjölmargar. Tjáningar- frelsið sé ein af grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. En tjáningar- frelsið sé ekki óskert. „Að sama skapi má ætla að sá sem tekið hef- ur að sér kennslu í grunnskóla hafi framselt rétt sinn til að tjá skoðanir sem ganga jafn augljóslega gegn hagsmunum hluta nemendahóps- ins og bloggskrif Snorra gera,“ segir Pétur við Akureyri vikublað. Safnar Andrés Helgi telur að dómurinn sé óréttlátur. Hann biðlar nú til almennings um aðstoð. Borgin fékk verðlaun Jón Gnarr borgarstjóri tók á mið- vikudag við EDI-verðlaununum sem ICEPRO veitir fyrir fyrir fram- úrskarandi rafræn viðskipti. Á síð- ustu tveimur árum hefur Reykja- víkurborg tekið forystu á Íslandi við að innleiða rafræna reikninga. Sparnaður borgarinnar og birgja hennar nemur tugum milljóna á ári vegna þessa. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að í stað þess að taka á móti reikningum á pappírsformi taki borgin nú við 60 þúsund reikningum á rafrænu formi. Það er samt ennþá innan við helmingur af þeim reikning- um sem borginni berast en þeir eru um 200 þúsund á ári. Borgin stefnir að því að fá flestalla reikn- inga á rafrænt form innan tíðar. Djúpnærandi Silki- andlitsolía serum með blágresi og rauðsmára ásamt vítamín- ríkum apríkósu- og argan- olíum, sem þekktar eru fyrir nærandi og yngjandi áhrif á húðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.