Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 45
að endurtaka þau í skáldsögu. En maður veit aldrei, kannski væri einmitt það áhrifaríkt í fá- ránleika sjálfrar viðleitninnar.“ Hallgrímur Helgason bendir hins vegar á að þó að ekki hafi komið út margar skáldsögur sem fjalli beint um hrunið seytli það inn í þær sögur sem skrifaðar eru eftir hrunið: „Hrunið birtist hér og hvar í skáldsögum, jafnvel heilu bókunum. Og jafnvel þótt menn séu ekki að skrifa um það beint held ég að það liggi alltaf undir hverri textalínu; það skrifar enginn eins fyrir og eftir Hrun.“ Þetta atriði sem Pétur bendir á er þekkt meðal þeirra sem velta fyrir sér skáldsög- um og tengslum þeirra við dramatíska atburði í raun- veruleikanum. Í nýlegri bók um módernísku skáldsöguna, The Modernist Novel eftir háskólaprófessorinn Steph- en Kern, er vísað í ummæli bandarísks bókagagnrýn- anda, Helen McAfee, frá því 1923. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk fimm árum áður og hafði McAfee orð á því af hverju „… engin meistaraverk á sviði stríðsbókmennta hefðu litið dagsins ljós eftir vopnahléð.“ Útskýring McAfee á þessu var sú að Bandaríkjamenn væru „… ennþá undir svo miklum áhrifum af þeim sterku til- finningum sem blaðagreinar um orrusturnar um Marne og Gallipoli kölluðu fram að fólk væri ekki tilbúið til að sjá fjallað um þær í skáldsögum.“ Nálægðin við atburði hrunsins getur því hugsanlega gert það að verkum að rithöf- undar eigi erfiðara með að fjalla um það og þær tilfinn- ingar sem hrunið skildi eftir sig eru ennþá svo lifandi í hug- um fólks. Eftir því sem lengri tími líður frá hruninu – þó ekki af langur – má því ætla að rit- höfundar treysti sér til að fjalla um það. Stórir atburðir í skáldskap Þá ber einnig að hafa í huga að viðlíka stóratburðir og hrun heils samfélags í bankahruni, epísk stríð þjóða eða stórkost- legar náttúruhamfarir henta ekki endilega vel sem við- fangsefni nútímaskáldsagna. Í bókmenntafræði er gerður greinarmunur á viðfangs- efni realískra, nítjándu aldar bókmennta eins og verkum Dickens, Tolstoys, Dostoyev- skys, Austen eða Hugos og svo aftur bókum módernista eins og Joyce, Faulkners, Prousts eða Kafka. Í realísku skáldsög- unni, eins og til dæmis Vesa- lingunum eða Stríði og friði, voru gjarnan sagðar drama- tískar, stórar sögur af miklum, dramatískum atburðum í sög- unni sem drifu atburðarásina áfram eða dregin upp stór, víð mynd af samfélagi. Með mód- ernísku skáldsögunni breytt- ist þessi fókus og rithöfundar tóku í auknum mæli að horfa inn á við, inn í sál manns- ins, og einbeita sér að hvers- dagslífi fólks og atburðum og þönkum sem gætu kannski talist ómerkilegir – sögupers- óna skáldsögu Marcels Proust, Í leit að glötuðum tíma, eyðir til dæmis dágóðum tíma í að horfa í naflann á sér og hugsa um sætabrauð. Skáldsögur byrjuðu í auknum mæli að snúast um form og stíl en ekki endilega dramatíska atburði eins og morð, ást í leynum eða stríð. Einhvers konar heildstætt, realískt uppgjör við hrunið í skáldsögu gæti því í vissum skilningi þurft að fela í sér afturhvarf til hinnar stóru, epísku skáldsögu nítjándu aldarinnar. Margra binda verk með fjölbreyttu og litskrúðugu persónugalleríi. Slík bók gæti í vissum skilningi flokkast sem tímaskekkja þar sem horfa þyrfti fram hjá þeim miklu formbreyt- ingum sem orðið hafa á eðli skáldsögunnar frá aldamótun- um 1900. Auk þess höfum við líka skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis sem er á köflum næstum því eins og stór, real- ísk skáldsaga í öllu sínu veldi. Vandasamt verk Annar vandi stafar líka því af því að raunveruleiki hruns- ins var svo yfirgengilegur, svo ýktur, að einhver gæti sagt að ekki þurfi skáldskapinn til að greina frá honum. Að mat- reiða sannar, ýktar, stílfærðar eða jafnvel upplognar sögur úr góðærinu og hruninu, hráar inn í skáldsögur er því í sjálfu sér ekki mjög vænlegt til ár- angurs. Dæmi um slíkt gæti til að mynda verið frásögnin sem greinin hófst á af svallinu í snekkjunni í Mónakó, eða hin dæmin sem tekin voru: Slík frásögn, og aðrar sambæri- legar sem teknar eru beint upp úr hrunsheimildunum, hafa litla þýðingu eða vægi í skáld- skap. Eiginlega eru þessar sögur beinlínis hjákátlegar eða fíflalegar þegar þær eru teknar úr raunveruleikanum og þeim ýtt inn í skáldsögu. Búið er að segja margar af þessum sögum í fréttum eða annars staðar. Realísk skáldsaga um góðærið og hrunið, þar sem skáldað er í kringum sanna atburði, yrði því líklega fyrst og fremst vond og myndi líklega ekki bæta miklu við þá vitn- eskju sem við höfum um það. Jón Kalman Stefánsson kemur inn á þetta í hugleið- ingu sinni: „En það er þó til lít- ils fyrir höfund að gera upp við hrunið með því að fletta ofan af útrásarvíkingum, draga upp mynd af duglitlum eða jafnvel spilltum stjórnmálamönnum. Það er verkefni blaðamanna og greinarhöfunda.“ Hið mannlega og sértæka Til að skrifa þannig um hrunið í skáldskap að það bæti ein- hverju við sýn okkar á það þarf líklega að nota þau vopn skáld- sögunnar sem aðrir miðlar sem fjalla um það hafa ekki til að greina þá mannlegu og persónulegu þætti sem áttu þátt í að leiða til þess. Frekar en að byggja á þeirri stofnanasögu hrunsins sem nú er í smíðum dag frá degi. Þessi umfjöllun þarf svo hugsanlega aftur að vera það laustengd við hrunið að ekki liggi algjörlega fyrir að um sé að ræða skáldskap sem byggir á minnum hrunsins. Dæmi um þetta er til dæmis ef persónurnar í skáld- sögunum eru of augljóslega byggðar á mönnum sem voru stórir þátttakendur í góðærinu og hruninu, Björgólfur Thor Björgólfsson, Ólafur Ólafs- son, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri slíkir, þá eru slík skrif farin að minna of mikið á fréttaskrif um hrunið, þannig að frásögnin gæti misst marks sem skáldskapur fyrir vikið þar sem lesandinn tengir söguna um of við raunveruleikann. Viss brenglun eða afbökun á raunveruleika hrunsins gæti því verið nauðsynleg í skáld- sögu um hrunið til að forðast að lenda í ekki því að hruns- sagan hafi yfir sér yfirbragð fréttaskýringar. Jón Kalman segir að eðli skáldsögunnar sé dýpra en þetta og leita þurfi lengra aftur í tímann til að ná utan um hrunið í skáldskap. „Skáldsagan horfir dýpra en svo, það er eðli hennar. Ef við ætlum að skilja hrunið verð- um við að fara lengra aftur, til ársins 1940, hið minnsta. Skýr- ingin á hruninu, hversvegna fjármálamenn fengu að æða stjórnlaust um, með fálkaorðu frá Ólafi Ragnari dinglandi um hálsinn, liggur í sögu okkar og þjóðarkarakter.“ Á næstu árum mun svo koma í ljós hvort og þá hvern- ig rithöfundum þjóðarinn- ar tekst að gera hruninu skil í skáldsögum. Hallgrímur Helgason talar um að hrunið fái sínar bækur: „Hrunið virð- ist innihalda þúsund sögur og auðvitað kallar það á bækur. Og það mun fá sínar bækur. En kannski verður einhver tími að líða. Hrunmolarnir halda ennþá áfram að velta og það er alltaf erfitt að afgreiða eldgos fyrr en eftir að hraunið hefur kólnað.“ Heimildir: Stephen Kern. The Mod- ernist Novel: A Critical Introduction. Cambridge University Press, 2011. 45Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 „Virkilega skemmtilegt“ Hundur í óskilum: Saga þjóðar „Kröftug og ógnvekjandi frásögn“ 1Q84 Haruki Murakami Uppáhaldskvikmyndin? „Uppáhaldsmyndin mín er Sideways, sem er bara aðeins of mannleg og kómísk með frábærum leikurum. Eflaust búinn að sjá hana tíu sinnum og langar að sjá hana tíu sinnum í viðbót.“ Jón Gunnar Geirdal, markaðssérfræðingur hjá N1 Mellan á snekkjunni Steinar Bragi Guðmundsson „Það má skrifa um hrun hvernig sem er og hvenær sem er. En framsetning á kenningum um hrun, í listum, hlýtur í bili að takmarkast af kunnugleika þjóðarinnar á því sem fram fór. Nöfn, tölur og hugtök úr mergð blaðagreina og athugasemda á neti drepa verkið. Að Finnur Ingólfsson, Björgólfur Thor og Werners-bræður séu feitir bastarðar er gefið, þetta vita allir og verða bara leiðir ef tönnlast er á þessu í skáldsögu. Í aðdraganda hruns er ójafn- vægi og þjáning sem má fanga. Góður boxari horfir á axlirnar, ekki hendurnar. Hrun má jafnt nálgast út frá sálfræði hópa eða einstaklinga, og hvort sem er með verkfærum nítjándu aldar skáldsögunnar eða hinnar módernísku. Þeir sem eru undirlægjur ættu aldrei að hafa skoðun á hruni. Ég trúi því að léleg bók um hrunið sé betri en góð bók um siðaskiptin. Og að listamönnum sé best treystandi til þess af öllum að greina frumorsakir hruns og miðla þeim. (Sér- fræðingaveldi peninganna hefur enga skoðun sem ekki má kaupa.) Ef framin er list um hrun skal listamaður engin lán hafa útistandandi nema frá LÍN. Öll sönn list er lánlaus. Þeir sem ekkert vilja verða má treysta. Frumskylda listamanns er að svara aldrei kalli samfélagsins, heldur sínu eigin.“ Pétur Gunnarsson „Stutta svarið myndi vera: 1) Það eru ekki takmörk fyrir því sem hægt er að fjalla um í skáldsögu. 2) Það er engin regla til um hvernig eigi að skrifa skáldsögu. Að öðru leyti: Þetta er ævinlega spurning um samband og sam- band er aldrei í eitt skipti fyrir öll. Það þarf að koma því á í hvert eitt sinn. Maður sem myndi skrifa skáldsögu í dag eins og fyrir 50 árum, væri líkur manni sem myndi notast við símaskrána frá 1962 til að hringja í viðmælanda. Kannski myndi það meira að segja lukkast, það er aldrei að vita! Rousseau skrifaði bókina um Emil fyrir 250 árum. Hún var ekki fyrr komin út en hún var bönnuð og brennd á sjálfum þinghúsströppunum í París og höfundurinn eftirlýstur um allt Frakkland. Í dag myndi sama verk ekki hreyfa við nokkrum manni. Að því er varðar hrunið sérstak- lega þá er yfirstandandi orrahríð boðanna svo megn að það væri að æra óstöðugan að endurtaka þau í skáldsögu. En maður veit aldrei, kannski væri einmitt það áhrifaríkt í fáránleika sjálfrar við- leitninnar. Því eins og ég nefndi í upphafi, reglan er: það er engin regla. Og hið óvænta kemur aldrei úr sömu átt og síðast.“ Hallgrímur Helgason „Hrunið virðist innihalda þúsund sögur og auðvitað kallar það á bækur. Og það mun fá sínar bækur. En kannski verður einhver tími að líða. Hrunmolarnir halda ennþá áfram að velta og það er alltaf erfitt að afgreiða eldgos fyrr en eftir að hraunið hefur kólnað. Blikktromman eftir Grass kom út 15 árum eftir stríðslok. Við höfum auðvitað þegar séð Hrunið birtast hér og hvar í skáld- sögum, jafnvel heilu bókunum. Og jafnvel þótt menn séu ekki að skrifa um það beint held ég að það liggi alltaf undir hverri textalínu; það skrifar enginn eins fyrir og eftir Hrun. Auðvitað er mörg vítin að varast í sögu um Hrunið. En ef þetta eru tabúin er viðbúið að einhverjir stökkvi á þau. Rithöfundar elska jú tabú. Sumir segja að eina leiðin til að fanga Hrunið á bók sé í formi hefðbundinnar 19. aldar skáldsögu á la Tolstoj og Balzac. Aðrir telja að betra sé að beita á það allegóríunni, fabúlunni eða dæmisögunni. Í mínum huga eru þetta allt gömul form, en öll má þó nýta til að gera eitthvað nýtt, þótt seint muni ég reyndar leita á náðir symbólismans. Það verður hver að finna sína leið, sína aðferð til að segja þessar sögur. En svo eru auðvitað líka til skáld sem engan áhuga hafa á svo nýsoðnum nútíma og kjósa að rækta sín skegg í skuggsælli hornum. En ég held að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur. Efnin rata til sinna og yfirleitt inniheldur hugmynd að skáldsögu líka aðferðina við að segja hana. Ég meina, Sláturhús 5 hefði verið einskis virði ef ekki fyrir persónu Billy Pilgrims. Í gegnum hann gat Vonnegut loksins tjáð sig um hörmungarnar sem hann upplifði í Dresden, Billy var lykill hans að heimsstyrjöldinni. Þannig verða íslenskir höfundar að finna hver sinn lykil að Hruninu, og sem betur fer eru á því þúsund hurðir.“ Jón Kalman Stefánsson „Er hægt að fjalla um hrunið í skáldsögu – að sjálfsögðu. Höfundar á borð við Imre Kertész hafa fjallað á áhrifamikinn hátt um útrýmingarbúðir nasista; Herta Müller um fáránleikann og grimmdina undir harðstjórn kommúnista. Í samanburði við þessa atburði er hrunið á Íslandi ekki alvarlegt, ekki fáránlegt og því alls ekki óyfirstíganlegt. Kertész og Herta hafa náð utanum hið óskiljanlega einfald- lega vegna þess að móderníska skáldsagan býður upp á fjöl- breyttari leiðir og öflugri vopn en sú realíska. Og nú er því gjarnan haldið fram að íslenskir höfundar verði að gera upp við hrunið. Mér þykir hálfvegis vænt um þá kröfu; hún sýnir að fólk hefur enn trú á áhrifamætti skáldsögunnar. En það er þó til lítils fyrir höfund að gera upp við hrunið með því að fletta ofan af útrásarvíkingum, draga upp mynd af duglitlum eða jafnvel spilltum stjórn- málamönnum. Það er verkefni blaðamanna og greinarhöfunda. Skáldsagan horfir dýpra en svo, það er eðli hennar. Ef við ætlum að skilja hrunið verðum við að fara lengra aftur, til ársins 1940, hið minnsta. Skýringin á hruninu, hversvegna fjármálamenn fengu að æða stjórnlaust um, með fálkaorðu frá Ólafi Ragnari dinglandi um hálsinn, liggur í sögu okkar og þjóðarkarakter. Ef höfundur ætlar að gera upp hrunið verður hann að rýna í þann jarðveg sem allt spratt úr, annars yrði saga hans hol, yfir- borðsleg. Skáldsaga um hrunið yrði því að vera einskonar þjóðar- spegill; uppgjör við karakter Ís- lendinga og sögu Íslands síðustu 80 árin.“ „Skáldsaga um hrunið yrði því að vera einskonar þjóðarspegill; uppgjör við karekter Íslend- inga og sögu Íslands síðustu 80 árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (24.02.2012)
https://timarit.is/issue/383154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (24.02.2012)

Aðgerðir: