Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 62
„Algjört hagfræðinörd“ n Hafsteinn Gunnar fer úr fréttunum í greiningardeild Arion banka É g er eiginlega bara al- gjört hagfræðinörd,“ segir Hafsteinn Gunnar Hauksson, fréttamaður- inn skeleggi á Stöð 2 sem hef- ur vakið athygli fyrir lifandi og skemmtilegar fréttir. Hann hefur nú vent kvæði sínu í kross og hefur senn störf hjá greiningardeild Arion banka. Hafsteinn er aðeins nýorð- inn 23 ára en á að baki glæsi- legan fjölmiðlaferil. Hann hefur starfað á veftímaritinu Panama, DV og Vísi auk frétta- stofu Stöðvar 2. Hagfræðin á hins vegar hug hans allan og því má segja að hann sé að fara í draumastarfið. „Ég út- skrifast sem hagfræðingur eft- ir nokkra mánuði en hagfræð- in er í rauninni mín ástríða. Þegar ég var um 18 ára gam- all hætti ég að lesa skáldsögur og fór að lesa hagfræðibæk- ur. Síðan þá er mig búið að dreyma um að hafa tækifæri til þess að skrifa, lesa, tala og hugsa um hagfræði allan dag- inn,“ segir Hafsteinn hlæjandi. Hann segist hafa fengið góða útrás fyrir hagfræðiáhugann á Stöð 2 en þar sem hann sé að útskrifast sé þetta frábært tækifæri og rökrétt framhald. „Ég held að þetta sé bara rétt skref fyrir mig, að fara á vett- vang þar sem ég er að læra og takast á við nýjar áskoran- ir,“ segir hann ánægður með tækifærið. „Þetta er alveg magnað. Á svona litlu landi er maður fljótur að fá tækifæri til að gera alls konar merkilega hluti. Að hafa fengið tækifæri til þess að setjast niður með seðlabankastjóra og fjármála- ráðherra nánast vikulega sem fréttamaður til þess að fara yfir það helsta í efnahagsmálum síðustu tvö ár er náttúrulega ótrúlega þroskandi fyrir hag- fræðinema. Ef maður myndi segja hagfræðinemum í öðru landi frá þessu myndu þeir ekki trúa manni,“ segir hann hlæjandi. viktoria@dv.is 62 Fólk 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Hagfræðin ástríða Haf- steinn segist hafa hætt að lesa skáldsögur 18 ára og byrjað að lesa hagfræðibækur. Aðdáandi Iron Maiden Leikstjórinn Ragnar Bragason er mikill aðdáandi hljómsveitarinn- ar Iron Maiden og lét það í ljós á Facebook-síðu sinni í vikunni. „Svalasta band í heimi?“ spurði Ragnar og svaraði því svo sjálfur með: „Iron Maiden.“ Ekki voru allir fésbókarvinir Ragnars sam- mála en hann var fljótur að kveða þá í kút. „Þeir eru búnir að vera að í 35 ár en eru ennþá með sítt hár. Þeir eru með 4 metra háan Eddie með geislabyssu. Þeir eru með sína eigin júmbóþotu sem söngv- arinn sjálfur flýgur milli heimsálfa. Og þeir skammast sín ekki neitt!“ sagði Ragnar. Fékk tilnefningu Fjölmiðlakonan Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson fékk til- nefningu sem besti framleiðand- inn á netverðlaunum vefsíðunn- ar filmbreak.com. Sú síða gefur minni framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að koma efni sínu á framfæri. Ragn- hildur er tilefnd fyrir framleiðslu á grínsketsinum Carlos & Brandi sem sló í gegn vestan hafs. Ragn- hildur er að læra „Creative Pro- ducing“ í Los Angeles. „Ég er að klippa Carlos og Brandi 2, þannig að tímasetning var skemmtileg,“ segir Ragnhildur við DV. S ökin er okkar beggja, mín er kannski að ég hafi verið of upp- tekin við landvinn- inga erlendis síð- asta ár og ekki náð að sinna sambandinu sem skyldi. En það er leitt að ævintýrið hafi þurft að enda svona, það var ekki inni í planinu,“ segir Ás- dís Rán í samtali við DV. Hún og Garðar Gunnlaugsson til- kynntu á miðvikudag að þau hefðu ákveðið að skilja. Ásdís og Garðar hafa verið gift í sex ár en saman í níu. Þau eiga saman tvö börn, Hektor 6 ára og Victoríu Rán 4 ára. Ásdís og Garðar fluttu til Búlgaríu þegar Garðar byrj- aði að spila með fótbolta- liðinu CSKA. Ásdís varð fljótt mjög vinsæl í Búlgaríu og náði athygli fjölmiðla þar í landi. Garðari gekk ekki vel með liðinu og eftir að hann hætti varð Ásdís eftir í Búlgar- íu. Garðar spilaði með þýska liðinu Unterhaching í smá- tíma en hefur búið á Íslandi síðan á síðasta ári en Ásdís í Búlgaríu. Ásdís opnaði Ice- queen-búð í landinu og hefur verið mikið í á síðum búlgar- skra blaða sem og í viðtölum í sjónvarpi. Þarlendir fjöl- miðlar hafa í nokkurn tíma haldið því fram að þau væru að skilja en Ásdís hafði þver- neitað fyrir það. Á miðvikudaginn dró þó til tíðinda þegar Garðar breytti hjúskaparstöðu sinni á Facebook úr giftur í ein- hleypur. Í kjölfarið sendi Ás- dís frá sér yfirlýsingu til búlg- arskra fjölmiðla þar sem hún staðfesti að hjónabandið væri á enda. Þar sagði hún meðal annars: „Ég staðfesti sögu- sagnir um að ég sé að skilja við eiginmann minn eftir níu ára samband. Við áttum gott og elskulegt samband en undanfarið ár hefur líf okk- ar þróast í sitthvora áttina og við höfum ákveðið að það sé best að enda hjónabandið. Ég vil biðja fjölmiðla afsök- unar á því að hafa logið um að við værum ekki að skilja en ég á þrjú börn og þetta er mjög viðkvæm staða fyrir þau og það var engin önnur leið til að vernda þau,“ segir Ás- dís meðal annars í tilkynn- ingunni. Búlgörsku fjölmiðl- arnir hafa skrifað mikið um málið og velt fyrir sér orsök skilnaðarins. Ásdís er úti í Búlgaríu eins og er þar sem hún sinn- ir búðinni sinni og er Vicoria Rán dóttir þeirra með henni. Hektor er heima á Íslandi með föður sínum sem og eldri sonur Ásdísar úr fyrra sambandi. Ásdís segir það koma til greina að hún flytji heim þó að ekkert sé ákveðið með það. „Ég ætla að skoða það í lok sumars hvort ég snúi heim, það er möguleiki núna,“ segir hún í samtali við DV. Aðspurð segir Ásdís það vera erfitt að vera fjarri vin- um og ættingjum á tímum sem þessum en þakkar fyrir stuðninginn á Facebook-síðu sinni. Bæði Ásdís og Garðar hafa beðið fólk um að sýna nærgætni á þessum erfiðu tímum í lífi þeirra, eða eins og Ásdís orðaði það undir frétt á DV.is: „… biðjum fólk að sýna okkur virðingu þar sem mörg lítil hjörtu eiga í hlut.“ viktoria@dv.is n Ásdís og Garðar skilja eftir níu ára samband „Sökin er okkar beggja“ Fjallað um skilnaðinn Búlgarskir miðlar hafa fjallað mikið um skilnaðinn. Ástin kólnaði Ásdís og Garðar hafa ákveð- ið að skilja eftir níu ára samband. Ásdís segir ákvörðunina vera sameiginlega. Sigrún í heimsreisu Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir úr Íslandi í dag er um þessa mundir stödd í heimsreisu. Sigrún er í ferðalaginu ásamt tæplega tveggja ára syni sínum og manni sínum. Á meðal áfanga- staða eru Dúbaí, Malasía, Víetnam og Singapúr. Ferðalagið til Dúbaí tók hvorki meira né minna en 18 klukkustundir en Sigrún segir á Facebook-síðu sinni að sonurinn hafi verið eins og ljós allan tím- ann, foreldrunum til mikil léttis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.