Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 40
40 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað J ónas fæddist í Vinaminni í Grjótaþorpinu í Reykjavík og ólst þar upp til sex ára aldurs er fjölskyldan flutti að Laugarnesi þar sem faðir hans gegndi störf- um prests við holdsveikraspítalann. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938, stundaði nám í efnaverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokk- hólmi 1938–40 og nám í hagfræði, töl- fræði, stjórnmálafræði og heimspeki við Stokkhólmsháskóla 1940–45 en magistersgráðu í þessum greinum lauk hann 1944. Jónas var hagfræðingur hjá Ný- byggingaráði í Reykjavík 1945–47, hjá Fjárhagsráði 1947–50, hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington D.C. 1950–57 og var þá þátttakandi í sendinefndum bankans gagnvart Mexíkó, Mið-Ameríkuríkjum og Perú, fulltrúi Alþjóðabankans í Hond- úras 1955–56, formaður sendinefnda bankans til Mexíkó 1957, Venesúela 1965 og Gana 1965. Jónas kom aftur til starfa á Íslandi 1957, var ráðunautur ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum 1957–61 og kom þá, ásamt fleiri hagfræðingum, á afdrifaríkan hátt að róttækum, póli- tískum breytingum í frjálsræðisátt í efnahags- og viðskiptamálum hér á landi við upphaf Viðreisnarstjórnar, 1959–61, var ráðunautur ríkisstjórn- arinnar í markaðsmálum Evrópu 1961–62, var settur ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis 1958–61, ráðu- neytisstjóri efnahagsráðuneytis 1961– 62, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar 1962–69, framkvæmdastjóri atvinnu- málanefndar 1969 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1969–89. Jónas var aðalfulltrúi Norður- landanna í stjórn Alþjóðabankans í Washington D.C. á árunum 1988–91, stundað ráðgjafarstörf í Washing- ton á vegum norska utanríkisráðu- neytisins, Norræna þróunarsjóðsins og bandarísku stofnanna Overseas Development Council og The Brook- ings Institution 1991–96. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 1996 og starfaði einkum að ráðgjöf um þró- unarmál á vegum utanríkisráðuneyt- isins, Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands og Norræna þróunarsjóðsins. Auk þess stóð hann fyrir málfund- um hóps hagfræðinga og sagnfræð- inga um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930–60. Voru þeir þættir teknir sam- an á vegum Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands árið 2002, og ritstýrði Jónas verkinu sem gefið var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi undir heit- inu Frá kreppu til viðreisnar. Undanfarin ár tók Jónas þátt í að gefa út ævisögu föður síns, Haralds Níelssonar, undir ritstjórn Péturs Péturssonar og kom bókin út seint á árinu 2011 undir heitinu Trúmaður á tímamótum. Jónas sat í bankaráði Landsbank- ans 1946–50, var formaður bankaráðs Útvegsbankans 1957–61, var vara- fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins 1965–73, sat í stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands 1969–70 og 1973–78, í stjórn norræna iðnþró- unarsjóðsins 1970–73 og um skeið frá 1979, var formaður stjórnar Út- flutningslánasjóðs 1971–75 og frá 1983, í bankaráði Scandinavian Bank Ltd. í London 1972–81, var formað- ur stjórnar Sambands íslenskra við- skiptabanka 1972–76 og frá 1981, formaður stjórnar Reiknistofu bank- anna um skeið frá 1979, formaður Hagfræðingafélags Íslands 1959–61, í framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins 1965–70, formaður Háskóla- nefndar 1966–69, formaður Íslensk- ameríska félagsins 1968–69, sat um skeið í stjórn Hjartaverndar frá 1973 og í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1975 og var forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1980–81. Jónas var stórriddari af íslensku fálkaorðunni, norsku St. Olav’s-orð- unni og sænsku Nordstjårnan-orð- unni. Eftir Jónas liggur mikill fjöldi greina og álitsgerða um hagfræði, at- vinnumál og stjórnmál. Fjölskylda Jónas kvæntist 5.10. 1946 Guðrúnu Ernu Þorgeirsdóttur, f. að Nesi í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu 30.11. 1922, d. 10.6. 1982, húsmóður. Hún var dóttir Þorgeirs Sigurðssonar, byggingameistara á Húsavík og síðar í Reykjavík og Kópavogi, og k.h., Ólafar Baldvinsdóttur húsmóður. Sonur Jónasar og Guðrúnar Ernu er Jónas Halldór Haralz, f. 25.1. 1953, viðskiptafræðingur. Hann er kvæntur Gyðu Rafnsdóttur, f. 18.9. 1962 og eiga þau Jónas Halldór, f. 22.4. 1992, og Guðrúnu Gyðu, f. 24.6. 1999. Gyða á Belindu Ýri Albertsdóttur, f. 15.6. 1981 en maður hennar er Atli Már Ólafs- son, f. 3.9. 1981, og er dóttir þeirra Ás- dís Gyða, f. 30.11. 2010. Jónas kvæntist í annað sinn, Syl- viu Matthews Haralz, f. Soulis, 27.7. 1929, d. 16.5. 1996. Hún var dóttir hjónanna Wilburs T. Soulis, verkfræð- ings í Pennsylvaniu í Bandaríkjun- um og Sylviu Soulis. Börn Sylviu eru Kath leen Matthews, læknir og R. Phi- lip Matthews, endurskoðandi. Barna- börn hennar eru þrjú. Hálfsystkini Jónasar, samfeðra, börn Haralds og f.k.h., Bergljótar Sig- urðardóttur, f. 20.8. 1879, d. 18.7. 1915, voru Sigurður Haralz, f. 13.4. 1901, d. 18.3. 1990, sjómaður og rithöfundur í Reykjavík, en kona hans var Sigríður Jónína Sigurðardóttir; Soffía Emelía, f. 8.5. 1902, d. 19.5. 1962, var gift Sveini M. Sveinssyni, forstjóra í Völ- undi; Björn Daníel Kornelíus Haralz, f. 17.12. 1906, d. 28.5. 1960, stúdent og sjómaður í Boston en kona hans var Helen Haralz; Elín Sigríður Haralz Ell- ingsen, f. 7.4. 1909, d. 6.1. 1970, var gift Erling Jóhannesi Ellingsen, verkfræð- ingi og framkvæmdastjóra; Guðrún Haralz, f. 25.5. 1910, d. 17.10. 1993, búsett í Reykjavík. Alsystir Jónasar var Bergljót Sigríð- ur Haraldsdóttir Rafnar f. 20.9. 1922, d. 11.12. 2000, stúdent og húsmóðir á Akureyri, var gift Bjarna Rafnar, fyrrv. yfirlækni á Akureyri. Foreldrar Jónasar voru Haraldur Níelsson, f. 30.11. 1868, d. 11.3. 1928, guðfræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, og s.k.h., Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, f. 10.1. 1887, d. 16.2. 1974, hús- móðir. Ætt Bróðir Haralds var Hallgrímur, afi Sigurðar, fyrrv. stjórnarformanns Flugleiða, og Hallgríms tónskálds Helgasona. Systir Haralds var Marta, móðir Sturlu Friðrikssonar erfðafræð- ings. Önnur systir Haralds var Sess- elja, móðir Sveins Valfells forstjóra. Þriðja systirin var Þuríður, móðir Níelsar Dungal prófessors. Haraldur var sonur Níelsar, b. á Grímsstöðum á Mýrum Eyjólfssonar, b. á Helgustöð- um í Reyðarfirði Guðmundssonar. Móðir Níelsar var Ragnheiður Sigurð- ardóttir, b. á Miðbæ í Norðfirði Gísla- sonar. Móðir Haralds var Sigríður, hálf- systir Hallgríms, biskups og alþm., og Elísabetar, móður Ólafs Björnssonar, ritstjóra og stofnanda Morgunblaðs- ins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forseta borgarstjórnar og fyrrv. framkvæmda- stjóra Sjóvár, og móður Sveins Björns- sonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Sigríður var dóttir Sveins, prófasts á Staðastað Níelssonar, og f.k.h., Guð- nýjar skáldkonu, systur Margrétar, ömmu Ólafs Friðrikssonar verka- lýðsleiðtoga. Guðný var einnig systir Magnúsar, langafa Björns, fyrrv. há- skólabókavarðar og Halldórs, fyrrv. skattstjóra Reykjavíkur Sigfússona. Guðný var dóttir Jóns, pr. á Grenjað- arstað Jónssonar, og Þorgerðar Run- ólfsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu Björns Olsen fyrsta rektors Háskóla Íslands. Aðalbjörg var dóttir Sigurðar, b. í Miklagarði í Eyjafirði, bróður Krist- ins, föður Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, Jakobs fræðslumálastjóra og Aðalsteins, framkvæmdastjóra innflutnings- deildar SÍS, afa Margrétar sem var starfsmannastjóri Kuwait Petroleum í Danmörku, og Árna framkvæmda- stjóra. Annar bróðir Sigurðar var Dav- íð, afi Davíðs, fyrrv. seðlabankastjóra, föður Ólafs, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Davíð eldri var einnig afi Gísla rit- stjóra, föður Ólafs myndlistarmanns. Sigurður í Miklagarði var sonur Ketils, b. í Miklagarði Sigurðssonar, bróður Jóakims, afa Jóns, hreppstjóra á Þverá, föður Benedikts á Auðnum, föður Huldu skáldkonu. Jón var einnig faðir Snorra tónskálds, föður Harðar orgel- leikara. Þá var Jón afi Þorvalds, fyrrv. forstöðumanns Borgarskipulagsins, og Herdísar leikkonu, móður Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðar- manns og Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra. Annar sonur Jóa- kims var Páll, langafi Páls, föður Frið- riks hótelstjóra. Páll var einnig langafi Guðrúnar, móður Björns á Löngu- mýri, ömmu Páls á Höllustöðum og langömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Þriðji son- ur Jóakims var Hálfdán, faðir Jakobs, stofnanda Kaupfélags Þingeyinga, afa Jakobs Gíslasonar, fyrrv. orkumála- stjóra, og Áka Jakobssonar ráðherra. Móðir Aðalbjargar var Sigríður Ein- arsdóttir, b. í Árgerði í Eyjafirði Jóns- sonar. Útför Jónasar fer fram frá Dóm- kirkjunni, mánudaginn 27.2. kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Jónas H. Haralz Hagfræðingur, ráðuneytisstjóri og bankastjóri f. 6.10. 1919 – d. 13.2. 2012 Andlát Merkir Íslendingar J ón fæddist í Gilsárteigi í Eiða- þinghá í Suður-Múlasýslu, fluttist ungur til Seyðisfjarðar og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1937, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og var í einkatímum, m.a. hjá dr. Vic- tor Urbancic, stundaði nám við Yale-háskóla í Bandaríkjunum frá ársbyrjun 1944, lauk Mus.B.-prófi í tónfræði 1946, og Mus.M.-prófi í tónsmíði 1947 en aðalkennari hans var Paul Hindemith, sótti sumar- námskeið í Juillard-tónlistarskólan- um í New York 1945 og fór náms- og kynnisför til Austurríkis og Þýska- lands 1954–55 og dvaldist þá lengst af í Vínarborg. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947–68, og stunda- kennari þar öðru hvoru eftir 1979, svo og við Söngskólann í Reykja- vík 1983–87, var starfsmaður Rík- isútvarpsins lengst af á árunum 1938–43 og fulltrúi í tónlistardeild Ríkisútvarpsins 1947–56, var helsti forgöngumaður að stofnun Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, var fyrsti stjórnarformaður hennar 1950–53, framkvæmdastjóri hljómsveitar- innar 1956–61 og stjórnarmaður samfleytt á árunum 1988–2002 og var dagskrárstjóri lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins 1968–79. Jón sat í Útvarpsráði 1983–87, í stjórn og úthlutunarnefnd Kvik- myndasjóðs og Menningarsjóðs útvarpsstöðva á árunum 1985–88, var tónlistargagnrýnandi Alþýðu- blaðsins 1948–50, Morgunblaðs- ins, 1962–68, og Vísis, 1980–81, var söngstjóri karlakórsins Fóstbræðra 1950–54, Stúdentakórsins 1964–67 og Gamalla Fóstbræðra 1959–97, og fór söngfarir til útlanda með öllum kórunum. Jón var forseti Bandalags ís- lenskra listamanna 1951–52 og 1963–66, stóð fyrir listahátíð á vegum bandalagsins 1964, og var stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík 1988. Þá vann hann um árabil að rannsóknum og ritun ís- lenskrar tónlistarsögu sem nú er til- búin í handriti á Þjóðskjalasafni, þó enn ekki verið gefin út. Jón stundaði tónsmíðar í tóm- stundum en meðal stærri verka hans má nefna Völuspá og Minni Ingólfs, bæði samin fyrir hljómsveit og kór, auk sönglaga, kammerverka og kórverka. Megnið af tónverkum Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Jón var riddari fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari frá 1989. Fjölskylda Eftirlifandi kona Jóns er Sigurjóna Jakobsdóttir, f. 4.2. 1936, fyrrv. dóm- ritari. Hún er dóttir Jakobs Þor- steinssonar, verkstjóra frá Akureyri, og k.h., Þórdísar Ingimarsdóttur frá Þórshöfn á Langanesi. Áður var Jón kvæntur Eddu Kvaran, f. 20.8. 1920, d. 21.2. 1981, leikkonu, dóttur Ágústs Kvaran, heildsala á Akureyri, og f.k.h., Soff- íu Guðlaugsdóttur leikkonu. Þau skildu. Synir Jóns og Eddu eru Þórar- inn, f. 22.2. 1944, en sonur hans er Jón Þór; Ágúst, f. 24.5. 1948 en kona hans er Edda Erlendsdóttir og synir þeirra eru Jón Skírnir og Ágúst Már en fyrir átti Edda Ásdísi Elvarsdótt- ur og Erlend Þór Elvarsson; Rafn, f. 28.3. 1952 en kona hans er Sigríð- ur Rafnsdóttir og börn þeirra eru Soffía Fransiska, Eiríkur Rafn, Þór- dís og Hildur en fyrir átti Sigríður Ölrúnu Marðardóttur. Börn Jóns og Sigurjónu eru Anna María, f. 1.2. 1962, en börn henn- ar og Magnúsar Magnússonar eru Magnús Þór og Sigrún og dóttir hennar og Marcusar Dougherty er Sara Margrét; Þorsteinn Metúsal- em f. 18.2. 1963 í sambúð með Ingi- björgu Egilsdóttur en dóttir hans og Önnu Lilju Johansen er Anna María; Hallgerður, f. 12.8. 1966, í sambúð með Rögnvaldi Hreiðars- syni en börn hennar og Óskars Frið- riks Jónssonar eru Anton Ísak og Agnes Ýr; Benedikt Páll, f. 5.4. 1968 en dóttir hans og Aðalheiðar Ragn- arsdóttur er Katrín Birta. Systkini Jóns: Vilborg, f. 1898, d. 1903; Málfríður, f. 1900, d. 1998, var gift Hallgrími Helgasyni, bónda í Meðalnesi í Fellum en synir þeirra eru Þórarinn, trésmíðameistari á Eg- ilsstöðum, Jón Sæbjörn, járnsmiður í Reykjavík, og Helgi vegamálastjóri; Anna Sigurbjörg, f. 1901, d. 2000, var gift Jóni Sigurðssyni, bankafull- trúa í Reykjavík en börn þeirra eru Svanhildur, plöntulíffræðingur og háskólakennari í Danmörku, og Sig- urður, aðalbókari Flugleiða; Bene- dikt, f. 1904, d. 1959, var kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur og eru börn þeirra Guðmundur rafverktaki og Anna Þóra endurskoðandi, bæði búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóns voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþm. í Gilsárteigi í Eiðaþinghá og k.h., Anna María Jónsdóttir húsfreyja. Ætt Þórarinn var sonur Benedikts, b. á Höfða af Rafnsætt, og Þóru Árna- dóttur, Stefánssonar, af Sandfell- sætt. Anna María, var dóttir Jóns, hreppstjóra í Gilsárteigi Þorsteins- sonar, af Melaætt, og Vilborgar Árnadóttur .Útför Jóns fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtu- daginn 23.2. Jón Þórarinsson Tónskáld og fyrrv. dagskrárstjóri f. 13.9. 1917 – d. 12.2. 2012 S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.