Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 18
Áralöng blekkingarsaga
Kaupþings og Ólafs
Sjeikinn Kaup sjeiksins
al-Thanis á 5 prósenta hlut í
Kaupþingi haustið 2008. Kaupin
voru fjármögnuð með lánum frá Kaup-
þingi. Ólafur Ólafsson átti sjálfur 10
prósenta hlut í Kaupþingi. Þeir Hreiðar
Már Sigurðsson, Sigurður
Einarsson, Ólafur
Ólafsson og Magnús
Guðmundsson hafa
verið ákærðir fyrir
markaðsmisnotkun
og umboðssvik vegna
viðskiptanna. Embætti
sérstaks saksóknara telur að um hafi
verið að ræða sýndarviðskipti þar sem
búin var til fölsk eftirspurn og kaup á
hlutabréfum Kaupþings í aðdraganda
íslenska efnahagshrunsins.
Þátttöku Ólafs leynt
Leyndin yfir þátttöku Ólafs
Ólafssonar í viðskiptum
al-Thanis með hlutabréfin í Kaup-
þingi. Í ákæru sérstaks saksóknara er
sérstaklega rætt um þennan
þátt málsins í ítarlegu máli.
Þar kemur fram að Ólafur
hafi í reynd átt hlut í þeim
rúmlega 5 prósenta hlut
í Kaupþingi sem sjeikinn
keypti og að hann hafi haft
verulegra fjárhagslegra hags-
muna að gæta í viðskiptunum.
Þessu var hins vegar haldið leyndu fyrir
markaðnum, fjölmiðlum, almenningi
sem og lögmanninum Thelmu Hall-
dórsdóttur, sem var eini stjórnarmaður
eignarhaldsfélags sjeiksins sem keypti
bréfin. Þetta var meðal annars gert því
það var talin meiri traustsyfirlýsing að
sjeikinn væri að kaupa hlutabréfin einn
án aðildar Ólafs auk þess sem Ólafur
hefði þurft að flagga viðskiptunum þar
sem hann hefði með þeim farið yfir 10
prósenta eignarhlut í Kaupþingi.
Markaðsmisnotkun Blekk-
ingar stjórnenda Kaupþings
með hlutabréf í bankanum
sjálfum á árunum fyrir hrun. Bankinn,
eða deild eigin viðskipta hans bjó til
falska eftirspurn eftir hlutabréfum
bankans með því að kaupa og selja
sjálf stóran hluta
þeirra bréfa í
bankanum sem
skiptu um hendur
á markaði. Þessi
viðskipti héldu
uppi hlutabréfaverði
í bankanum. Verið er
að rannsaka þessi áralöngu viðskipti
sem hugsanlega, stórfellda markaðs-
misnotkun hjá embætti sérstaks
saksóknara. Al-Thani viðskiptin eru
einungis eitt dæmi um slíka markaðs-
misnotkun.
Dularfull sameining
Leyndin yfir samruna Búnaðar-
bankans og Kaupþings í maí
2003. Samruninn átti sér stað í maí
2003, einungis nokkrum mánuðum eftir
að S-hópurinn, með Ólaf Ólafsson og
Finn Ingólfsson í broddi fylkingar, keypti
Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Til-
kynnt var um samrunann í apríl
en S-hópurinn hafði keypt
Búnaðarbankann í janúar.
Afar ólíklegt er annað en að
forsvarsmenn S-hópsins og
Búnaðarbankans hafi verið
búnir að skipuleggja samrun-
ann fyrir einkavæðinguna.
Huldukaup banka Aðkoma
þýska bankans Hauck &
Aufhäusers að kaupum S-
hópsins á Búnaðarbankanum árið 2002.
Talið er að bankinn, sem skráður var
fyrir fjórðungshlut í Búnaðarbankanum,
hafi leppað eignarhaldið fyrir Kaup-
þing, sem þá var fjárfestingarbanki.
Ríkisendurskoðun fór ofan í saumana
á málinu en fann ekkert athugavert við
aðkomu þýska bankans. Í kjölfarið varð
Ólafur Ólafsson einn stærsti hluthafi
bankans og hélt hann þeirri stöðu sinni í
hlutahafahópi bankans þar til Kaupþing
féll í október 2008.
Leynihlutur Ólafs Leyndin
yfir eignarhaldinu á hlut þýska
flutningafyrirtækisins Bruno
Bischoff í Samskipum árið 1993. Ólafur,
sem var forstjóri og einn af eigendum
Samskipa, fékk þýska fyrirtækið til að
leggja hlutafé inn í félagið en leyndi því
í um ár að hann ætti helming í hlutnum
á móti Þjóðverjunum. Árið 1994 seldu
nokkrir hluthafar sig út úr félaginu
þegar þetta komst upp; þeir voru ósáttir
við Ólaf. Ólafur náði svo yfirhöndinni í
skipafélaginu í kjölfarið og á það ennþá.
18 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Vaxtalaus
kaupleiga
Hjalti
Parelius
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Síðasta sýningarhelgi
LiStamannaSpjaLL
ræðir við gesti um
sýningu sína
í dag 10–18
laugardag 11–16
á listaverkum til allt að
36 mánaða
Kynntu þér málið á
www.myndlist.is
Erum að taka á móti
verkum á næsta uppboð
komst upp seldu Jón og Gunnar hluti
sína en Ólafur hélt eftir hlutnum sem
talið var að Þjóðverjarnir hefðu átt að
fullu. Með slíkum brellum náði Ólaf-
ur svo smám saman yfirráðum yfir
skipafélaginu auk þess sem Samskip
varð síðar meirihlutaeigandi í Bruno
Bischoff.
Tilgangurinn helgar meðalið
Í grein sem blaðamaður skrifaði í DV
árið 2009 kom fram að Ólafur hefði
fengið slæmt orð á sig í íslensku við-
skiptalífi fyrir slíka blekkingarleiki
og ógegnsæi, meðal annars í Bisc-
hoff-málinu. Það mál er aðeins hið
fyrsta þessarar tegundar sem kom
upp á viðskiptaferli hans. Ólafur hef-
ur hins vegar núna, nærri 20 árum
eftir Bischoff-málið, verið ákærð-
ur fyrir lögbrot sem meðal annars
snýst um blekkingar. Einn af viðmæl-
endum DV í greininni árið 2009 bar
saman aðkomu þýska bankans að
kaupunum að Búnaðabankanum og
al-Thani viðskiptin. „Hauck & Auf-
häuser díllinn er alveg eins og þetta
mál með sjeikinn; bankinn var bara
skráður fyrir þessu en lagði ekkert
eigið fé inn í bankann heldur kom
það úr Kaupþingi. Þeir sem þekkja
vel til þessara tveggja mála segja að
þetta sé bara deja-vú því uppskriftin
sé sú sama.“
Sigurður Már Jónsson, þáver-
andi ritstjóri Viðskiptablaðsins,
tjáði sig um þessa blekkingarleiki
Ólafs í greininni í DV og sagði að
Ólafur hefði verið gagnrýndur fyr-
ir ógegnsæi í uppbyggingu fyrir-
tækja og að hann sæti uppi með
viðskiptasnúninga sem þóttu orka
tvímælis. „Þetta hefur fylgt honum.
Hann hefur verið svolítill kóngur
ógegnsæis; fulltrúi þess viðskipta-
siðferðis sem var á Íslandi: Menn
bara gerðu það sem þurfti að gera
til að ná árangri,“ sagði Sigurður en
þess skal vissulega getið að Ólafur
hefur svo sannarlega náð markmið-
um sínum í viðskiptum, meðal ann-
ars þeim að komast yfir Samskip og
Búnaðarbankann.
Samherjar blekktir
Harðdrægni Ólafs í viðskiptum hef-
ur reyndar orðið til þess að um hann
hefur verið sagt að aðeins séu til tvær
gerðir af athafnamönnum á Íslandi:
Þeir sem Ólafur Ólafsson er búinn
að svíkja og þeir sem hann á eftir að
svíkja aftur. Svo lífsseig er þessi saga
um Ólaf að hún rataði, án þess að
Ólafur væri nafngreindur, í skáld-
sögu Bjarna Bjarnasonar, Mann-
orð, fyrir síðustu jól. Um þennan
eiginleika Ólafs sagði Sigurður Már
í greininni árið 2009: „Maður heyrir
að það hefur verið sviðin jörð í kring-
um hann því hann hefur verið afar
harðskeyttur í sínum viðskiptum.“
Í ákæru sérstaks saksóknara í al-
Thani málinu er svo enn frekar bent
á það að lögmaðurinn sem beðin var
um sitja í stjórn eignarhaldsfélags
sjeiksins al-Thanis, Telma Halldórs-
dóttir, hafi ekki vitað um aðkomu
Ólafs Ólafssonar að hlutabréfakaup-
unum í Kaupþingi. Samt sat Telma í
stjórn eignarhaldsfélagins Q Iceland
Finance sem keypti bréfin og er erfitt
að draga aðra ályktun af staðhæfing-
unni í ákærunni en að Telma sjálf hafi
verið blekkt þar sem hún fékk ekki
að vita hvernig lægi í viðskiptunum.
Kristinn Hallgrímsson, samstarfs-
maður Telmu á lögmannsstofunni
Fulltingi og náinn samverkamaður
Ólafs til margra ára, stofnaði félagið Q
Iceland Finance. Í viðtali við DV árið
2009 sagði Telma að hún hefði bara
verið beðin um að taka þátt í viðskipt-
unum. Blekkingarnar í al-Thani mál-
inu virðast því líka hafa náð til fólks
sem vann að því að skipuleggja sjálfa
fléttuna með Kaupþingsmönnum,
Ólafi og sjeiknum.
Alvarlegasta blekkingin
Alvarlegasta blekkingin í starfsemi
Kaupþings, sem stendur utan við
ákæruliðina í al-Thani málinu, er þó
líklega sú kerfisbundna markaðs-
misnotkun sem deild eigin viðskipta
Kaupþings er talin hafa stundað með
bréf í bankanum allt frá árinu 2005 og
þar til bankinn féll um haustið 2008.
Þessi markaðsmisnotkun er til rann-
sóknar hjá sérstökum saksóknara og
byggir á kæru frá Fjármálaeftir litinu
sem Kastljós greindi frá í lok síðasta
árs.
Afleiðing þessarar misnotkunar
var sú að búin var til fölsk eftirspurn
á markaði eftir bréfunum auk þess
sem verði hlutabréfa í honum var
haldið uppi með þessum hætti. Þessi
misnotkun leiddi því til þess að
allir aðrir en þeir sem voru með-
vitaðir um þessi sýndarviðskipti
innan Kaupþings, almenningur
á Íslandi til dæmis, voru blekktir
fyrir vikið auk þess sem hlutabréfa-
markaðurinn sjálfur var blekktur
með því að búa til eftirspurn og þar
með rangt verð á bréfunum. Eftir
því sem nær dró hruninu 2008, og
harðna tók enn frekar í ári hjá ís-
lenskum fjármálafyrirtækjum, þeim
mun meiri urðu viðskipti Kaup-
þings með bréf í bankanum sjálf-
um. Frá árinu 2007 var eignarhaldi
Kaupþings á eigin bréfum leynt fyr-
ir stjórn bankans með því að falsa
skýrslur um hlutabréfaeign bankans
í sjálfum sér. Á síðustu fjórum mán-
uðunum fyrir hrunið voru um 60 til
75 prósent viðskipta með hlutabréf
í Kaupþingi í Kauphöllinni á vegum
eigin viðskipta Kaupþings. Ekki er
ólíklegt að einhverjir af þeim sem nú
hafa verið ákærðir fyrir markaðsmis-
notkun í al-Thani málinu verði einn-
ig ákærðir fyrir þessa kerfisbundnu
markaðsmisnotkun.
Saga Kaupþings og Ólafs Ólafs-
sonar, frá sameiningunni við Bún-
aðarbankann, er því saga af ótrúleg-
um og kerfisbundnum blekkingum
um áralangt skeið. Fjórir af þátt-
takendunum í þessum blekkingum
hafa nú verið ákærðir fyrir þær.
1
2
3
4
5
6
„Þeir sem þekkja
vel til þessara
tveggja mála segja að
þetta sé bara deja-vú því
uppskriftin sé sú sama.
Leyndin svo mikil Sú einkennilega staðhæfing er í ákæru sérstaks saksóknara að
lögmaðurinn sem stýrði eignarhaldsfélagi al-Thanis, Telma Halldórsdóttir, hafi ekki verið
meðvituð um aðkomu Ólafs Ólafssonar að hlutabréfakaupum sjeiksins í Kaupþingi. Kristinn
Hallgrímsson, samstarfsmaður Telmu og samverkamaður Ólafs, stofnaði félagið.
Ein stærsta ákæran Ákæra embættis sérstaks saksóknara í al-Thani málinu er líklega ein sú stærsta sem embættið mun gefa út. Fjórir
af æðstu stjórnendum Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik og geta átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.