Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 54
Ólíkur stíll en árangurinn eins Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is T veir menn sem koma auð­ veldlega til greina sem knatt­ spyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni eru stjórar tveggja nýliða í deildinni, Paul Lambert hjá Norwich og Brend­ an Rodgers hjá Swansea. Þegar rétt rúmur fjórðungur er eftir af deildinni eru þessi litlu lið sem eyddu sama og engu fyrir tímabilið ekki nálægt falli. Það er auðvitað stutt niður en ekkert bendir í raun til þess að annað þess­ ara liða verði í vandræðum í maí. Liðin spila gjörólíkan fótbolta enda með gjörólíka knattspyrnustjóra. Hvor hefur sína hugmyndafræð­ ina þegar kemur að fótbolta en hún er svo sannarlega að virka hjá þeim báðum. Þarna mætir baráttan og vilj­ inn í Norwich fallega fótboltanum sem spilaður er í Swansea. Vissulega ólíkt en hvort tveggja lukkast vel. Ótrúleg saga Lamberts Fyrir rúmum tveimur árum benti ekkert til þess að Norwich væri á leið í úrvalsdeildina. Þvert á móti. Liðið var fallið niður í League One, þriðju efstu deild, og tapaði þar fyrsta leik sínum, 7–1, gegn Colchester. Stjórnin tók strax til sinna ráða. Hún rak stjór­ ann strax eftir fyrsta leikinn og réð stjóra Colchester. Sá hét Paul Lam­ bert. Það var eitthvert mesta gæfu­ spor í sögu félagsins því hann vann League One á fyrsta ári og kom Nor­ wich upp í fyrstu tilraun úr Champ­ ionship­deildinni í fyrra. Lambert, fæddur inn í verka­ mannafjölskyldu í Glasgow, trúir á það eitt að menn verði að leggja mikið á sig og að ekkert sé ókeypis. „Þú fæðist ekkert með silfurskeið í munninum. Þú færð ekkert gefins. Þú verður að leggja hart að sér og vinna fyrir hlutunum,“ sagði Lam­ bert í viðtali fyrir tímabilið. Þessi barátta einkenndi feril Lamberts. Þegar hann fékk ekki endurnýjaðan samning hjá Motherwell árið 1996, þá 27 ára gamall, héldu allir að ferill hans sem leikmanns væri staðnaður. Hann hélt þó ekki. Lambert sóttist eftir reynslu hjá þýska félaginu Dort­ mund sem heillaðist af honum og samdi við kappann. Ári síðar vann hann Meistaradeildina með liðinu eftir sigur í úrslitaleik gegn Juventus. Hans verkefni í leiknum var að gæta Zinedine Zidane. Frakkinn sást ekki í leiknum. Hógvær en harður „Markmið mitt er enn að halda lið­ inu í deildinni. Það hefur verið þann­ ig frá fyrsta degi.“ Þessi orð mælti Lambert ekki eftir sigurleikinn gegn Swansea um síðustu helgi heldur í janúar í fyrra þegar Norwich sat í öðru sæti Championship­deildar­ innar og var ekki nálægt því að falla. Lambert er ekki maður stórra orða. Hann lætur verkin tala inni á vellin­ um. Það er þessi hógværð í bland við ótrúlegan sigurvilja og baráttugleði sem smitast yfir á leikmenn hans og fær þá til að gera allt sem hann bið­ ur um. Fyrir tímabilið eyddi Norwich að­ eins 9 milljónum punda í sjö leik­ menn. Í byrjunarliðinu eru vanalega ellefu menn sem meðal fótbolta­ áhugamaðurinn hefur ekki hug­ mynd um hverjir eru. En samt er lið­ ið í níunda sæti úrvalsdeildarinnar með 35 stig, aðeins fimm stigum frá þessum 40 sem talið er að dugi alltaf til að halda sér uppi. Vill menn sem vilja ná árangri Lambert vissi alveg að hann gæti ekki keypt stór nöfn. Þvert á móti leitaði hann að leikmönnum sem hann vissi að myndu berjast, berjast og berjast svo aðeins meira. Menn sem þrá að spila í úrvalsdeildinni og myndu gera allt til að falla ekki niður um deild. Það sést líka á leikstíl Norwich. Hann er einfaldur en áhrifaríkur. „Við vildum leikmenn sem vildu komast upp um deild. Ekki leikmenn sem höfðu verið í úrvalsdeildinni og vildu vera þar áfram bara til að vera í sviðsljósinu,“ sagði Lambert fyrir mót. „Það var ekki að ræða það að ég myndi fá hingað leikmenn sem væru bara að eltast við einhverja peninga. Ég vil leikmenn sem eru hungraðir og vilja verða sigursælir,“ segir Lam­ bert. Skotinn trúir á sína aðferð og enn sem komið er getur enginn kvart­ að. „Fólk getur sagt það sem það vill um aðferðir mínar, hvort ákvarðanir mínar séu réttar eða rangar. Ég virði skoðanir allra. Aftur á móti læt ég utan aðkomandi hluti ekki hafa áhrif á mig. Ég einbeiti mér bara að mínu,“ segir hann. Missti aldrei trúna Í maí í fyrra stóð Norður­Írinn Brendan Rodgers með bikar í hendi á Wembley eftir að hafa unnið sigur í umspilinu um sæti í úrvalsdeild. Á þjálfaraferli sem var þá aðeins þrjú ár var hann orðinn fyrsti maðurinn til að koma velsku liði upp í ensku úrvalsdeildina. Rodgers á nefnilega ekki jafnflotta sögu og kollegi hans hjá Norwich. Rodgers hætti að spila tvítugur hjá Reading og gerðist þjálf­ ari í unglingastarfinu. Þar fann hann sig og starfaði fyrir Reading til ársins 2006 þegar Chelsea keypti hann til Lundúna. Eftir tvö ár þar fór hann til Watford í eitt ár, svo til Reading sem stjóri í eitt ár og þaðan til Swansea. Swansea er kallað hið velska Barcelona og ekki að ástæðulausu. Liðið spilar boltanum á milli manna endalaust, reynir að teyma hitt liðið úr stöðu og finna svo opnanir. Þetta gekk ekkert vel til að byrja með. Swansea skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en var langefst í einum tölfræðiþætti eftir leikina fjóra: Flestar heppnað­ ar sendingar á eigin vallarhelmingi. Þær voru orðnar hvorki fleiri né færri en 2.010. Þrátt fyrir að ekkert gengi var Rodgers ekkert á því að breyta um stíl. „Við munum fara inn í hvern ein­ asta leik og spila á eins jákvæðan hátt og við getum. Við munum verja hug­ myndafræði okkar og aðferðir til síð­ asta leiks. Við vitum að þetta virkar og til hvers að breyta sigurformúlu?“ sagði Rodgers eftir að liðið tapaði gegn Arsenal, 1–0, í fjórða leik tíma­ bilsins. Nú, 21 leik síðar, er Swansea í ellefta sæti með 30 stig og spilar enn einn fallegasta boltann í deildinni. Mærður af kollegum Það kom ekkert á óvart að Swan­ sea festi Rodgers til ársins 2014 fyrr í vikunni. Hann er heldur betur bú­ inn að vinna fyrir þeim samningi. Eins og Lambert gat Rodgers ekki eytt neinum ævintýralegum upp­ hæðum í leikmenn fyrir tímabilið. Heildarpakkinn kostaði 5,25 millj­ ónir punda sem dreifðist á átta leik­ menn. Á meðan Lambert horfði til leikmanna sem gætu barist vildi Rodgers leikmenn sem væru óhræddir við að gefa boltann. Allt í einu dúkkaði upp nafn á skjáum fót­ boltaáhugamanna: Joe Allen. Hver er það? 21 árs gamall Wales­maður sem er jafnöruggur á boltanum og Andrés Iniesta. Hann fær traustið frá Rodgers eins og aðrir leikmenn Swansea til að spila boltanum. Þeir trúa á hugmyndafræðina, spila eft­ ir henni í 90 mínútur í hverjum leik og uppskera eins og þeir hafa sáð. Ólíkir heimar hjá Norwich og Swan­ sea, ólíkur fótbolti en árangurinn er sá sami. „Swansea hefur gæðin til að spila í úrvalsdeildinni því fótbolt­ inn þeirra er svo jákvæður,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eft­ ir að Swansea lagði Lundúnaliðið að velli í janúar. „Swansea heldur boltanum vel og leikmennirnir eru nægilega góðir til að spila í þessari deild. Yfir 38 leiki hefur svona fót­ bolti virkað. Það er yndislegt að sjá hversu óhræddir þeir eru alls stað­ ar á vellinum. Það er frábært fyrir enska boltann að hafa stjóra eins og Brendan Rodgers sem vill spila svona fótbolta,“ segir Wenger sem sjálfur hefur látið sína menn spila fallegan fótbolta. n Lambert og Rodgers vinna kraftaverk í úrvalsdeildinni n Treysta eigin hugmyndafræði Flottir Lambert og Rodgers eru að gera góða hluti í úrvalsdeildinni. 54 Sport 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.