Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Page 16
16 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað n Áralangar blekkingar n Markaðurinn og almenningur blekktur hvað varðaði stöðu Kaupþings n Fjórir ákærðir Blekkingar kaupþings og Ólafs Þ essi díll held ég var allur og það að sameiningunni, þetta var allt hannað miklu fyrr, það er alltaf talað um að það hafi verið hannað í skrif- stofunni hjá Sund í október 2002. [...] þetta var mjög snjallt, ég meina, þú veist, það getur vel verið að þetta sé 100% löglegt, auðvitað mega menn plotta um yfirtöku fyrirtækja, það er ekkert ólöglegt við það,“ sagði Sigur- jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis um sam- runa Búnaðarbankans og Kaupþings um vorið 2003. Tilvísunin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Búnaðarbankinn hafði verið seld- ur til S-hópsins, með Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson í broddi fylkingar, einungis nokkrum mánuðum áður, í janúar 2003. Með orðum sínum átti Sigurjón við það að þeir S-hóp- smenn hafi verið búnir að komast að samkomulagi við stjórnendur Kaup- þings, þá Sigurð Einarsson og Hreið- ar Má Sigurðsson, um að sameina bankana tvo áður en Búnaðarbank- inn var einkavæddur. Þetta hefur hins vegar aldrei verið sannað með óyggjandi hætti en mikil leynd hef- ur hvílt yfir þreifingum þeirra á milli í aðdraganda einkavæðingar Búnað- arbankans. Áralöng blekkingarsaga Fjórir af stjórnendum og hluthöfum Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafs- son og Magnús Guðmundsson, voru í vikunni ákærðir fyrir lögbrot sem snúast að hluta til um þær blekkingar sem þeir stunduðu sem stjórnend- ur bankans á árunum fyrir hrunið. Fjórmenningarnir eru allir ákærð- ir fyrir markaðsmisnotkun og um- boðssvik vegna hlutabréfaviðskipta katarska sjeiksins al-Thanis í Kaup- þingi í lok september 2008. Skoðun á fortíð fjórmenninganna þann tíma sem þeir stýrðu Kaupþingi, og jafn- vel enn fyrr í tilfelli Ólafs, sýnir hins vegar fram á þær miklu blekkingar sem þeir beittu til að ná markmið- um sínum í viðskiptum. Saga Kaup- þings um og eftir sameininguna við Búnaðarbankann um vorið 2003 er í reynd áralöng blekkingarsaga. Útilokar ekki blekkingarnar Afar líklegt er þó að orð Sigurjóns, sem vitnað er til hér að ofan, eigi við rök að styðjast. Tíminn sem leið frá kaupum S-hópsins á Búnaðarbank- anum og þar til sameining bankans og Kaupþings átti sér stað var svo skammur miðað við umfang þess- ara viðskipta að nær óhugsandi er að ekki hafi verið búið að leggja drög að samrunanum með meira en nokk- urra mánaða fyrirvara. Raunar kemst rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ekki sé hægt að úti- loka að þetta hafi verið raunin. Sú skoðun nefndarinnar byggir meðal annars á þeim orðum Sigurðar Ein- arssonar sem bar því við í skýrslu- töku að: „Ég man ég átti ítrekað fundi bæði með Björgólfi Thor og Björgólfi Guðmundssyni um þetta og þeir voru mjög áfram um það að Kaupþing og Landsbanki sam- einuðust. [...] síðan koma Ólafur Ólafsson og Hjörleifur Jakobsson að máli við mig með nákvæmlega sama erindi. Við hins vegar komum hvergi nálægt kaupunum.“ Rann- sóknarnefndin kemst að þeirri nið- urstöðu frá orðum Sigurðar að ekki sé „hægt að útiloka að haft hafi ver- ið samband við hann áður en samið var um sölu Búnaðarbankans til S- hópsins þó að Kaupþing hafi ekki komið beint nálægt kaupunum“. Óljós aðkoma þýsks banka Þá hefur því einnig verið haldið fram að Kaupþing hafi í reynd átt hluta- bréf þýska bankans Hauck & Auf- häusers í Búnaðabankanum. Tal- Blekkingarleikir Alvarlegasta blekkingin er líklega sú markaðsmisnotkun sem bankinn stundaði árum saman. Fjórir stjórnendur bankans hafa nú verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í einu slíku máli. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru tveir þeirra. Þeir sjást hér með Hjörleifi Jakobssyni, einum nánasta viðskipta- félaga Ólafs Ólafssonar, og Sóloni R. Sigurðssyni þegar sameining Búnaðarbankans og Kaupþings var kynnt í apríl 2003. MorgunBlaðið/Kristinn tilgangurinn og meðalið Ólafur Ólafsson hefur nú að minnsta kosti fjórum sinnum tekið þátt í blekkingarleikjum í viðskiptum sem hafa miðað að því að hann næði tilsettum árangri. Athafnamaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í al-Thani málinu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.