Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR
hönnuður, eigandi 101 hótels,
fjárfestir og athafnakona
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Hafa ástríðu fyrir þeirri starfsemi sem maður rekur.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Vera sveigjanlegur, hlusta á aðra, taka ákvarðanir og vera
fljótur að framkvæma. Fylgjast með og vera opinn fyrir
nýjum straumum og stefnum, hrífa starfsfólk og aðra
með sér.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Já, ekki spurning, við eigum að óska eftir aðildarvið-
ræðum strax.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá
stjórnendum íslenskra fyrirtækja?
Hagræða í rekstri, spila eins vel og hægt er úr því
umhverfi sem við erum í núna, horfa til framtíðar og sjá
tækifærin sem geta falist bak við luktar dyr.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á
árinu?
Já, allavega flest þeirra.
Sex orða ævisagan.
Ævintýragjörn, til í að fara ótroðnar slóðir, bjartsýn,
eflist við mótlæti, sanngjörn en ákveðin.
FjárFestngarFélög
Ingibjörg Pálmadóttir,
fjárfestir og stjórnarmaður í Baugi group.
Kristín Jóhannesdóttir,
gaumir og stjórnarmaður í Baugi group.
Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Milestone.
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður í exista.
Halla Tómasdóttir, starfandi
stjórnarformaður auðar Capital.
Kristín Pétursdóttir, forstjóri
auðar Capital.
Ingunn Wernersdóttir,
eigandi Inn-Fjárfestinga.
Linda Bentsdóttir, frkstj. Inn-Fjárfestinga.
Þórdís J. Sigurðardóttir,
forstjóri stoða Invest.
Erna Bryndís Halldórsdóttir,
forstjóri Hyrnu og eBH Consulting.