Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 107
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 107
„Það er mikilvægt að fylgjast
vel með fræðum, straumum og
stefnum á sviði umhverfismála
og ekki er síður brýnt að hlusta
á starfsfólk sem hirðir heimilis-
sorpið okkar og sem hugsar
um grænu svæðin okkar. Það
er ómetanlegt að geta leitað í
reynslubrunn þeirra.“
Umhverfis- og samgöngusvið
hefur lagt ríka áherslu á sam-
ráð við borgarbúa í umhverfis-
málum. „Borgarbúar líta á það
sem rétt sinn að búa í heilnæmu
umhverfi og ég tel að sá réttur
sé mannréttindi sem eðlilegt
væri að nytu verndar í stjórnar-
skránni,“ segir Ellý Katrín og
leggur áherslu á að í lýðræðis-
samfélagi verði jafnframt að
treysta á liðsinni borgarbúa í
umhverfismálum. „Borgarbúar
eru tilbúnir að stíga skrefin
með okkur, græn skref fyrir enn
fallegri og skemmtilegri Reykja-
vík.“
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngu-
sviðs Reykjavíkur.
Umhverfis- og
samgöngusvið
Reykjavíkurborgar
Ellý Katrín Guðmunds-dóttir stýrir umhverfis- og samgöngusviði Reykja-
víkurborgar. Hún er lögfræðingur
að mennt með meistaragráðu í
umhverfis- og alþjóðarétti og
hefur mikla reynslu af umhverf-
ismálum bæði hérlendis og í starfi
hjá Alþjóðabankanum í Wash-
ington D.C.
Ellý Katrín hefur brennandi
áhuga á umhverfismálum og
veit að það skiptir sköpum fyrir
lífsgæði næstu kynslóðar að við
vinnum vel úr þeim verkefnum
sem við stöndum nú frammi
fyrir. „Aukið vægi umhverfismála
í borgarpólitíkinni hefur gert
okkur kleift að vinna markvisst
og á heildstæðan hátt að mála-
flokknum,“ segir Ellý Katrín.
Fjölbreytt umhverfisverkefni
Sviðinu er falið að sinna fjöl-
breyttum umhverfisverkefnum
í borginni, s.s. á sviði náttúru-
verndar, heilbrigðiseftirlits, sam-
gangna, úrgangsmála, mein-
dýravarna, búfjáreftirlits og bíla-
stæðamála. Á sviðinu er einnig
vinnuskóli, náttúruskóli, bíla-
stæðasjóður, grasagarður og
umsjón með grænum svæðum
borgarinnar.
Að sögn Ellýjar Katrínar er
starfshópurinn fjölbreyttur og
sinnir störfum sínum af alúð og
metnaði: „Í því felst styrkur okkar.
Saman horfum við á verkefni
okkar frá ólíkum sjónarhornum
en við komumst að niðurstöðu
til hagsbóta fyrir umhverfið og
borgarbúa,“ segir Ellý. www.reykjavik.is
mannréttindi að búa
í heilnæmu umhverfi
„Borgarbúar eru tilbúnir að stíga
skrefin með okkur, græn skref fyrir enn
fallegri og skemmtilegri Reykjavík.“