Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 188
Lífsstíll
188 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
Golf:
Útiveran og sjálfsaginn
Bergsveinn Sampsted, fram-
kvæmdastjóri kortalausna hjá
Valitor, spilaði golf í fyrsta skipti
þegar hann var um tvítugt. Síðan
hefur golfkylfan og -kúlan ekki verið
langt undan. Golfbakterían heltók
hann síðan þegar hann var í námi
í markaðs- og viðskiptafræði í
Suður-Karólínu í Bandaríkjunum en
golfvellir eru á svæðinu. Það var
einmitt vinsælt á meðal háskóla-
nemanna að munda golfkylfuna.
Í dag spilar Bergsveinn golf
tvisvar í viku með fjölskyldunni - eig-
inkonunni, Hrönn Sveinsdóttur, og
sonunum Sveini, 13 ára, og alfonsi
sem er 10 ára en hann sló holu
í höggi í fyrra. Þess má geta að
strákarnir æfa golf hjá Golfklúbbi
reykjavíkur í sumar. Yngsti son-
urinn, dagur, sem er fjögurra ára,
er nýbúinn að fá golfsett en hann
fer yfirleitt í pössun til afa þegar
fjölskyldan fer út á völl. Þá fá allir
að æfa sig saman þegar dvalið er
í sumarbústaðnum á flúðum þar
sem golfvöllur er í næsta nágrenni.
„Golf er skemmtileg íþrótt og
það sem heillar mig fyrst og fremst
er útiveran og félagsskapurinn.
Það sem dregur mig áfram er að
vera úti og ganga í um fjóra klukku-
tíma. Þá fylgir sjálfsagi golfinu en
það þýðir ekkert að beita kröftum
og látum í þessari íþrótt. Þetta er
ómetanlegt fjölskyldusport þar sem
allir eru jafningjar burtséð frá stærð
eða getu.“
Ása Brynjólfsdóttir ásamt eiginmanni súnum Willum Þór
Þórssyni og fjórum börnum. „Fótboltinn er skemmtileg
íþrótt og það er gaman að öll fjölskyldan getur verið saman í
þessu. Fótboltanum fylgir félagsskapur, spenna og útivist.“
fótbolti:
samverustundir, spenna
og Útivist
„Heimilislífið snýst um fótbolta,“ segir ása Brynjólfsdóttir,
þróunarstóri hjá Bláa lóninu. Hún er gift Willum Þór Þórssyni,
þjálfara Vals, og eiga þau fjögur börn. Synirnir tveir, Brynjólfur
darri og Willum Þór, æfa fótbolta með Breiðabliki. Sjálf æfði
ása fótbolta sem unglingur með Hetti á Egilsstöðum en hún
var á þeim tíma mikið í íþróttum. Hún segist auðvitað halda
með úrvalsdeild Vals og yngri flokkunum hjá Breiðabliki; það
sé þó erfitt fyrir strákana þegar Valur og Breiðblik keppa.
„fótboltinn er skemmtileg íþrótt og það er gaman að öll
fjölskyldan getur verið saman í þessu,“ segir ása en fjöl-
skyldan fer saman á leiki og auðvitað er mikið talað um fót-
bolta á heimilinu. „fótboltanum fylgir félagsskapur, spenna
og útivist.“
Bergsveinn Sampsted. „Þetta er ómetanlegt fjölskyldusport þar sem allir
eru jafningjar, burtséð frá stærð eða getu.“