Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
s j á v a r ú t v e g u r
g
uðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson hófu útgerð fyrir
tæpum fjórum áratugum, með Ráninni, sem fór á sjó í
ágúst 1971. „Ágúst keypti breskan togara sem strandaði
og sökk í Arnarfirði við Ísafjarðardjúp. Hann gerði skipið
upp, sem var mikið verk, en tókst vel til og þetta fyrsta
skip okkar reyndist hið mesta happafley. Við höfum haldist í útgerð
allar götur síðan, með mismunandi mörg skip.“
Hvaða ráð hefur Guðrún til kvenna í viðskiptalífinu? „Fyrst og
fremst að láta verkin tala. Ég held að konur séu varfærnari í peninga-
málum og veðji fremur á eitthvað öruggt en að leggja út í óvissu.
Að þær spili ekki jafn djarft, þótt um mig megi segja að ég hafi oft
spilað ansi djarft, þó aldrei þannig að ég sæi ekki fram á að ná endum
saman,“ segir Guðrún.
Sem dæmi um dirfsku Guðrúnar nefnir hún þegar þau hjón
keyptu Sigureyna frá Patreksfirði á uppboði. „Við vorum stödd
þarna á svæðinu og ákváðum að bjóða í þetta skip, sem var með
góðan þorskkvóta. Þá var skiptingin þannig að norðanskip höfðu
meiri þorskkvóta, en við hérna sunnan megin meiri karfakvóta.
Það var allt fullt af svona kerfavitleysu í þá daga. Við buðum í
skipið og fengum það, en fyrir miklu hærri upphæð en við höfðum
handbæra. Við fengum ekki að yfirtaka nema hluta af þeim lánum
sem hvíldu á skipinu; Byggðastofnun vildi ekki taka okkur sem
skuldara. Þetta var nú byggðastefnan í hnotskurn. Við sömdum við
minni aðila og nokkra stóra, en opinberu aðilarnir treystu sér ekki
til þess að láta lánin fylgja, þannig að við urðum að borga þau lán
upp. Reyndar var það okkar gæfa því við gátum fengið miklu hag-
stæðari lán,“ segir Guðrún.
Besta fjárfesting sem ég hef gert
Hún bætir við, að kaupin á Sigureynni hafi verið besta fjárfesting
sem hún hafi gert. ,,Þarna fengum við gott skip, með allan kvótann
sem fylgdi og þegar fram í sótti var þetta flott. Reyndar höfum við
alltaf verið mjög heppin í okkar útgerð. Vissulega höfum við orðið
fyrir óhöppum, en aðeins einu sinni fyrir stórtjóni, þegar Ýmir,
frystitogarinn okkar, fór á hliðina hérna í Hafnarfjarðarhöfn í ágúst
1999. Hann sökk og skemmdist mikið, en það tókst að gera hann
jafngóðan. Að öðru leyti höfum við verið farsæl í allri okkar útgerð
og gengið vel með allan mannskap, því það er lykilatriði að hafa góða
áhöfn.“
Hvernig hefur jafnréttisbaráttan í atvinnulífinu breyst und-
anfarna áratugi?
„Ég hef alltaf litið svo á að konur og menn væru jafningjar og ynnu á
jöfnum grundvelli, þannig að það þyrfti í sjálfu sér ekki að vera með
neina jafnréttisbaráttu. Sennilega er það arfur frá ömmu minni, Guð-
rúnu Lárusdóttur, einni af fyrstu konum sem var kosin til alþingis.
Hún áleit sig jafningja þeirra manna sem hún var með á þingi, sem
og annarra.“
Er jafnréttið samt ekki komið töluvert lengra en þegar þú
byrjaðir?
„Miklu lengra. Nú eru konur bæjarstýrur, útibússtjórar annars hvers
banka og ég tala nú ekki um kvenpresta. Það er það sem amma mín
hefði viljað vera, ef það hefði verið hægt þá. Það finnst mér vera mikil
framför. Svo er aukinn hlutur kvenna á alþingi og á fleiri stöðum.“
ekki kynbinda möguleikana
Hvaða aðferðafræði baráttunnar hefur verið röng?
„Ég held að það hafi verið rangt að leggja svona mikla áherslu á
þennan svokallaða kynjakvóta. Hvort sem manneskjan er kona eða
karl á hún rétt á að fá að njóta sín og sinna verðleika, en það á ekki
að kynbinda möguleikana.“
Hvaða aðferðir eru árangursríkastar í rekstri?
„Það er nú það, hvaða aðferðir eru réttar í viðskiptum, aðrar en
að beita skynseminni hverju sinni? Ég hef valið að bera mig alltaf
aðeins betur en efni standa til og aldrei segja aumingja ég. Ég hef líka
vanið mig á hreinskilni, þótt hún sé stundum óþægileg. Ég lít upp
til Vigdísar Finnbogadóttur, sem heldur alltaf sínu striki, en af þeim
tíguleika sem hefur alltaf einkennt hana. Aldrei heyrði ég hana krefj-
Hef oft spilað ansi djarft
Guðrún Lárusdóttir rekur ásamt manni sínum útgerðafyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði.
Þetta er eitt kunnasta fyrirtækið í greininni og þekkt fyrir sterka stöðu, mikinn hagnað og
að greiða há laun. Guðrún segist oft hafa spilað ansi djarft en þó aldrei þannig að hún
hafi ekki séð fram á að endar næðu saman.
texti: þórdís bachmann • Mynd: geir ólafsson
GuðRún LÁRuSdóttiR í StÁLSkipuM, HaFnaRFiRði: