Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 95
F É l a g k v e n n a Í a t v i n n u r e k s t r i
og þeirra fyrirtæki að tengjast öðrum konum í fyrirtækjarekstri í
þeim löndum.
Margrét nefnir að einn liður í stafsemi félagsins sé árleg hópferð til
útlanda. „Við höfum heimsótt Kaupmannahöfn og París til að kynna
okkur viðskiptalífið þar og næst er Helsinki í haust og er fjöldinn
allur af konum búinn að skrá sig í þá ferð.“
við segjum já
Eitt af því sem hefur vakið athygli þjóðarinnar á FKA er auglýsingin
Við segjum já, sem vakti sterk viðbrögð og var hún meðal annars
tilnefnd til verðlauna. Í auglýsingunni var
FKA í samvinnu við LeiðtogaAuði að bjóða
konur fram til setu í stjórnum fyrirtækja:
„Við höfum heyrt í gegnum tíðina að ein
af ástæðum þess að konur séu ekki fleiri
í stjórnum fyrirtækja sé að þær segi alltaf
nei þegar til þeirra er leitað. Okkur kemur
þessi skýring alltaf jafn mikið á óvart því
að við vitum ekki um konur sem afþakkað
hafa boð um stjórnarsetu og ákváðum að
setja saman á einn stað nöfn meira en 100
kvenna sem lýstu sig tilbúnar til stjórnarsetu, konur sem ekki myndu
segja nei. Þess vegna var yfirskrift auglýsingarinnar: Við segjum já.
Auglýsingin var í raun fyrst og fremst til að sýna fram á að það
stendur ekki á konum sé vilji til að fjölga þeim í stjórnum fyrir-
tækja. Einhver önnur ástæða kemur í veg fyrir það. Auglýsingin
var gerð á jákvæðan hátt og ég hef heyrt að í mörgum fyrirtækjum
hafi málið verið sett á dagskrá, sem er einmitt eitt af því sem við
lögðum upp með, en ekki fleygt út af borðinu með einhverjum frasa
sem stenst ekki. Í kjölfarið hefur verið leitað til nokkurra kvenna á
listanum um stjórnarsetu og það skiptir miklu máli að hver einasta
kona sem kemst í stjórn fyrirtækis aðstoði okkur við að koma fleiri
konum inn.
Þegar við lítum svo á málið í dag þá hefur konum fjölgað í
stjórnum fyrirtækja frá 2007 til 2008 þó við séum alltof fáar ennþá.
Þessi auglýsing er hins vegar aðeins fyrsta skrefið. Við erum langt
í frá að láta staðar numið. Í næstu auglýsingu munum við draga
fram árangurinn eftir að auglýsingin birtist og nefna þau fyrirtæki
sem við teljum að hafi brugðist við á jákvæðan hátt og hampa þeim
þar sem við teljum að þarna séu á ferð framsýn og öflug fyrirtæki,
sem átta sig á þeim tækifærum sem búa í fjölbreytileikanum. Fyrir
aðalfundahrinuna á næsta ári munum við aftur minna á okkur.“
Þörfin er fyrir hendi
Starfsemi FKA snýst um fleira en að
gera konur sýnilegar í viðskiptalífinu.
Félagslífið stendur með miklum blóma.
Áður hefur verið minnst á hópferðir
til útlanda og fundi mánaðarlega og þá
stendur félagið einnig fyrir árlegu golf-
móti fyrir félagskonur og mörgu fleiru.
„En ég held að það mikilvægasta sem
FKA gerir fyrir sínar félagskonur sé að
gera þeim kleift að koma sér upp öflugu
tengslaneti, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla sem starfa
í viðskiptum. Síðan er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá
okkur - hvernig er annað hægt í félagsskap með hátt í sjö hundruð
konum?“
Um þörfina fyrir félagið í framtíðinni segir Margrét að því
miður sé ekki annað að sjá en að þörfin verði fyrir hendi í nánustu
framtíð: „Nú er talað um að konur í stjórn fyrirtækja séu um 15%.
Við viljum sjá þessa tölu ekki undir 35% innan 2ja ára og þó að
þetta takmark náist þá eru næg verkefni fyrir félagið. Félagið mun
starfa áfram á meðan konur finna hjá sér þörf fyrir að vera í félagi
eins FKA og á meðan félagið nær árangri í því að efla og bæta stöðu
kvenna í íslensku viðskiptalífi.“
Margrét Kristmannsdóttir, formaður FKA,
segir alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera
í félagsskap sem telur 660 konur.
á sumum sviðum höfum við
farið fram úr okkar björtustu
vonum og ég held að fáar konur,
sem stóðu að stofnun Fka, hafi
órað fyrir að níu árum síðar yrði
félagatalan komin í 660.
Ný stjórn FKA, frá vinstri: Hafdís Jónsdóttir, World Class, Svava Johansen, NTC, Margrét
Kristmannsdóttir, Pfaff, Bryndís Torfadóttir, SAS, Hafdís Karlsdóttir, Maður lifandi, Sofía Johnson,
framkvæmdastjóri FKA, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pizza Hut og Katrín Pétursdóttir, Lýsi.