Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
endurskoðun
MARGRÉT SANDERS
framkvæmdastjóri rekstrar
og eigandi í Deloitte
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Það skiptir máli að hugsa alltaf „það er allt hægt“, bara mismunandi
leiðir að markmiðum.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Framsýni, heilindi, hæfni í mannlegum samskiptum og að nálgast
viðfangsefni með jákvæðu hugarfari.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Ekkert frekar. Ég vil sjá umræðuna um ESB og evruna á breiðari
grundvelli en hún er í dag, þar sem hlutirnir eru gjarnan settir
í svart/hvítt samhengi. EES-samningurinn var mjög góður fyrir
okkur Íslendinga og dugar vel enn. Styrkur Íslands í samningum við
ríki utan Evrópu getur falist í því að vera utan ESB. Við erum ein
af fjórum þjóðum í EFTA og í ljósi þeirrar reynslu tel ég mikilvægt
að ná fríverslunarsamningum við fleiri ríki og horfi ég þá m.a. á
NAFTA í því samhengi.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá stjórnendum
íslenskra fyrirtækja?
Í þessari niðursveiflu þurfa stjórnendur að halda haus. Það er
varasamt að álíta að það sé kreppa og reyna aðeins að redda sér
með því að hækka vörur og þjónustu, draga saman og stöðva alla
framsýni. Gott er auðvitað að fara vel yfir reksturinn en það versta
fyrir viðskiptalífið er bölsýni, vantrú á að ástand batni og skamm-
tímalausnir.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á árinu?
Já. Vel útfærð markmið og leiðir verða yfirleitt til þess að markmið
nást, auðvitað ef markmið eru raunsæ.
Sex orða ævisagan:
Hamingja, keppnisíþróttir, stuðningur foreldra, slagsmál við bræð-
urna, frábær systir, yndisleg fjölskylda, Bandaríkin, velgengni,
Deloitte, bara gaman …
ANNA KRISTÍN TRAUSTADÓTTIR
meðstjórnandi og framkvæmdastjóri
Ernst & Young
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Ekki
sakar að vera góður hlustandi.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Að geta tekið ákvarðanir og skynjað tækifæri í umhverf-
inu.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Hef ekki gert upp hug minn.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá
stjórnendum íslenskra fyrirtækja?
Halda jafnvægi og láta ekki neikvæðar aðstæður í
umhverfinu hafa of mikil áhrif á sig.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum
á árinu?
Já, ég á von á því. Ekkert sem bendir til annars.
Sex orða ævisagan:
Bjartsýni, jákvæðni og frábærir félagar.