Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 RitstjóRnaRgRein KRÓNAN ER KÓRVILLA: Rifist við prófessor Það er mér enn í fersku minni þegar ég reifst nánast við einn prófessorinn minn í háskólanum um verðbólgu- gróða. Þetta hljómar auðvitað ekki spennandi, hvað þá þegar þetta var, haustið 1977, og verðtrygging ekki komin til sögunnar. Hún kom ári síðar. Mér hafði orðið það á í ritgerð um skuttogaravæðinguna að velta því fyrir mér varðandi verðbólgutap sparifjáreigenda og banka hvort bankarnir „ættu heimtingu á“ að fá lán sín greidd til baka á uppfærðu verðlagi og ættu þannig kröfu umfram aðra að vera lausir við áhættu sem fylgir verðlagsbreytingum. Þetta kom til af því að þeir sem tóku lán á lágum vöxtum í óðaverðbólgu greiddu ekki nema brot af raunvirði lánanna til baka á meðan eignir þeirra og tekjur í krafti lánanna juk- ust í takt við verðbólguna. Svo var komið að fólk var hætt að spara og leggja fé sitt í banka vegna þess að verðbólgan át sparn- aðinn jafnóðum upp og þar með vantaði bankana fé til að lána til fólks og fyrirtækja. Verðtryggingin var því sett á til að örva sparnað í landinu og þar með fjárfestingar. Þetta var mál málanna á þessum tíma og ég ákvað að leika mér svolítið með þessa hugsun um verðbólgutap lánastofn- ana í ritgerðinni og verðbólgugróða lántak- enda og rökræða það frá öllum hliðum. Ættu skuttogaraeigendur að fá togarana „gefna“ vegna óðaverðbólgu? Hvers konar tap var þetta verðbólgutap? Ættu þeir, sem lánuðu fé, „heimtingu á“ að hafa allt sitt á þurru og að fá lánin greidd til baka upp- færð eftir vísitölum verðbólgu? Kennarinn sagði að ég væri á villigötum; ég held að hann hafi notað orðið „kórvilla“, því sá sem lánaði öðrum fé ætlaðist auðvitað til þess að fá raunvirði lánsins aftur til baka. Það væri eðlileg krafa. Eftir smávægilega þrjósku og ákefð námsmannsins náðist lend- ing í málinu; ég gaf mig auðveldlega. Síðan eru liðin mörg ár, þrjátíu ár. Kynslóðin, sem núna er um þrítugt, hefur nánast ekkert heyrt minnst á hugtökin verðbólgugróða og verðbólgutap. Fyrst og fremst vegna þess að það hefur blessunarlega verið lítil verðbólga síðustu átján árin. Þeir, sem eru um þrítugt, hafa hins vegar heyrt mikið um hækkun og lækkun úrvalsvísitölunnar; hækkun og lækkun hlutabréfa. Síðastliðin fimm ár hafa þeir heyrt um skyndigróða sem felst í því að verð hlutabréfa hefur hækkað miklu meira en almennt verðlag og lán til hlutabréfakaupa. Síðustu mánuðina hefur hins vegar orðið hrun á markaði hlutabréfa. Sagan um prófeSSorinn og ritgerðina er hins vegar rifjuð hér upp vegna þess að núna er verðbólgan komin á stjá og verðtrygging lána farin að sliga skuldug heimili landsins, svo ekki sé talað um okurvextina; hæstu vexti í heimi. En viti menn; hún gerist háværari umræðan um það hvort verðtrygging eigi rétt á sér og hvort lánveit- endur eigi „heimtingu á“ að hafa alltaf allt sitt á þurru og vera þeir einu í landinu sem njóti verðtryggingarinnar. Fólk segir sem svo: Húseigendur eru ekki með verðtryggingu. Hlutabréfaeigendur eru ekki með verðtryggingu. Fyrirtæki eru ekki með verðtryggingu þó þau reyni eðlilega að koma hækkun á framleiðslukostnaði út í verðlagið. Launþegar eru ekki með verðtryggingu þótt þeir ræði um „rauð strik“, stutta samninga og endurskoðun samninga. Fólk mun segja sem svo á næstu mánuðum: Hvers vegna ekki að verðtryggja allt fyrst lánin í svo lánadrifnu þjóðfélagi eru verðtryggð? Útkoman úr því yrði að vísu óðaverðbólga. En það er sama; þetta verða vangavelturnar. gengi krónunnar hefur fallið skarpt frá ára- mótum og umræðan í þjóðfélaginu snýst núna um það hvort íslensku bankarnir hafi tekið stöðu gegn krónunni til að verja eiginfjárstöðu sína vegna mikilla fjárfestinga erlendis. Ég trúi því seint. En miðað við gjaldeyrisstöðu bankanna fer ekki á milli mála að í ísköldu hagkerfi – þar sem innflutningur er lítill og ásókn heildsala eftir gjaldeyri hjá bönkunum eftir því lítil – þá hafa bankarnir hamstrað gjaldeyri sem hefur fyrir vikið hækkað í verði. Það skilar sér í auknum gengishagnaði bankanna en líka í auknum tekjum þeirra í krónum talið af verðtryggingu lána þar sem verðbólgan snarhækkar höfuðstól útlánanna í bönkunum – þótt vaxtamunurinn sé óbreyttur. Hvað er til ráða? Það er endalaust hægt að ræða um gengishagnað, veikingu krónunnar og vaxandi verð- bólgu. En eftir stendur að bankarnir eru orðnir alltof stórir – og með alltof mikið umleikis erlendis – til að búa við þá örmynt sem krónan er. Það munu heyrast hróp og köll á næstunni. Eitthvað segir mér að ungt fólk í skuldafangelsi verð- og gengistryggðra lána verði hávært og setji fram kröf- una um evru, lága vexti og óverðtryggð lán. Að það verði draumalandið Ísland. ég er HinS vegar sannfærður um að ef ég ætti að endurtaka „rökræðurnar“ við prófessorinn minn frá því fyrir þrjátíu árum snerust þær ekki um það hvort lánveit- endur „ættu alltaf heimtingu á“ að fá lán sín til baka á upp- færðu verðlagi. Ég myndi nota hans orðalag og dengja því fram að krónan væri kórvilla. Jón g. Hauksson Mér hafði orðið það á í ritgerð í háskólanum um skuttogaravæðinguna að spyrja hvort bankarnir „ættu heimtingu á“ að fá lán sín greidd til baka á uppfærðu verðlagi. *S am kv æ m t sk ilm ál um . FÁÐU ALLAN PAKKANN FRÁ 3.990 KR. Á MÁNUÐI ÉG GET LÆKKAÐ SÍMREIKNINGINN ÞINN! Flestir Íslendingar nota síma og tölvu án þess þó að tapa sér í aukabúnaði og útúrdúrum; þeir vilja bara geta hringt í fólk og farið á Netið án þess að borga fyrir það stórfé. Við bjóðum þá velkomna til Tals, þar sem einföld og gegnsæ gjaldskrá tryggir þeim lægri símreikning. Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. Frítt í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* HEIMASÍMI NET GSM www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.isArna, starfsmaður Tals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.