Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Við notum kannanir og mælingar markvisst til að fylgjast með því hvar styrkleikar okkar og veikleikar liggja,
bæði gagnvart viðskiptavinum og innávið
gagnvart starfsfólkinu. Niðurstöður slíkra
mælinga höfum við notað til að bæta þjón-
ustuna og starfsskilyrðin innan húss,“ segir
Anna Rós Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri
starfsmannasviðs VÍS. Þrátt fyrir talsvert
umrót á tryggingamarkaði hér á landi hefur
VÍS haldið stöðu sinni sem stærsta tryggin-
gafélag landsins og er auk þess það fyrirtæki
hér á landi sem hefur reynst vera með einna
mesta tryggð og stolt starfsmanna.
Anna Rós segir starfsumhverfið hjá VÍS
hafa breyst mikið þau tæpu 10 ár sem hún
hefur starfað hjá fyrirtækinu. Nýjar kynslóðir
stjórnenda, aukin samvinna á milli deilda,
öflugt fræðslustarf og bætt upplýsingaflæði
hafa að hennar sögn breytt vinnustaðnum
og eflt liðsandann. „Við settum okkur það
markmið að gera VÍS að eftirsóttum vinnu-
stað með því að auka starfsánægju og að
láta fólkinu líða vel í vinnunni því við erum
sannfærð um að ánægt starfsfólk veiti betri
þjónustu.“
Í nýlegri skipulagsbreytingu VÍS vakti
fjölgun kvenna í framkvæmdastjórn athygli
en hana skipa nú jafnmargar konur og karlar
auk forstjóra félagsins.
Anna Rós segir að ánægjulegt hafi verið
að fylgjast með þróuninni hjá félaginu
undanfarið þar sem hlutfall kvenna í stjórn-
unarstöðum hefur aukist bæði í fram-
kvæmdastjórn og meðal millistjórnenda.
Þessi þróun hafi verið hafin fyrir nokkru og
styrkst enn frekar eftir að Exista eignaðist
VÍS. Þannig hafi til að mynda Hildur
Árnadóttir tekið sæti í nýrri stjórn VÍS. Í
kjölfar skipulagsbreytinga í mars hafi nýir
og öflugir einstaklingar, konur jafnt sem
karlar, tekið við mikilvægum stöðum innan
fyrirtækisins. Næstu mánuði verður haldið
áfram að treysta í sessi nýtt skipulag og
lögð áhersla á vöruþróun og að samþætta
betur alla starfsemi félagsins.
VÍS
eftIrsóttur vINNustaður í forYstu
„Við settum okkur það mark-
mið að gera VÍS að eftir-
sóttum vinnustað með því
að auka starfsánægju og
að láta fólkinu líða vel í vin-
nunni því við erum sannfærð
um að ánægt starfsfólk
veiti betri þjónustu.“
Konurnar í stjórnendateymi VÍS: Frá vinstri Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs, Anna Rós Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri
starfsmannasviðs, Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður í VÍS og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs.
www.vis.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VINSÆLASTA
FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN
F plús fjölskyldutryggingar VÍS eru vinsælustu og víðtækustu
fjölskyldutryggingarnar á Íslandi. Fjölskyldan er það dýrmætasta
sem við eigum og við viljum öll skapa fjölskyldu okkar örugga
umgjörð. Til þess þurfa tryggingarnar að vera í lagi. Leyfðu okkur
að bera ábyrgðina með þér.