Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 138

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 r í k u s t u k o n u r n o r e g s Ef fjórir ríkustu karlar Noregs eru teknir til samanburðar við konurnar þá eiga þeir John Fredriksen, Stein Erik Hagen, Olav Thon og Kjell Inge Røkke það sameiginlegt að vera af venjulegu alþýðufólki komnir. Þeir erfðu ekkert. Lítur það nógu vel út í jafnréttisríkinu Noregi? Karlarnir brjótast frá fátækt til frægðar en konurnar erfa auð og völd. Klisjan virðist óhagganleg. von um árangur Ja, nema kynjakvótinn leiði með tíð og tíma til þess að konum fjölgi í ráðandi stöðum í atvinnulífinu. Enn er það svo að kon- urnar í kjörnum stjórnum hlutafélaganna hafa ekki náð að fjölga konum í faglegum stjórnum fyrirtækjanna, sem þessi félög eiga. Það var eitt helsta markmið kynjakvótans. Fylgismenn kvóta sögðu: Ef konum í kjörnum stjórnum fjölgar verða fleiri konur ráðnar í stjórnunarstöður í fyrirtækjunum. En þarna standa norskar konur ekki sérlega vel að vígi. Enn sem komið er skipa konur innan við 10 prósent af stöðum deild- arstjóra og framkvæmdastjóra í fyrirtækjunum. Þetta er mun lægra hlutfall en er til dæmis á Íslandi. Í Noregi er talað um ósýnilegt glerloft í fyrirtækjunum. Kon- urnar komast ekki í gegnum þetta þak en það er enn of snemmt að segja fyrir um hvort kynjakvótinn verður til þess að glerþakið brotnar. Kvótinn hefur aðeins verið í gildi í hálft ár svo enn er von. verri stjórnir? Fleiri rök voru notuð fyrir að taka upp kvóta. Faðir kvótans – Ansgar Gabrielsen – lagði áherslu á að fjölgun kvenna í stjórnum leiddi til þess að fleiri sjónarmið heyrðust á stjórnarfundum en bara þessi hefðbundnu karlaviðhorf. Kvótinn átti að leiða til meiri fjölbreytni. Ansgar var að hugsa um þennan þrönga karlahóp, sem sat í öllum stjórnum að því er virtist. Hann vildi brjóta þetta póltíska veldi upp. Þessi rök eru umdeild. Því er haldið fram að samanlögð kunnátta stjórnarmanna verði ekkert meiri þótt fjölbreytnin aukist. Þvert á móti. Ef til vill koma inn í stjórn konur með litla faglega þekkingu bara vegna þess að þær eru konur. Fleira er talið til: Eðli málsins samkvæmt sitja stjórnarmenn í krafti hlutafjár. Þar gildir einu hvort stjórnarmaður á hlutaféð sjálfur eða hefur verið beðinn að taka sæti í stjórn fyrir einhvern hluthafa. Hann hefur hlutafé að baki sér en ekki kynjakvóta. Með þessum rökum er því haldið fram að stjórnirnar breytist í kjaftaklúbba. Eigendur hlutafjár treysti meira á hina faglegu stjórn fyrirtækisins en kjörna stjórn hlutafélagsins. Þrír hópar kvenna Ansgar Gabrielsen vildi brjóta upp valdaklíku með því að setja kynjakvóta. Hefur það tekist? Hópur þeirra kvenna sem komið hefur inn í stjórnir í krafti kynjakvóta er þrískiptur: Fagleg menntun Í fyrsta lagi hafa eigendur hlutafjár leitað upp konur með faglega menntun og beðið þær að taka sæti í stjórn. Þetta var upp- haflega tilgangurinn með kvótanum. áberandi í stjórnmálum Í öðru lagi eru konur sem hafa verið og eru áberandi í stjórn- málum. Kjell Inge Røkke virðist til dæmis hrifinn af þingkonum Verkamannaflokksins. Eru þessar konur valdar til að tryggja pólitísk sambönd? gamlar skólasystur Í þriðja lagi eru svo skólasystur eigenda hlutafjárins. Þarna virðist hugsunin þessi: ó, Guð! ég á eftir að fylla kynjakvótann! Hvaða konu þekki ég? Hvað með hana Siggu sem var í bekknum mínum í Versló? Vill einhver finna út hvar Sigga er núna? í danmörku er vaxandi umræða um að koma á kynjakvóta og setja markið við 30 prósent í fyrstu. jafnaðarmenn danskir eru fylgjandi þessu og nú í vor sagði karen jespersen, ráðherra jafnréttismála frá venstre, að hún gæti hugsað sér kvóta. 2005 12,8 % 2006 19,3 % 2007 33,0 % 2008 40,0 % Hlutfall kvenna í stjórnum almenningshluta- félaga - kjörnar af eigendum. 40 % kvenna- kvóti tók gildi 1.1.2008 eftir 4 ára umþóttun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.