Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
Bónusar í peningaformi hafa verið árangurshvetjandi í
mörgum tilfellum. En eru þeir betri en hrós?
Ragnhildur: Ég held það megi skipta fólki í tvo hópa hvað þetta
varðar. Í huga langflestra skiptir mestu máli að fá hrós og hvatningu.
Vinnan má ekki bara snúast um laun. Það má umbuna fólki með
ýmsu öðru en peningum. Sú hætta verður annars alltaf fyrir hendi að
þeir sem eru drifnir áfram af bónusum stýri öllu með það fyrir augum
að hámarka eigin bónus. Ég er sjálf ekki hrifin af því kerfi.
Ingunn: Í sumum geirum gefst starfsfólk upp því það fær aldrei
bónus og sáralítið hrós.
Ragnhildur: Þetta er spurning um það hvað skapar starfsgleði. Eru það
launin? Ég tel mikilvægt að ráða fólk sem er árangursdrifið. Vissulega er
fólk misjafnt en þegar ég vel starfsmann þá ræð ég þann sem hefur áhuga
á vinnunni og hefur það markmið að ná árangri. Þeir sem standa sig vel
fá bónusinn, en sjálft markmiðið er að ná árangri.
Áslaug: Mig langar til að skjóta hér að að þeir sem hafa starfað við
ráðningar hjá hinu opinbera hafa sjaldnast þann lúxus að geta boðið
upp á bónus. Þeir þurfa að nota önnur tæki og tól, hvort sem er í
formi endurmenntunar, hróss eða einhvers annars. Þegar efnahag-
urinn er í niðursveiflu og fjármunir ekki á lausu þarf vissulega að
horfa á aðra þætti.
Þótt forstjórinn sé að hugsa um að ná hámarksárangri, ganga
þá starfsmennirnir endilega fylktu liði í þeirri stemmningu?
Kristín: Þarna komum við aftur að því sem við töluðum um í upp-
hafi, að stjórnendur hafi skýra sýn og séu færir um að miðla henni,
fá allt liðið til að vinna með sér að settu marki. Ég held að bónusar
geti stundum verið til skaða og gengið of langt. Það er erfitt að setja
upp fullkomið bónuskerfi þannig að markmið og mælingar séu
settar í rétt samhengi. Við höfum mörg birtingardæmi þess í því
sem hefur verið að gerast í fjármálaheiminum undanfarið. Þar hefur
bónuskerfið ýtt mjög undir skammtímahugsun og grafið undan allri
langtímahugsun, sem ætti þó að vera fyrirtækjum mjög mikilvæg.
Bónusgreiðslur geta þannig haft augljósa galla.
Ragnhildur: Menn hafa stundum verið svo uppteknir af bónusnum
að jafnvel hálfur vinnudagurinn hefur farið í stúderingar eins og: Hvað
græddi ég mikið á hlutabréfamarkaðinum í dag? Auðvitað á fólk að njóta
góðs af þegar vel gengur en það þarf líka að ná árangri í rekstrinum.
Eru fyrirmyndir mikilvægar í viðskiptalífinu, t.d. menn eins
Warren Buffet og Bill Gates?
Auður: Fyrirmyndir eru kannski ekki nauðsynlegar en þær eru mjög
hvetjandi fyrir marga. Það er alltaf gott að horfa til einhvers sem hefur
náð árangri og læra af honum.
Hver er þín fyrirmynd, Auður?
Maður hefur jú ýmsar fyrirmyndir, við mismunandi aðstæður en
ef ég á að nefna eina fyrirmynd þá myndi ég nefna manneskju sem
stendur mér mjög nærri, en það er hún móðir mín.
Áslaug: Fyrirmyndir skipta gríðarlega miklu máli og mér finnst
konur í viðskiptalífinu hafa þar mikið vægi.
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR:
Skattaumhverfið er að þróast
í rétta átt og það er vissulega
erfitt að spá fyrir um hvernig
málin þróast en það er
óskandi að okkur takist að fá
erlend fyrirtæki hingað í stað
þess að sjá íslensk fyrirtæki
fara úr landi.