Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 72

Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 Bónusar í peningaformi hafa verið árangurshvetjandi í mörgum tilfellum. En eru þeir betri en hrós? Ragnhildur: Ég held það megi skipta fólki í tvo hópa hvað þetta varðar. Í huga langflestra skiptir mestu máli að fá hrós og hvatningu. Vinnan má ekki bara snúast um laun. Það má umbuna fólki með ýmsu öðru en peningum. Sú hætta verður annars alltaf fyrir hendi að þeir sem eru drifnir áfram af bónusum stýri öllu með það fyrir augum að hámarka eigin bónus. Ég er sjálf ekki hrifin af því kerfi. Ingunn: Í sumum geirum gefst starfsfólk upp því það fær aldrei bónus og sáralítið hrós. Ragnhildur: Þetta er spurning um það hvað skapar starfsgleði. Eru það launin? Ég tel mikilvægt að ráða fólk sem er árangursdrifið. Vissulega er fólk misjafnt en þegar ég vel starfsmann þá ræð ég þann sem hefur áhuga á vinnunni og hefur það markmið að ná árangri. Þeir sem standa sig vel fá bónusinn, en sjálft markmiðið er að ná árangri. Áslaug: Mig langar til að skjóta hér að að þeir sem hafa starfað við ráðningar hjá hinu opinbera hafa sjaldnast þann lúxus að geta boðið upp á bónus. Þeir þurfa að nota önnur tæki og tól, hvort sem er í formi endurmenntunar, hróss eða einhvers annars. Þegar efnahag- urinn er í niðursveiflu og fjármunir ekki á lausu þarf vissulega að horfa á aðra þætti. Þótt forstjórinn sé að hugsa um að ná hámarksárangri, ganga þá starfsmennirnir endilega fylktu liði í þeirri stemmningu? Kristín: Þarna komum við aftur að því sem við töluðum um í upp- hafi, að stjórnendur hafi skýra sýn og séu færir um að miðla henni, fá allt liðið til að vinna með sér að settu marki. Ég held að bónusar geti stundum verið til skaða og gengið of langt. Það er erfitt að setja upp fullkomið bónuskerfi þannig að markmið og mælingar séu settar í rétt samhengi. Við höfum mörg birtingardæmi þess í því sem hefur verið að gerast í fjármálaheiminum undanfarið. Þar hefur bónuskerfið ýtt mjög undir skammtímahugsun og grafið undan allri langtímahugsun, sem ætti þó að vera fyrirtækjum mjög mikilvæg. Bónusgreiðslur geta þannig haft augljósa galla. Ragnhildur: Menn hafa stundum verið svo uppteknir af bónusnum að jafnvel hálfur vinnudagurinn hefur farið í stúderingar eins og: Hvað græddi ég mikið á hlutabréfamarkaðinum í dag? Auðvitað á fólk að njóta góðs af þegar vel gengur en það þarf líka að ná árangri í rekstrinum. Eru fyrirmyndir mikilvægar í viðskiptalífinu, t.d. menn eins Warren Buffet og Bill Gates? Auður: Fyrirmyndir eru kannski ekki nauðsynlegar en þær eru mjög hvetjandi fyrir marga. Það er alltaf gott að horfa til einhvers sem hefur náð árangri og læra af honum. Hver er þín fyrirmynd, Auður? Maður hefur jú ýmsar fyrirmyndir, við mismunandi aðstæður en ef ég á að nefna eina fyrirmynd þá myndi ég nefna manneskju sem stendur mér mjög nærri, en það er hún móðir mín. Áslaug: Fyrirmyndir skipta gríðarlega miklu máli og mér finnst konur í viðskiptalífinu hafa þar mikið vægi. h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR: Skattaumhverfið er að þróast í rétta átt og það er vissulega erfitt að spá fyrir um hvernig málin þróast en það er óskandi að okkur takist að fá erlend fyrirtæki hingað í stað þess að sjá íslensk fyrirtæki fara úr landi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.