Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
y
N
N
IN
G
Sigrún Stefánsdóttir
verkefnastjóri og
Elín Þ. Þorsteinsdóttir
framkvæmdastjóri
eru eigendur
Verkefnalausna ehf.
Verkefnalausnir ehf.
Verkefnalausnir ehf. voru stofnaðar í október 2005. Tilgangur fyrirtæk-isins er að bjóða upp á hagnýtar
lausnir á sviði verkefnastjórnunar í víðustu
merkingu þess orðs; forrit, fræðslu, ráðgjöf
og verkefnastjórnun.
Dýrmætur tímasparnaður og aukin afköst
Elín Þ. Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, er
iðnrekstrarfræðingur auk þess sem hún hefur
lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtoga-
þjálfun frá HÍ. Hún stofnaði Verkefnalausnir
ehf árið 2005. Í mars 2006 kom Sigrún Stef-
ánsdóttir inn í fyrirtækið sem meðeigandi.
Sigrún er kerfisfræðingur að mennt og hefur
einnig lokið námi í verkefnastjórnun og
leiðtogaþjálfun frá HÍ.
Verkefnalausnir voru stofnaðar á grunni
verkefnastjórnunar og í kringum hug-
búnaðinn MindManager en notkun hans
auðveldar teymisvinnu, skýrslugerð, funda-
stjórnun, upplýsingastjórnun, hugarflug og
verkefnastjórnun almennt. Frá því að fyrir-
tækið tók til starfa hefur mikill fjöldi fyrir-
tækja og stofnana innleitt hugbúnaðinn og
þess má geta að notkun MindManager á
Íslandi er sú mesta í heiminum miðað við
íbúafjölda. Í nóvember síðastliðnum var
gerður samningur við HÍ og KHÍ um aðgang
nemenda og starfsfólks að hugbúnaðinum
og æ fleiri skólastofnanir eru að bætast í
hópinn.
Starfsemi Verkefnalausna byggist á sölu
hugbúnaðar, ráðgjöf, tímabundinni verk-
efnastjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir og
námskeiðahaldi. Fyrirtækið heldur m.a.
námskeið í notkun MindManager, verk-
efnastjórnun auk annarra námskeiða.
Á tímum samdráttar leggja fyrirtæki ríkari
áherslu á að auka afköst og nýta öll aðföng
eins vel og mögulegt er. Úthýsing verkefna
er góður kostur í þessari stöðu þar sem
aðeins er greitt fyrir unninn tíma - ásamt
því að nýta tímasparandi hugbúnað á við
MindManager!
ný og áhugaverð lausn
Mindjet CONNECT kom á markað 17. júní
síðastliðinn. Um er að ræða mjög áhugaverða
lausn sem byggir á því að margir geti unnið í
sama skjalinu samtímis, boðið er upp á skjala-
stýringu og sameiginlegt vinnusvæði, að halda
veffundi, opna innbyggðar spjallrásir og deila
skjáum. Mindjet Connect er sannarlega bylt-
ing fyrir MindManager notendur.
www.verkefnalausnir.is
Með notkun Mind-
Manager er hægt
að auðvelda alla
teymisvinnu, skýrslu-
gerð, fundastjórnun,
upplýsingastjórnun,
hugarflug, verkefna-
stjórnun og alla skipu-
lagningu almennt.
yFIRSýN OG AuKIN AFKöST