Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 172
172 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
v a l d a M e s t a k o n a í t a l í u
kvæmdastjóri, hefur fyrirtækið farið á flug undanfarin ár.
Það hefur fjárfest í stálbræðslum til að tryggja hagkvæmt
hráefnisverð en kaupir einnig stál þar sem það fæst ódýrast
og best. Marcegaglia hefur iðulega lýst því yfir að fram-
leiðsla í Evrópulöndum með dýrt vinnuafl sé ekki glötuð
barátta. Evrópsk framleiðslufyrirtæki verði bara að læra á
nýja tíma og keppa ekki um verð heldur gæði.
Eftir próf í viðskiptafræði frá Bocconi í Mílanó, þekkt-
asta viðskiptaháskóla á Ítalíu, fór hún í framhaldsnám til
New York og lauk meistaraprófi frá Stern School við New
York University. Hún kunni svo vel við sig í New York að
fjölskyldan hafði áhyggjur af að hún ætlaði aldrei að koma
heim. Hún hefur ekki þurft að sjá eftir að snúa heim en
hefur síðar sagt að það hafi tekið sig drjúgan tíma að venjast
aftur lífinu heima eftir námsárin í heimsborginni.
umsvifakona með erlenda yfirsýn
Ítalía er að mörgu leyti mjög sjálfhverft land – og ekki
það eina sem er þannig. Ítalir sem hafa búið erlendis
kvarta yfir að landar þeirra líti ógjarnan til erlendra fyrir-
mynda. Marcegaglia hefur tekið margt með sér frá New
York-árunum, ekki síst þekkingu á erlendu og alþjóðlegu
viðskiptalífi, sambönd og áhuga á því sem tíðkast annars
staðar.
Marcegaglia hefur verið í forsvari alþjóðasamtaka ungra
iðnrekenda og eins Evrópusamtökum ungs viðskiptafólks.
Hún var ein af varaforsetum Confindustria, fór með orku-
mál og umhverfismál, en sagði af sér vegna ágreinings.
Þegar kom að því að velja nýjan forseta til næstu fjögurra
ára kom í ljós að framboð hennar hlaut einróma stuðning
félagsmanna sem höfðu tekið eftir skeleggum og upplýstum
málflutningi hennar.
Stjórnmál á Ítalíu hafa verið, og eru, einstaklega karllæg
og sömu sögu er að segja úr viðskiptalífinu. Það setur því
sinn svip á umræðuna að formaður Confindustria skuli nú
vera kona sem er auk þess ung miðað við aðra umsvifamenn
í viðskiptalífinu á Ítalíu.
Þar við bætist að Confindustria er miklu meira áberandi
í ítalskri umræðu en gengur og gerist með samtök iðnrek-
enda í flestum öðrum löndum. Fjölmiðlaumræða á Ítalíu,
ekki síst í dagblöðunum, byggist mjög á að alltaf er leitað
eftir viðbrögðum margra aðila. Það er næstum sama hvaða
mál er til umræðu, þá er einnig leitað álits forseta iðnrek-
endasambandsins. Confindustria er gríðarlega áhrifamikill
félagsskapur, bæði í viðskiptum og stjórnmálum. Þar sem
Marcegaglia er þar í forsvari hefur hún nú mjög oft tækifæri
til að viðra skoðanir sínar.
viðgangur án sér-ítalskra lausna
Þrátt fyrir eindreginn stuðning við framboð hennar má vel
vera að boðskapur hennar eigi eftir að koma við kaunin
á ýmsum í ítölsku viðskiptalífi og stjórnmálum. Það er
áberandi hvað erlend fyrirtæki, til dæmis bankar, hafa átt
erfitt uppdráttar á Ítalíu. Hnattvæðing og viðskiptafrelsi
eru hugtök sem margir Ítalir taka undir fræðilega séð en
þegar kemur að einstökum málum er oft stutt í sér-ítalskar
lausnir eins og ríkisstyrki og dulda einokun. Nærtækt dæmi
er átökin um flugfélagið Alitalia.
Námsdvölin erlendis kenndi Marcegaglia að líka á
Ítalíu er hægt að reka fyrirtæki án þessara sér-ítölsku
lausna. Hún getur með góðri samvisku bent á eigið fjöl-
skyldufyrirtæki sem dæmi um fyrirtæki í góðum rekstri í
geira þar sem hnattvæðingin hefur reynst ýmsum ítölsku
fyrirtækjum erfið. Sama álítur hún að geti gilt annars
emma Marcegaglia er
fædd 1965. hún er
gift verkfræðingi og á
fimm ára gamla dóttur.
Fjölskyldufyrirtækið
Marcegaglia er
stálfyrirtæki. hjá því
starfa 6500 manns
og fyrirtækið er með
framleiðslu á ítalíu, í
bretlandi, bandaríkjunum
og nú einnig í kína.