Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 152
152 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Ekki bara saumavélar
„Vegna nafnsins Pfaff telja margir
að saumavélar sé aðalsöluvaran
hjá Pfaff en sú sala er aðeins lítill
hluti af heildarsölunni. Andlit
fyrirtækisins er glæsileg verslun
á Grensásvegi 13 þar sem m.a.
eru seldar saumavélar, raftæki,
heyrnartól og gífurlegt úrval
glæsilegra ljósa og er Pfaff eitt
af fáum fyrirtækjum sem bjóða
upp á menntaða lýsingarsérfræð-
inga sem veita faglega ráðgjöf.
Auk þess selur Pfaff líka Philips
símkerfi fyrir fyrirtæki og hljóð-
vörur fyrir fagmenn.“
Ný stjórn og stefnumótun
„Fyrir rúmu ári ákváðu eig-
endur Pfaff að fá utanaðkom-
andi aðila í stjórn, þær Hildi
Petersen og Bryndísi Hrafnkels-
dóttur, þar sem þær bjuggu yfir
góðri reynslu í stjórnun, smá-
sölurekstri og fjármálum. Hildur
rak Hans Petersen í 21 ár og
Bryndís rak Debenhams í 7 ár og
var fjármálastjóri Hagkaupa í 4
ár. Kristmann Magnússon, aðal-
eigandi fyrirtækisins, situr áfram
í stjórn Pfaff.
Í nýlokinni stefnumótun
Pfaff voru gildi fyrirtækisins
skilgreind sem: Við sýnum
jákvætt viðmót, búum að sér-
fræðiþekkingu, erum síung og
heiðarleg.“
Pfaff er rótgróið en síungt fjölskyldufyrirtæki sem Margrét Kristmanns-
dóttir leiðir en afi hennar stofn-
aði fyrirtækið árið 1929 og
stjórnaði því í 32 ár. Þá tók
Kristmann, pabbi hennar, við
rekstrinum og stýrði fyrirtækinu
í önnur 32 ár. Feðgarnir tóku þá
ákvörðun að fela næstu kynslóð
stjórn fyrirtækisins en vera með á
hliðarlínunni. Sú framsýni hefur
reynst Pfaff og eigendum þess
vel því að áherslubreytingar í
vöruvali breytast með hverri kyn-
slóð. Margrét rekur nú Pfaff af
mikilli röggsemi og hefur fyrir-
tækið hreinlega blómstrað síð-
ustu árin og ekki sér högg á
vatni þrátt fyrir meinta kreppu í
samfélaginu.
Þær Hildur Petersen og Bryn-
dís Hrafnkelsdóttir, sem báðar
sitja í stjórn fyrirtækisins, eiga
skýringu á því:
„Skýringin á því er senni-
lega sú að fyrirtækið byggir á
fimm vöruflokkum sem bæta
hver annan upp eftir árferði. Í
nýlegri stefnumótun hjá Pfaff var
ákveðið að stefna að uppbygg-
ingu þeirra fimm flokka sem nú
eru í boði með því að vera:
• frábær í saumavélum
• enn betri í ljósum
• á réttri línu í símstöðvum
• hávær í hljóði
• sérhæfð í raftækjum og
• opin fyrir nýjungum.
Þessi markmið bera með sér
þann léttleika sem ríkir í fyrir-
tækinu sem einmitt gerir Pfaff
að skemmtilegum vinnustað.
Enda hafa flestir starfsmenn
Pfaff unnið þar áratugum saman
og búa yfir gríðarlegri reynslu.“
„Markmiðin bera með sér þann
léttleika sem ríkir í fyrirtæk-
inu sem einmitt gerir Pfaff að
skemmtilegum vinnustað. Enda
hafa flestir starfsmenn Pfaff
unnið þar áratugum saman og
búa yfir gríðarlegri reynslu.“
jáKvætt vIðmót,
sérþeKKING, síuNG
oG heIðarleG
Í stjórn Pfaff sitja þau Bryndís Hrafnkelsdóttir, Hildur Petersen og
Kristmann Magnússon.
www.pfaff.is
Pfaff
Góðar græjur
fyrir flottar konur :)
Smart um Pfaff
- Framkvæmdastjóri
Pfaff er kona.
- Stjórnarformaður
Pfaff er kona.
- Stjórn Pfaff
er skipuð konum að 2/3.
- Philips símstöðvar
- Sennheiser tölvu- og símaheyrnartól
- Hljóð- og myndkerfi fyrir fyrirtæki og fundarsali
...og margt, margt, margt fleira fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Margrét Kristmannsdóttir,
framkvæmdastjóri Pfaff.