Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 175
véla verk FræðinGar í toppstörFuM
Sig rún Páls dótt ir
Ás laug Har alds dótt ir
Rann veig Rist
Geir þrúð ur Al freðs dótt ir
Sig ríð ur Ein ars dótt ir
v
ið erum að ræða um þær Sig-
rúnu Pálsdóttur, mannauðsstjóra
hjá Íslenska járnblendifélaginu,
Áslaugu Haraldsdóttur, yfirmann
hjá Boeing verksmiðjunum í
Seattle, Rannveigu Rist, forstjóra Alcan í
Straumsvík, Geirþrúði Alfreðsdóttur, flug-
rekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar, og Sig-
ríði Einarsdóttur, flugstjóra hjá Icelandair.
Þær eru allar brautryðjendur.
Sigrún Pálsdóttir er fyrsta konan sem
útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá
Háskóla Íslands. Hún var um árabil hjá
Fjarhitun en sneri sér síðan að stóriðjunni
og hefur unnið í rúm sautján ár hjá Íslenska
járnblendifélaginu og leiðir nú svið mann-
auðs hjá félaginu.
Áslaug Haraldsdóttir var önnur í röðinni
í vélaverkfræðinni. Hún hefur dvalið lengi
í Bandaríkjunum og hefur unnið um árabil
hjá Boeing verksmiðjunum í Seattle. Hún
er geysilega virt vestanhafs og gegnir næst-
hæstu tæknisérfræðistöðu hjá þessum stærsta
flugvélaframleiðanda í heimi. Hennar svið er
siglinga- og samgöngutækni Boeing-þotn-
anna sem og öryggismál og starfsaðferðir í
flugumferðarstjórn. Leiðtogi á sínu sviði.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straums-
vík, varð fyrsta konan til að gegna starfi for-
stjóra í stóriðju á Íslandi. Rannveig er á meðal
allra þekktustu kvenna viðskiptalífsins.
Geirþrúður Alfreðsdóttir var um árabil
flugstjóri á Boeingþotum Icelandair en söðl-
aði um innan flugsins og varð flugrekstr-
arstjóri Landhelgisgæslunnar, fyrst kvenna til
að gegna því starfi. Geirþrúður á ekki langt
að sækja flugáhugann, faðir hennar var Alfreð
Elíasson, stofnandi Loftleiða.
Sigríður Einarsdóttir varð fyrst kvenna
til að verða flugstjóri á þotum Icelandair.
Hún var ennfremur fyrst kvenna til að verða
flugmaður og flugstjóri á Fokker Friendship
flugvélum Flugfélags Íslands.
Þær segja sjálfar að vélaverkfræðin sé
góður grunnur í stjórnun og því að vinna
skipulega að lausn verkefna. Enda er þær allar
verkefnastjórar, hver á sínu sviði – leiðandi
brautryðjendur.
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 175