Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnenda?
Áslaug: Stjórnendur þurfa að kunna að stíga ölduna. Það er ekki
síður mikilvægt að vera góður stjórnandi þegar vel gengur. Þá reynir
á að sýna aðhald og safna til mögru áranna. Og núna gefur vissulega
á. Um þessar mundir reynir á marga nýja stjórnendur sem hafa verið
á markaðnum undanfarin ár og þekkja ekki niðursveiflu. Nú verða
þeir að vera fljótir að taka ákvarðanir um hvernig þeir ætla að stýra
skútunni til þess að koma henni heilu og höldnu í höfn.
Kristín: Góður stjórnandi þarf að þekkja eigin styrkleika og veikleika
en ekki síður að geta metið þá hjá öðrum. Hann þarf að skynja þann
mannauð sem hann hefur úr að spila og geta búið til sem sterkasta
liðsheild. Ég sæki oft líkingar úr íþróttaheiminum þar sem ég er
íþróttamaður að upplagi. Það þarf að hafa öfluga einstaklinga með
mismunandi eiginleika í mismunandi stöðum. Það gengur ekki að
hafa bara sentera og stórskyttur inn á vellinum - það þarft líka að hafa
varnarmenn, markmann og fleiri sem vinna saman inni á vellinum.
Þannig fæst mest út úr liðsheildinni. Það er ekki nóg að hugsa ein-
ungis um að hafa bestu einstaklingana í liðinu, það skiptir ekki síður
máli hvernig þeim er stillt saman.
Ragnhildur: Heiðarleiki og traust eru algjör grundvallaratriði. Ég
leita að stjórnendum sem eru góðir í samskiptum, hafa sömu gildi og
ég og hafa þá eiginleika að geta unnið vel með öðrum. Fólk verður
að hafa hugrekki til að framkvæma. Það er ekki nóg að pæla í hlut-
unum heldur verður að koma þeim í verk. Mér finnst það skipta
mjög miklu máli.
Ingunn: Ég er sammála þessu en ekki má gleyma að fólk er mis-
munandi innréttað og ekki hentar öllum að stjórna og taka stórar
ákvarðanir.
Auður: Þá komum við aftur að mannlega þættinum, ég er á því að
hann skipti miklu máli í allri stjórnun. Fyrir utan það að hafa áttavit-
ann í lagi, eins og Áslaug orðar það, þá þarf góður stjórnandi einnig
að hafa leiðtogahæfileika. Þeir þurfa að geta unnið vel með fólki,
virkjað það og hvatt til góðra verka.
Kristín: Það er einnig áríðandi að stjórnandi hafi mjög skýra sýn,
sé fær um að selja hana og koma henni til skila til starfsmanna og
annarra.
Hafa íslensk fyrirtæki skýra sýn í dag?
Áslaug: Þau fyrirtæki sem hafa náð bestum árangri hafa oftast haft
skýra sýn og markmið og hafa miðlað henni til starfsmanna og ann-
arra haghafa.
Ragnhildur: Mörg þeirra hafa mjög skýra sýn en sum þeirra hafa
eingöngu byggt sýn sína á útrás og stækkun, sem ég tel ekki nóg.
Kristín: Sum fyrirtækin sem við heyrum að séu nú í vandræðum
voru komin út um víðan völl með fjárfestingar sínar og starfsemi.
Áslaug: Fyrirtæki eru eins misjöfn og þau eru mörg. En ef maður á
að greina einhverja línu þá er það líklega að fyrirtækjum með skýra
Umræðurnar fóru fram í nýju turnherbergi Grand Hótels á fjórtándu hæð hótelsins; á toppnum. Frá vinstri: Þórunn Stefánsdóttir, Hrund
Hauksdóttir, Jón G. Hauksson, Áslaug Pálsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ragnhildur Geirsdóttir, Ingunn Wernersdóttir og Auður Guðmundsdóttir.