Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 77
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
Kristín, sérð þú flótta fyrir þér?
Kristín: Já, ég sé fyrir mér að stóru fjármálafyrirtækin geti nýtt
þennan möguleika. Ástandið núna er mjög erfitt þar sem meirihlut-
inn af efnahagsreikningum þeirra er í erlendri mynt og þeir hafa bara
aðgang að Seðlabanka og íslenskum krónum. Í dag er það þannig
að allir bankar í Evrópu hafa aðgang að lausafé í gegnum Evrópska
seðlabankann. Þótt kannski hafi eitthvað þrengst um á mörkuðum
þar, er það ekki eins og á Íslandi. Hér er bara lokað fyrir aðgang að
erlendu lausafé.
En hvað með Íslendingseðlið? Erum við stemmningsmenn?
Ragnhildur: Já, ég held að við séum það.
Það er alltaf verið að hæla okkur fyrir að taka ákvarðanir,
alls kyns klisjur í gangi. Hvað segið þið um það?
Ragnhildur: Já, það er rétt og tvímælalaust kostur. Það sem hefur
hjálpað Íslendingum áfram er að þeir eru snöggir til og eru ekki form-
fastir. Við tökum ákvarðanir og drífum hlutina af. Það er bara gott og
ég vona að við höldum því áfram.
Er ekki útrás fyrst og fremst til þess að vaxa og dreifa
áhættu?
Ragnhildur: Ísland er auðvitað svo lítill markaður svo þetta snýst
kannski ekki um útrás, þetta snýst bara um að vera í viðskiptum. Það
eru margir komnir með mjög mikla starfsemi erlendis og það er hægt
að vinna gríðarmikið úr henni.
Útrásin, er hún liðin?
Ingunn: Ég tel að hún sé ekki liðin. Þetta er bara byrjunin og útrásin
er ekki sprungin, ekki frekar en að Netið væri tímabundin bóla.
Útrásin er komin til að vera.
Auður: Nei, úrásin er alls ekki liðin. Fyrirtæki eru enn að horfa út
fyrir landsteinana og á stækkandi markað. Fjármagn til útrásar er
reyndar af skornum skammti núna en hún er ekki liðin.
Er þá bara tímabundið hlé á útrásinni? Munu Íslendingar
halda áfram að vaxa með því að kaupa fyrirtæki erlendis?
Ingunn: Spurningin snýst ekki einungis um að kaupa fyrirtæki
erlendis.Það eru líka verið að stofna fyrirtæki, útibú og annað á nýjum
mörkuðum. Líttu bara á Ragnhildi og Promens.
Ragnhildur: Þetta hefur breyst. Þegar menn byrjuðu á útrásinni
gegndu íslensku bankarnir mikilvægu hlutverki í því ferli. Nú eru þeir
sem eru komnir hvað lengst í þessu farnir að reiða sig á erlenda banka.
Þannig að umhverfið er kannski orðið öðruvísi. Aðstæður á erlendum
bankamörkuðum eru einnig erfiðar.
Auður: Mörg fyrirtæki fóru mjög geyst í útrásinni núna síðustu árin
og við erum að læra af því, en það mun án efa hægjast á henni, á því
er enginn vafi og sjáum við þess merki nú þegar.
AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR:
Skýr sýn er lykilatriðið til
árangurs og ég held
að íslensk fyrirtæki
hafi hana.