Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 75
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u r f i m m k v e n n ah r i n g b o r ð s u m r æ ð u
Kristín: Það var ekki nægilegt aðhald í ríkisútgjöldum og það var
aldrei tekið á málum Íbúðarlánasjóðs og ýmsu öðru. Hér gilda ákveðin
lög og reglur um Seðlabanka og peningamálastefnu, en sá rammi varð
til fyrir mörgum árum, og þrátt fyrir að íslenskt fjármálalíf hafi tekið
algerum stakkaskiptum síðustu ár hefur þessi rammi ekkert breyst.
Það er ekki fyrr en núna, þegar sjúklingurinn er orðinn fársjúkur, að
menn átta sig á að það hefði átt að grípa inn í fyrr. Ég er sammála því
sem Ragnhildur sagði áðan, hér vantaði ákveðna framsýni.
Hvað hefði verið best að gera? Er ekki erfitt að stjórna í
árferði þar sem ríkir bæði verðbólga og kreppa?
Áslaug: Það eru tvær hliðar á öllum málum. Að mati atvinnulífsins er
þetta ekki viðunandi rekstrarumhverfi sem er rétt. Hið opinbera gæti
sagt sem svo að það hafi verið beðið um frelsi og athafnarými en svo
þegar gefur á þá er ríkið kallað til. Það tekur ríkið langan tíma að fá
erlend lán. Vonandi er verið að samhæfa aðgerðir, því samstillt átak er
líklegra til að skila árangri og misvísandi skilaboð eru afar slæm.
Á ríkið að dæla peningum inn í fyrirtækin eða haldið þið að
það hjálpi Seðlabankanum að ná meira niður verðbólgunni
með því að stigið sé frekar á bremsuna?
Áslaug: Það myndi veita fólki öryggistilfinningu ef það vissi að verið
væri að gera eitthvað í málunum, ef stjórnvöld settust niður með
fulltrúum atvinnulífsins, og öðrum, og færu yfir stöðuna. Stjórnvöld
verða að gefa sér tíma til að miðla upplýsingum til fjölmiðla og sýna
frumkvæði í þá veru í stað þess að vera alltaf að bregðast við.
Kristín: Ég álít að mikilvægt sé að hleypa verðbólgunni í gegn, það
er ekki um annað að ræða, hún er þarna, og ef áfram er haldið með
þessum gífurlega háu vöxtum þá er einfaldlega verið að skrúfa fyrir
súrefnið. Það verður að lækka þessa óhugnanlega háu vexti og gefa
atvinnulífinu tækifæri til þess að halda lífi á meðan við göngum í
gegnum þetta erfiða skeið.
Það er að slakna gífurlega á vinnumarkaðinum en ég tel að það
muni hjálpa upp á að ekki verði eins mikið launaskrið og verið
hefur.
Ingunn: Ríkistjórnin hefði átt að bregðast við í fyrra, þegar teikn voru
á lofti um hvert stefndi, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist
reyndar allt hraðar en nokkur bjóst við.
Eruð þið hlynntar því að Ísland gangi í ESB og að hér á landi
verði tekin upp evra?
Auður: Ég trúi því að evran sé það sem koma skal. Ég held að spurn-
ingin sé ekki hvort heldur hvenær.
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR:
Góður stjórnandi
þarf hins vegar
alltaf að hugsa
aðeins lengra,
hafa ákveðna
framsýni og horfa
á tækifærin, líka í
niðursveiflu.