Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 75

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 75
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 75 h r i n g b o r ð s u m r æ ð u r f i m m k v e n n ah r i n g b o r ð s u m r æ ð u Kristín: Það var ekki nægilegt aðhald í ríkisútgjöldum og það var aldrei tekið á málum Íbúðarlánasjóðs og ýmsu öðru. Hér gilda ákveðin lög og reglur um Seðlabanka og peningamálastefnu, en sá rammi varð til fyrir mörgum árum, og þrátt fyrir að íslenskt fjármálalíf hafi tekið algerum stakkaskiptum síðustu ár hefur þessi rammi ekkert breyst. Það er ekki fyrr en núna, þegar sjúklingurinn er orðinn fársjúkur, að menn átta sig á að það hefði átt að grípa inn í fyrr. Ég er sammála því sem Ragnhildur sagði áðan, hér vantaði ákveðna framsýni. Hvað hefði verið best að gera? Er ekki erfitt að stjórna í árferði þar sem ríkir bæði verðbólga og kreppa? Áslaug: Það eru tvær hliðar á öllum málum. Að mati atvinnulífsins er þetta ekki viðunandi rekstrarumhverfi sem er rétt. Hið opinbera gæti sagt sem svo að það hafi verið beðið um frelsi og athafnarými en svo þegar gefur á þá er ríkið kallað til. Það tekur ríkið langan tíma að fá erlend lán. Vonandi er verið að samhæfa aðgerðir, því samstillt átak er líklegra til að skila árangri og misvísandi skilaboð eru afar slæm. Á ríkið að dæla peningum inn í fyrirtækin eða haldið þið að það hjálpi Seðlabankanum að ná meira niður verðbólgunni með því að stigið sé frekar á bremsuna? Áslaug: Það myndi veita fólki öryggistilfinningu ef það vissi að verið væri að gera eitthvað í málunum, ef stjórnvöld settust niður með fulltrúum atvinnulífsins, og öðrum, og færu yfir stöðuna. Stjórnvöld verða að gefa sér tíma til að miðla upplýsingum til fjölmiðla og sýna frumkvæði í þá veru í stað þess að vera alltaf að bregðast við. Kristín: Ég álít að mikilvægt sé að hleypa verðbólgunni í gegn, það er ekki um annað að ræða, hún er þarna, og ef áfram er haldið með þessum gífurlega háu vöxtum þá er einfaldlega verið að skrúfa fyrir súrefnið. Það verður að lækka þessa óhugnanlega háu vexti og gefa atvinnulífinu tækifæri til þess að halda lífi á meðan við göngum í gegnum þetta erfiða skeið. Það er að slakna gífurlega á vinnumarkaðinum en ég tel að það muni hjálpa upp á að ekki verði eins mikið launaskrið og verið hefur. Ingunn: Ríkistjórnin hefði átt að bregðast við í fyrra, þegar teikn voru á lofti um hvert stefndi, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist reyndar allt hraðar en nokkur bjóst við. Eruð þið hlynntar því að Ísland gangi í ESB og að hér á landi verði tekin upp evra? Auður: Ég trúi því að evran sé það sem koma skal. Ég held að spurn- ingin sé ekki hvort heldur hvenær. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR: Góður stjórnandi þarf hins vegar alltaf að hugsa aðeins lengra, hafa ákveðna framsýni og horfa á tækifærin, líka í niðursveiflu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.