Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
lögfræði
endurskoðun
Dögg Pálsdóttir
hrl. og eigandi DP Lögmanna
og DP Fasteigna
Kristín Edwald
lögfræðingur og stjórnarm.
í Glitni og RÚV
GUÐRÚN BRYNLEIFSDÓTTIR
hæstaréttarlögmaður, einn eigenda Lögfræði-
stofu Reykjavíkur, formaður stjórnar Íslenskra
orkurannsókna (ÍSOR)
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
H-in þrjú: Hreinskiptni, hvatning og húmor – hvort sem vel eða illa
gengur.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Að kunna sitt fag og geta brugðist við óvæntum aðstæðum. Tilfinn-
ingagreind í mannlegum samskiptum og umhyggja fyrir starfsfólki
eru ekki síður mikilvægir eiginleikar.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Já, við eigum að ganga í ESB. 80% af löggöf okkar kemur sent á faxi
frá ESB hvort sem okkur líkar betur að ver. Upptaka evru er nauðsyn-
leg ef ekki á að verða hrun hér, krónan er of veik fyrir opið hagkerfi
og verðtryggingin er að sliga bæði fyrirtæki og fjölskyldur.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá stjórn-
endum íslenskra fyrirtækja?
Að láta af flottræfilshætti og eyða ekki um efni fram. Stjórn-
endur eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, setja hag
fyrirtækja ofar eigin hag.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á
árinu?
Já. Afkoma Íslenskra orkurannsókna (ISOR) fór fram úr björt-
ustu á síðasta ári og samkvæmt síðasta milliuppgjöri munu
markmið ársins nást. Lögfræðistofa Reykjavíkur, sem er minn
daglegi vinnustaður, er sömuleiðis í mikilli sókn.
Sex orða ævisagan.
Óhrædd við breytingar, iðjusemi borgar sig.
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. leX og
varamaður í stjórn straums.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, hrl og með-
eigandi á lögfræðistofu reykjavíkur og stjórn-
arformaður Íslenskra orkurannsókna, ISOR.
Kristín Edwald, lögfræðingur og stjórnarm.
í glitni og rúV.
Dögg Pálsdóttir, hrl. og eigandi dp lögmanna
og dp fasteigna.
Margrét Sanders, framkvæmdastjóri
og meðeigandi í deloitte.
Anna Kristín Traustadóttir,
framkvæmdastjóri ernst & young.
Auður Þórisdóttir, framkvæmdastjóri
endurskoðunarsviðs kpmg.
Margrét G. Flóvenz, kpmg
og formaður löggiltra endurskoðenda.
Anna Þórðardóttir, endurskoðandi kpmg.
Sigrún Guðmundsdóttir, endurskoðandi
hjá pricewaterhouseCoopers.