Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 179

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 179
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 179 t e n g s l a n e t h e r d í s a r þ o r g e i r s d ó t t u r Hvaða áhrif hefur tengslanetið haft? „Tengslanetið hefur sent frá sér ályktanir, meðal annars um afnám launaleyndar, sem fór inn í stjórnarsáttmálann og síðan jafnréttislögin. Einnig um þörf á að setja lög um hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja og það fór inn í lög um opinber hlutafélög. Sumir eru hneykslaðir á því að við séum að senda frá okkur kröfur, en maður verður að ganga skrefinu lengra til þess að á mann sé hlustað og það er svo langt þangað til hlutur kvenna verður réttur. Annars eru karlmenn afar hrifnir af tengsla- netinu. Ég er að hitta menn sem spyrja: Hvernig er þetta hægt, hvaða galdur er þarna í gangi og af hverju vill konan mín fara ár eftir ár?“ Og af hverju er það? „Af því að þetta eru allar konur, ekki einsleitur hópur innan sömu stéttar. Þær koma saman og finna kraftinn hver í annarri, þarna er svo mikil fjölbreytni en samt samhljómur, hlýja, gleði og eldmóður, sem skapar töfrana.“ Þú ert að fara til Feneyja og ery nýkomin frá Svartfjalla- landi. Kæmi til greina að fara með tengslanetið í útrás? „Já. Ég get vel séð fyrir mér að þessi hugmynd sem ég þróaði og sá veruleiki sem hún er orðin, gæti gert sig á evrópskum vett- vangi. Það er svo brýnt að auka hlut kvenna í ákvarðanatöku í stjórnun samfélaga. Konur hafa lengst af séð um grunninn, börn og heimili og án hans verður engin yfirbygging. Það er sjálfsagður réttur þeirra að hafa jafn mikið um það að segja hvert stefnir í samfélaginu og karlarnir. Ástæðan fyrir því að jafnréttismál hafa verið sett á dagskrá í Evrópusambandinu er ekki sú að körlum finnist þetta svo æðisleg hugmynd, heldur sú staðreynd að jafnrétti er forsenda efnahagslegra framfara, velferðar og þess að samfélagið virki og við deyjum ekki út. Við skilnað eru það yfirleitt konur sem axla hitann og þungann, sitja eftir með lægri laun og ábyrgð á börn- unum. Almennt axla konur ábyrgðina á uppeldi barna og umsjá fjölskyldu samhliða skyldum sínum á vinnumarkaði, en hafa lítil áhrif og lítil laun. Þessu verður að breyta, því ef mannréttindi eru brotin á stórum hópi fólks, er það alltaf ávísun á eitthvað mjög slæmt. Nú er mikil upplausn í samfélaginu og erfiðir tímar fram- undan. Það verður aldrei gott ástand nema hlúð sé að grunn- inum, sem eru börnin og það verður ekki hlúð að börnunum nema það sé hlúð að mæðrum þeirra líka. Það er ekki verið að hlúa að konum í dag, það er aðallega verið að bæta á þær byrðum. Ég lít ekki á þetta sem baráttu fyrir kvenréttindum, heldur einfaldlega fyrir mannréttindum. Það verður að gera þetta samfélag mannlegra og það gerum við ekki með því að láta hart mæta hörðu, heldur með því að konur standi saman um að ná fram raunverulegu jafnrétti.“ Vigdís Grímsdóttir rithöfundur: tengslanetið er módel framtíðarinnar „Mér var einu sinni sögð saga af manni sem hafði þá náttúru að allt sem hann snerti breyttist í gull bæði í óeiginlegri merkingu og eig- inlegri. Ég held að Herdís Þorgeirs sé svona manneskja; það mynd- ast dýnamískt afl og glæsileiki í kringum það sem hún tekur sér fyrir hendur. Tengslanetið er einmitt dæmi um þetta; það er nefnilega ekki nóg að fá hugmynd, málið er að hafa kraft, vit og áræði til að framkvæma og virkja svo aðra til liðs við sig. Herdís kann að virkja hugvitið svo um munar og það er einmitt okkar sterkasta vopn. Tengslanetið er því módel framtíðarinnar.“ Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður: Fyrirlesarar í fremstu röð „Tengslanetið var fróðlegra, marg- breytilegra og skemmtilegra en síð- ast. Ég hélt nú að ekki væri hægt að toppa þá ráðstefnu. Erlendu konurnar sem Herdís fær til fyrir- lestrahalds eru í fremstu röð og vekja konur til umhugsunar. Síðan taka við pallborðsumræður daginn langan – engri held ég samt að finnist dagurinn langur – þar sem ólíkar konur vinna hver á sinn hátt úr þeim spurningum sem lagðar hafa verið fyrir. Herdís hefur sérstakt lag á að fá hverja og eina til að leggja sig fram. Hún hefur líka einstakt lag á að rífa konu upp úr gömlum hjólförum og fá hana til hugsa hlut- ina upp á nýtt, eða að minnsta kosti reyna að hugsa þá upp á nýtt. Þetta smitar, og allar konur á öllum aldri verða í sjöunda himni á þessari samkomu. Hreint ótrúlegt!“ SaGT uM TEnGSlanETS-ráðSTEfnurnar: Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður. Helga Þórarinsdóttir gaf rétta tóninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.