Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
E
lín Blöndal var í apríl síðastliðnum
skipuð prófessor við lagadeild
Háskólans á Bifröst. Að sögn Elínar
er mikil gróska í lagadeildinni:„Sér-
staða deildarinnar byggist einkum á BS-
gráðunni í viðskiptalögfræði sem er einstakt
nám og á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Því
til viðbótar hefur verið þróað meistaranám
í lögfræði; svokölluð ML-lína sem kennd
er í staðnámi, og meistaranám í skattarétti
sem kennt er í fjarnámi. Báðar þessar línur
hafi fengið frábærar viðtökur og hefur það
sýnt sig, eins og með viðskiptalögfræðina, að
Bifröst hefur verið í takt við tímann og lesið
þarfir atvinnulífsins rétt með framboði þessa
náms. Undanfarið hefur mikil uppbygging
átt sér stað í lagadeildinni en fastir starfs-
menn hennar hafa mikil tengsl við atvinnu-
lífið og traustan faglegan bakgrunn.“
„Tækifærin eru ótal mörg,“ segir Elín,
„við ætlum okkur að vera áfram í fremstu
röð. Við leggjum mikla áherslu á að þjálfa
nemendur okkar í faglegum vinnubrögðum,
ekki síst með gerð raunhæfra verkefna og
umræðum í litlum hópum. Nemendur
okkar fá mikla persónulega þjónustu og
eftir útskrift eiga þeir bæði að hafa trausta
faglega þekkingu og framúrskarandi hæfni
til að takast á við hin fjölbreytilegustu
verkefni í atvinnulífinu.“ Elín stýrir einnig
Rannsóknasetri vinnuréttar við háskólann.
Eitt af fjölmörgum verkefnum setursins
er svonefnd „jafnréttiskennitala“ sem er
rannsókn til tveggja ára á hlutfalli kvenna í
stjórnum og meðal æðstu stjórnenda fyrir-
tækja hér á landi. Samstarfsaðilar hennar
eru viðskiptaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið,
Samtök atvinnulífsins og Félag kvenna í
atvinnurekstri, auk yfirvalda jafnréttismála.
Elín kveðst í rauninni ekki hafa gert sér
grein fyrir því áður en rannsóknin hófst hve
vinnumarkaðurinn er í rauninni óhagstæður
konum. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar
verða kynntar á ráðstefnu sem haldin verður
í Salnum, Kópavogi, þann 19. september
næstkomandi. „Rannsóknir eins og „jafn-
réttiskennitalan“ eru afar mikilvægar til að
leiða í ljós með skýrum hætti hver staðan
er í raun og veru, og skilgreina hana eins og
kostur er. Slíkur grunnur er nauðsynlegur
fyrir ákvarðanatöku um ráðstafanir til að
auka fjölbreytileika í stjórnum og stjórn-
unarstöðum hér á landi, þannig að bæði
kynin geti vel við unað.
Að lokum langar mig til að nefna það hve
fyrirmyndir í hópi kvenna eru mikilvægar
og ég tel að sérstök umfjöllun um konur
í stjórnunarstöðum, eins og Frjáls verslun
hefur birt ár hvert, sé frábær leið til þess að
vekja athygli á þeim.“
Elín Blöndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir að lagadeild Háskólans byggi sérstöðu
sína ekki síst á viðskiptalögfræðinni og tengslum við atvinnulífið.
Bifröst
mIKIl GrósKa í hásKólaNum á bIfröst
„Undanfarið hefur
mikil uppbygging átt
sér stað í lagadeildinni
en fastir starfsmenn
hennar hafa mikil
tengsl við atvinnulífið
og traustan faglegan
bakgrunn.“
www.bifrost.is