Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
y
N
N
IN
G
Byr hefur siglt inn á fjármálamark-aðinn með auknum slagkrafti og er fyrirtækið nú vel í stakk búið til þess
að þjóna stærri aðilum en áður og veita fjöl-
breyttari lausnir í fjármálum.
Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri
hjá Byr:
„Þrjár sameiningar hafa orðið hjá Byr
síðan í desember 2006 og rekstur eins fyrir-
tækis verið keyptur og innleiddur í starfsem-
ina. Vegna aukinnar stærðar og slagkrafts
erum við nú jafn fær um að veita einstakl-
ingum sem og stærstu fyrirtækjum landsins
þjónustu.
Fyrirtækið er nú einnig farið að bjóða
upp á fjölbreyttari fjármálalausnir en áður
en aðalsmerki okkar er persónuleg þjónusta
- sem kynnt hefur verið undanfarið sem fjár-
hagsleg heilsa.
Nýlega var framkvæmd hér vinnustaðar-
greining og mælist starfsánægja 4,45 á kvarð-
anum 1-5, en til samanburðar má nefna
að meðaltalið er 4,35 hjá öðrum íslenskum
fjármála- og tryggingafyrirtækjum sem hafa
farið í gegnum sams konar mælingar. Við
erum mjög ánægð með þessar niðurstöður,
ekki síst í ljósi þeirra miklu breytinga sem hér
hafa orðið sl. 12-18 mánuði. Starfsfólk okkar
hefur undantekningarlaust tekið álaginu, sem
breytingum fylgir, af jákvæðni og staðið sig
frábærlega í alla staði.“
Hvernig er samsetningu mannauðs
ykkar háttað?
„Við leggjum áherslu á fjölbreytni og fjöl-
hæfni í mannauðsstefnu okkar. Sterk og
samstillt liðsheild myndast þegar þættir á
borð við aldur, starfsaldur, menntun og
reynslu haldast í hendur. Við höfum einnig
leitast við að breikka þekkingarstigið innan
Byrs enn frekar; m.a. með því að ráða frekar
fólk með sérhæfða háskólamenntun við
nýráðningar. Það teljum við nauðsynlegt
svar við þeirri hröðu þróun sem er á fjár-
málamarkaði.
Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna
Byrs var 32% í lok árs 2006 en er nú 41%.“
Hver eru helstu gildi Byrs?
„Við höfum skilgreint þau í þremur lykilhug-
tökum: Frumkvæði, liðsheild og árangur.
Starfsfólk okkar hefur þessi gildi í hávegum
enda er árangurshugsun orðin mjög sterk á
meðal starfsfólks Byrs.“
Herdís Pála Pálsdóttir er mannauðsstjóri hjá Byr.
BYR
FRuMKVæðI,
LIðSHEILD
OG ÁRANGuR
„Við leggjum áherslu
á fjölbreytni og fjöl-
hæfni í mannauðs-
stefnunni okkar.“
www.byr.is
Sparaðu með boðg
reiðslum og fáðu f
erðapunkta
fyrir sparnaðinn a
ð auki.
Sími 575 4000 www.byr.is
Kynntu þér kostina:
Ekkert lágmarksgjald
Enginn kostnaður
Sparaðu með kreditkortinu
og safnaðu punktum í leiðinni
Sparaðu með debetkortinu
Kynntu þér nánar þrjár
nýjar sparnaðarleiðir:
Trausta leiðin
Blandaða leiðin
Framsækna leiðin
Hringdu í ráðgjafa Byrs verðbréfa í síma 575 4000 eða farðu á byr.is.
Það tekur skemmri tíma en þig grunar að byrja að spara.
Heilsuráð Byrs: 1, 2 og spara!
Það er auðvelt og þægilegt að spara
með Byr verðbréfum. Byrjaðu núna!
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
IK
Byrjaðu
að spara
núna!
Byr er enginn venjulegur sparisjóður.
Hjá okkur eignast þú eigin sparisjóð, með því að leggja
reglubundið fyrir hjá Byr verðbréfum. Byrjaðu núna.