Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 148
148 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Hafnarfjörður hlaut kaup-staðarréttindi fyrir 100 árum síðan og í dag
eru íbúar ríflega 25.000 manns.
Afmælisársins hefur verið minnst
með fjölbreyttum hætti og er
skemmst að minnast afmælishá-
tíðar sem haldinn var í kringum
afmælisdaginn 1. júní, hátíð
sem vakti mikla athygli og tókst
mjög vel. Starfsemi bæjarfélags-
ins einkennist af miklum fram-
kvæmdum og metnaðarfullum
áætlunum og óhætt að segja að
bæjarlífið blómstri hvort sem er
á sviði framkvæmda eða menn-
ingar.
Gerður Guðjónsdóttir er fjár-
málastjóri Hafnarfjarðarbæjar og
Anna Jörgensdóttir, starfsmanna-
stjóri og þær þekkja því vel til
mála í bæjarfélaginu og hvað
verið er að gera á afmælisárinu
og hvað framundan er: „Óhætt
er að segja að mjög mikið er í
gangi í Hafnarfirði á þessu ári
og hvað varðar mitt starfssvið þá
erum við að innleiða nýtt mann-
auðskerfi sem mun auðvelda
aðgengi að upplýsingum fyrir
starfsmannaskrifstofu og stjórn-
endur. Við leggjum áherslu á öfl-
uga símenntun starfsmanna og
stofnanir og svið bæjarins vinna
eftir fjölbreyttum símenntunar-
áætlunum sem lagðar eru fram
og samþykktar í upphafi árs,“
segir Anna og Gerður tekur fram
að þegar mikil uppbygging er
í bæjarfélagi eins og reyndin er
í Hafnarfirði þá er starf fjár-
málastjóra viðamikið og í mörg
horn að líta: Stækkun bæjarins
kallar á rekstur nýrra stofnana og
stækkun annarra og reksturinn
því umfangsmeiri með hverju
árinu. Í áætlunum þessa árs og
næstu ára er gert ráð fyrir fyrir
miklum fjárfestingum í skóla-
byggingum, íþróttamannvirkjum
og gatnaframkvæmdum.
Framkvæmdir
Helstu framkvæmdir í Hafn-
arfirði á vegum bæjarfélagsins
á afmælisárinu eru lokafram-
kvæmdir við nýja sundmiðstöð
á Völlum, 3. áfangi Hraunvalla-
skóla í Vallahverfi, framkvæmdir
við íþróttamiðstöðina í Kapla-
krika og nýr leikskóli við Hamra-
velli og nýr leik- og grunnskóli
við Bjarkarvelli. Þá eru umfangs-
miklar framkvæmdir í gatnagerð
fyrir vel á annan milljarð kr. á
nýbyggingarsvæðum á Völlum
og nýjum iðnaðar- og atvinnu-
svæðum í Hellnahrauni og Kap-
elluhrauni. Þær Gerður og Anna
taka fram að atvinnuástand sé
gott í Hafnarfirði og fylgir það
miklum uppgangi í bæjarfélag-
inu: „Við höfum eins og önnur
bæjarfélög átt í erfiðleikum með
að manna leikskóla og grunn-
skóla en okkur finnst eins og
ástandið sé aðeins að batna hvað
Hafnarfjörður
bæjarlífIð blómstrar á 100 ára afmælINu
www.hafnarfjordur.isAnna Jörgensdóttir starfsmannastjóri og Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri eru sammála um að mikill
uppgangur sé á öllum sviðum í Hafnarfirði.
það varðar, en í heildina má segja
að atvinnumálin séu í góðum far-
vegi og hér eru mörg framsækin
fyrirtæki sem auka á fjölbreytnina
í atvinnulífinu.“
4-5% fjölgun á ári
Íbúum í Hafnarfirði hefur fjölgað
jafnt og þétt og hefur íbúafjölgunin
verið á milli 4- og 5% á undan-
förnum árum en nú eru bæjar-
búar orðnir yfir 25.000. Staða
fjölskyldunnar skiptir miklu máli
í Hafnarfirði og í nýútgefinni
fjölskyldustefnu Hafnarfjarðar
sem hefur yfirskriftina „Hafn-
arfjörður – Gott að búa alla ævi“,
segir meðal annars: „Hafnarfjarð-
arbær leggur áherslu á að búa
íbúum sínum góð lífsskilyrði í
heilnæmu umhverfi. Áhersla er
lögð á tengsl við ósnortna nátt-
úru, verndun verðmætra náttúru-
minja og vandað bæjarskipulag“.
Sú áhersla sem lögð er á fjöl-
skylduna kom vel fram á afmæli-
shátíðinni þar sem fólkið var í
fyrirrúmi: „Afmælishátíðin tókst
mjög vel og var bæjarfélaginu til
sóma. Margt fólk var í bænum
og allir ánægðir með útkomuna
enda hátíðin bæði glæsileg og
skemmtileg. Í tilefni afmælisins
fengu allir Hafnfirðingar heim
til sín skemmtilegan og fróð-
legan DVD-disk með gömlum
og nýjum myndum úr Hafnar-
firði. En þó að afmælishelgin hafi
verið hlaðin viðburðum þá eru
margir aðrir viðburðir á árinu
og má nefna hina árlegu Vík-
ingahátíð sem er núna í júni
sem og gospelhátíð í sama mán-
uði. Segja má að nánast allir
Hafnfirðingar hafi eða muni taka
þátt í afmælinu á einn eða annan
hátt.“
Íbúum í Hafnarfirði
hefur fjölgað jafnt
og þétt og hefur
íbúafjölgunin verið
um 5% ári og nú
eru bæjarbúar
orðnir yfir 25.000
Ú R J A F N R É T T I S S T E F N U H A F N A R F J A R Ð A R B Æ J A R 2 0 0 7 - 2 0 1 1
W W W. H A F N A R F J O R D U R . I S
F
A
B
R
I
K
A
N