Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 169
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 169
a u ð u G u s t u k o n u r b r e t l a n d s
á auðmannalista Sunday Times í ár. Hún býr í Sviss, er
fyrrum fyrirsæta og giftist Ernesto Bertarelli, erfingja lyfja-
fyrirtækis sem hann hefur drifið áfram af krafti.
Annað áhugamál Ernestos eru siglingar og America Cup.
Þó eiginkonan sigli ekki tekur
hún þátt í að skipuleggja veislur
og skemmtanir tengdar þessari
frægu keppni en helgar sig ann-
ars uppeldi þriggja barna þeirra.
Eignir hjónanna eru metnar á 5,6
milljarða punda og skila þeim í 6.
sæti auðmannalistans.
Tina Green er eiginkona
Philips Greens, sem er reyndar
skreyttur nafnbótinni „sir“ svo
hún er lafði. Hann er hálfvegis
tengdur íslensku viðskiptalífi þar sem hann keypti Arcadia
á sínum tíma – Baugur ætlaði að taka þátt í kaupunum en
gekk úr skaftinu vegna málaferlanna eins og kunnugt er.
Hjónin búa í Mónakó og hún sést sjaldnar í London en
eiginmaðurinn sem er þar í stórrekstri.
Tina komst á forsíður viðskiptablaðanna í fyrra þegar
arðgreiðsla upp á 1,2 milljarð króna, úr verslanakeðjunni
BHS í eigu Green, rann til hennar. Hún er annars ekki
tengd rekstrinum en eignirnar, sem Green hefur byggt
upp á undanförnum áratugum, eru kenndar við þau bæði.
Eignir hjónanna eru metnar á 4,3 milljarða punda og þau
eru í 9. sæti auðmannalistans.
auðugir erfingjar
Hin 53 ára Charlene de Carvalho á bjórþorstanum
auð sinn að þakka. Hún er dóttir hins hollenska Freddy
Heineken – nafnið segir allt um hvaða fyrirtæki á í hlut
– og þegar hann lést 2002 erfði hún eignir hans. Hún býr
í London ásamt eiginmanni sínum sem er bankamaður.
Hún situr í stjórn Heineken og eiginmaðurinn er í hópi
ráðgjafa fyrirtækisins.
Hin sænska Kirsten Rausing er barnabarn Ruben Raus-
ing sem stofnaði Tetra Pak á sínum tíma á grundvelli snilldar-
uppgötvunarinnar að pakka vökva í plasthúðaðan pappa.
Ruben átti tvo syni, Hans og Gad, sá síðarnefndi er látinn.
Fjölskyldan undi sér ekki í Svíþjóð og flutti til Englands, í
og með vegna lægri skatta. Tetra Pak og Alfa Laval runnu
saman og úr varð Tetra Laval. Kirsten, dóttir Gads, á helm-
ing fyrirtækisins ásamt bróður sínum, Jorn, og deilir með
honum 14. sæti auðmannalistans. Hans seldi sinn hluta
fyrir rúmum áratug.
Fyrir daga rússneskra ólígarka og indverskra stálkónga
var Rausingfjölskyldan um tíma auðugasta fjölskylda
Bretlands. Sigrid Rausing, dóttir Hans, hefur sett upp
góðgerðastofnun yfir sinn auð og gefur árlega 10 millj-
ónir punda, einkum til málefna
tengdra konum og mannrétt-
indum. Sigrid keypti bókaút-
gáfurnar Portobello Books og
árið 2005 Granta Books og er
þar í stjórn. Eignir hennar eru
taldar með eignum aldraðs föður
hennar og metnar á 5,4 milljarða
punda. Sigrid forðast sviðsljósið
eins og faðir hennar en nafnið
dró að sér athygli þegar bróðir
hennar, Hans Kristian, var dreg-
inn fyrir dóm í vor fyrir að hafa eiturlyf um hönd.
nýr og gamall auður
Nú þegar auðmenn eru varaðir við að kvænast nema upp
á kaupmála vekur athygli að á pappírnum á Slavica Eccle-
stone nokkurn veginn allt sem eiginmaðurinn Bernie hefur
unnið sér inn. Strákurinn hætti í skóla eftir skylduna og
hugsaði ekki um annað en mótorhjól en stofnaði loks
fyrirtæki í kringum Formula 1-keppnina og ýmsar aðrar
mótoríþróttir.
Hann stóð á fimmtugu þegar hann rakst á króatísku fyrir-
sætuna Slavicu. Hún var aðeins 22 ára, rúmlega höfðinu
en þrátt fyrir þetta fjölgar
enskum auðkonum jafnt og þétt.
Þær auðugustu eiga þó flestar
eignir með eiginmönnum sínum
eða skyldmennum. aðrar hafa
auðgast eftir að hafa skilið við
auðuga eiginmenn.
auðugustu konur bretlands
Kirsty Bertarelli .............................. 5,6 milljarðar punda (6)
sigrid rausing ............................... 5,4 milljarðar (7)
lady Green, ................................... 4,3 milljarðar (9)
Charlene de Carvalho ...................... 3,6 milljarðar (13)
Kirsten rausing ............................. 3,5 milljarðar (14)
slavica ecclestone ......................... 2,4 milljarðar (24)
Barónessa Howard de Walden ........ 1,6 milljarðar (44)
lafði Grantchester ......................... 1,2 milljarðar (60)
Hourieh Peramaa .......................... 1 milljarður (71)
ruth Parasol .................................. 763 milljónir (97)
ann Gloag ..................................... 720 milljónir (113)
Aðrar þekktar konur:
Joan rowling (höf. Harry Potter) ...... 560 milljónir (144)
elísabet englandsdrottning ............. 320 milljónir (264)
Kristy Bertarelli hefur ástæðu til að fagna eigin ríkidæmi.