Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 173
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 173
v a l d a M e s t a k o n a í t a l í u
staðar – hnattvæðingin þurfi ekki að vera til skaða fyrir
ítalskt atvinnulíf.
Stálfyrirtækið Marcegaglia hefur þó ekki alveg farið var-
hluta af sér-ítölskum viðskiptaleiðum. Í mars var bróðir
Marcegaglia dæmdur í ellefu mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir mútur, rúmlega milljón evra sem voru greiddar
á vegum fyrirtækisins og dótturfyrirtækis þess. Auk þess
þurfti fyrirtækið að greiða 6,5 milljónir evra í sektir og
aðrar greiðslur vegna málsins. Þó málið kæmi fyrir rétt
þegar framboð systurinnar var í uppsiglingu var það ekki
nema rétt nefnt í ítölskum fjölmiðlum og hafði engin áhrif
á framboð hennar.
konur í ítölsku viðskiptalífi:
ósýnilegar en ekki valdalausar
Þegar kemur að tölfræðinni virðist hlutur ítalskra kvenna í
viðskiptalífinu ekki stór. Innan við fimm prósent af stjórnar-
mönnum í skráðum ítölskum fyrirtækjum eru konur, enn
lægra en á Spáni. Aðeins níu prósent stjórnenda eru konur.
En konur eins og Marcegaglia mælast ekki í þessari rann-
sókn þar sem hún vinnur í fjölskyldufyrirtæki sem er ekki
á markaði.
Marcegaglia kemur úr fjölskyldufyrirtæki en slík fyrir-
tæki eru eitt helsta einkenni ítalsks viðskiptaumhverfi.
Sterk fjölskyldubönd einkenna ítalskt þjóðfélag og sama
er uppi á teningnum í viðskiptalífinu. Í ítalska stórveld-
inu Fiat hefur fjölskylda Giovanni Agnellis, atkvæðamesta
stofnandans, enn töglin og hagldirnar.
Marcegaglia hefur orðið tíðrætt um þann vanda sem
blasir við fjölskyldufyrirtækjum þegar kemur að kyn-
slóðaskiptum – efni, sem mörg ítölsk fyrirtæki þurfa að
glíma við. En hún bendir gjarnan á kostina sem fylgja
fjölskyldufyrirtækjum: þau geti fylgt langtímasjónarmiðum
en stjórnist ekki af skammtímahagsmunum hluthafa sem
stöðugt þurfi að gleðja með arði.
Mörg af frægustu ítölsku fyrirtækjunum erlendis eru
tískufyrirtæki og einmitt þar er mikið um fjölskyldufyrir-
tæki. Benetton-fjölskyldan er fræg fyrir samnefnt tísku-
fyrirtæki en hefur fjárfest miklu víðar en á því sviði. Fjöl-
skyldan er stór fjárfestir í Impregilo sem Íslendingar þekkja
vel vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Þegar Gianni
Versace tískuhönnuður lést hafði hann komið því svo fyrir
að systir hans og síðar systurdóttur tækju við fyrirtækinu.
eignaumsýsla ítalskra kvenna í Fjölskyldunni hf.
Þó konurnar í fjölskyldum sem eiga fyrirtæki taki ekki allar
jafnvirkan þátt í rekstrinum og Marcegaglia hafa þær þó
oft augun á rekstrinum og sitja í stjórnum. Þar sem konur
eru langlífari en karlar sitja þær oft uppi með miklar eignir
þegar eiginmaðurinn fellur frá og þá kemur til þeirra kasta
að skila fyrirtækinu áfram.
Í nokkrar undanfarnar aldir hefur efnuðum Ítölum þótt
heillaráð að fjárfesta í fasteignum. Þessi tilhneiging styrkt-
ist enn á síðustu öld þegar Ítalir, rétt eins og Íslendingar,
glímdu við verðbólgu. Læknar, lögfræðingar og háttsettir
opinberir starfsmenn auk fólks í viðskiptalífinu hefur oft
efnast vel og keypt fasteignir. Það er því ekkert óalgengt að
fjölskyldur eigi fleiri en einn bústað og/eða einhverjar fast-
eignir sem eru leigðar út.
Þó mikil eignatilfærsla hafi átt sér stað í ítölsku þjóð-
félagi undanfarna áratugi og margar fjölskyldur selt fast-
eignir sem þær nýttu ekki sjálfar, eiga margar fjölskyldur
enn slangur af fasteignum. Þegar konurnar eldast og verða
ekkjur kemur oft til þeirra kasta að sjá um eignirnar og gera
það iðulega með miklum myndarbrag.
Marcegaglia er dæmi um ítalska dugnaðarkonu af yngri
kynslóðinni sem sprettur upp úr dæmigerðum ítölskum
jarðvegi. Það fer alltof lítið fyrir ítölsku kvenfólki í stjórn-
unarstörfum. En ef grannt er skoðað er ljóst að þær eru ekki
alveg valdalausar meðan þær hafa sitt að segja í fjölskyld-
unum – því fjölskyldan er enn, þrátt fyrir allt, ein helsta
valdastofnun í ítölsku þjóðfélagi.
Emma Marcegaglia fagnar hér kjöri sem formaður sam-
taka ítalskra iðnrekenda með fráfarandi formanni Luca di
Montezemolo, forstjóra Fiat og Ferrari bílaverksmiðjanna.