Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 173

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 173
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 173 v a l d a M e s t a k o n a í t a l í u staðar – hnattvæðingin þurfi ekki að vera til skaða fyrir ítalskt atvinnulíf. Stálfyrirtækið Marcegaglia hefur þó ekki alveg farið var- hluta af sér-ítölskum viðskiptaleiðum. Í mars var bróðir Marcegaglia dæmdur í ellefu mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir mútur, rúmlega milljón evra sem voru greiddar á vegum fyrirtækisins og dótturfyrirtækis þess. Auk þess þurfti fyrirtækið að greiða 6,5 milljónir evra í sektir og aðrar greiðslur vegna málsins. Þó málið kæmi fyrir rétt þegar framboð systurinnar var í uppsiglingu var það ekki nema rétt nefnt í ítölskum fjölmiðlum og hafði engin áhrif á framboð hennar. konur í ítölsku viðskiptalífi: ósýnilegar en ekki valdalausar Þegar kemur að tölfræðinni virðist hlutur ítalskra kvenna í viðskiptalífinu ekki stór. Innan við fimm prósent af stjórnar- mönnum í skráðum ítölskum fyrirtækjum eru konur, enn lægra en á Spáni. Aðeins níu prósent stjórnenda eru konur. En konur eins og Marcegaglia mælast ekki í þessari rann- sókn þar sem hún vinnur í fjölskyldufyrirtæki sem er ekki á markaði. Marcegaglia kemur úr fjölskyldufyrirtæki en slík fyrir- tæki eru eitt helsta einkenni ítalsks viðskiptaumhverfi. Sterk fjölskyldubönd einkenna ítalskt þjóðfélag og sama er uppi á teningnum í viðskiptalífinu. Í ítalska stórveld- inu Fiat hefur fjölskylda Giovanni Agnellis, atkvæðamesta stofnandans, enn töglin og hagldirnar. Marcegaglia hefur orðið tíðrætt um þann vanda sem blasir við fjölskyldufyrirtækjum þegar kemur að kyn- slóðaskiptum – efni, sem mörg ítölsk fyrirtæki þurfa að glíma við. En hún bendir gjarnan á kostina sem fylgja fjölskyldufyrirtækjum: þau geti fylgt langtímasjónarmiðum en stjórnist ekki af skammtímahagsmunum hluthafa sem stöðugt þurfi að gleðja með arði. Mörg af frægustu ítölsku fyrirtækjunum erlendis eru tískufyrirtæki og einmitt þar er mikið um fjölskyldufyrir- tæki. Benetton-fjölskyldan er fræg fyrir samnefnt tísku- fyrirtæki en hefur fjárfest miklu víðar en á því sviði. Fjöl- skyldan er stór fjárfestir í Impregilo sem Íslendingar þekkja vel vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Þegar Gianni Versace tískuhönnuður lést hafði hann komið því svo fyrir að systir hans og síðar systurdóttur tækju við fyrirtækinu. eignaumsýsla ítalskra kvenna í Fjölskyldunni hf. Þó konurnar í fjölskyldum sem eiga fyrirtæki taki ekki allar jafnvirkan þátt í rekstrinum og Marcegaglia hafa þær þó oft augun á rekstrinum og sitja í stjórnum. Þar sem konur eru langlífari en karlar sitja þær oft uppi með miklar eignir þegar eiginmaðurinn fellur frá og þá kemur til þeirra kasta að skila fyrirtækinu áfram. Í nokkrar undanfarnar aldir hefur efnuðum Ítölum þótt heillaráð að fjárfesta í fasteignum. Þessi tilhneiging styrkt- ist enn á síðustu öld þegar Ítalir, rétt eins og Íslendingar, glímdu við verðbólgu. Læknar, lögfræðingar og háttsettir opinberir starfsmenn auk fólks í viðskiptalífinu hefur oft efnast vel og keypt fasteignir. Það er því ekkert óalgengt að fjölskyldur eigi fleiri en einn bústað og/eða einhverjar fast- eignir sem eru leigðar út. Þó mikil eignatilfærsla hafi átt sér stað í ítölsku þjóð- félagi undanfarna áratugi og margar fjölskyldur selt fast- eignir sem þær nýttu ekki sjálfar, eiga margar fjölskyldur enn slangur af fasteignum. Þegar konurnar eldast og verða ekkjur kemur oft til þeirra kasta að sjá um eignirnar og gera það iðulega með miklum myndarbrag. Marcegaglia er dæmi um ítalska dugnaðarkonu af yngri kynslóðinni sem sprettur upp úr dæmigerðum ítölskum jarðvegi. Það fer alltof lítið fyrir ítölsku kvenfólki í stjórn- unarstörfum. En ef grannt er skoðað er ljóst að þær eru ekki alveg valdalausar meðan þær hafa sitt að segja í fjölskyld- unum – því fjölskyldan er enn, þrátt fyrir allt, ein helsta valdastofnun í ítölsku þjóðfélagi. Emma Marcegaglia fagnar hér kjöri sem formaður sam- taka ítalskra iðnrekenda með fráfarandi formanni Luca di Montezemolo, forstjóra Fiat og Ferrari bílaverksmiðjanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.