Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 161
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 161
K
Y
N
N
IN
G
Fáir standast þá freistingu að kíkja í gluggana hjá Gullkúnst Helgu að Laugavegi 13. Verslunin stendur á
einu fallegasta horni á Laugaveginum, í
glæsilegu húsnæði. Gestir fá á tilfinning-
una að vera staddir í listagalleríi, en hönnun
verslunarinnar er stílhrein og fallegir skart-
gripir njóta sín til fullnustu í sýningarskápum
úr tekki og gleri.
Um salinn óma hamarshöggin frá gull-
smiðunum en verkstæðið í Gullkúnst er innan
við verslunina. Þessi nálægð verslunar og verk-
stæðis skapar nánd milli hönnuða og viðskipta-
vina með sérstakar óskir um smíðina.
Helga Jónsdóttir og Sveinn Guðnason sjá
um hönnun gripanna, og nota þau bæði gull
og silfur við smíðina. „Við smíðum mest af
silfurskartgripum á sumrin,“ segir Helga.
Ferðamennirnir eru hrifnir af skartgripum úr
grófu silfri sem við meðhöndlum á sérstakan
hátt til að ná fram í því litum eins og þeim
sem ber fyrir augu úti í náttúrunni. Þá skreyt-
um við silfrið með íslenskum steinum og
hrauni. Fyrir jólin förum við gjarnan í annan
gír, smíðum meira úr gulli og notum t.d.
demanta, hrádemanta og perlur.“
Hönnun gullsmiðanna á verkstæðinu eiga
sterkar rætur í náttúrunni. Íslensku hrauni
er teflt saman við silfur og gull, steina og
ræktaðar perlur. Þessar sterku andstæður í
efni, áferð og litum eru mjög áhrifamiklar.
Smiðirnir hafa næmt auga fyrir nýjungum
og eru óhræddir við frumleika í hönnuninni.
Helga reynir að fylgjast vel með því sem er
að gerast erlendis og sækir þangað sýningar
árlega. Hún segist hrifnari af skartgripum
frá Norðurlöndunum og Þýskalandi en þeim
sem eru hannaðir í Bandaríkjunum, enda
falli norræn hönnun iðulega betur að smekk
okkar Íslendinga.
„Ég er mjög ánægð með staðsetningu versl-
unarinnar sem er í miklum og stöðugum
uppgangi,“ segir Helga Jónsdóttir, gullsmiður
í Gullkúnst Helgu.
Helga Jónsdóttir, gullsmiður í Gullkúnst Helgu.
óvIðjafNaNleG höNNuN
www.gullkunst.is
Hrauni er teflt saman við
silfur og gull, steina og rækt-
aðar perlur. Þessar sterku and-
stæður í efni, áferð og litum
eru mjög áhrifamiklar.
Gullkúnst Helgu