Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 185
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 185
fÍnar lÍnur
útlit bíla er líklega sú hönnun, sem við, þetta venjulega fólk,
höfum mestar skoðanir á. flestir framleiðendur leitast við að
skapa sinn stíl sem við þekkjum strax úr fjarlægð. ljósin og
grillið á Peugeot, sterkar brotnar línur BMW eða einfaldleiki
audi.
Sá framleiðandi, sem mér finnst nú um stundir með bestu
hönnunina, er alfa romeo. Sportbíllinn Brera, sem kom á
markaðinn 2005, hannaður af Giorgetto Giugiaro, er einmitt
dæmi um djarfa, fallega, næstum fullkomna hönnun á bíl. og
þetta er bifreið sem ekki er á óviðráðanlegu verði.
ÞrÍburar
B-Zero er nafn á verkefni þar sem þrír framleiðundur tóku
sig saman um að hanna og smíða sparneytinn smábíl.
Toyota, Citroen og Peugeot byggðu verksmiðju í Kolin í
Tékklandi og þaðan koma þríburarnir; aygo, C1, og 107.
Samkvæmt rannsóknum frá Háskólanum í Bristol
eru þríburarnir næstumhverfisvænstu bílar heims á eftir
Smart, en hann er einungis tveggja manna. Kosturinn við
samstarfið um að smíða og hanna bíl er að hönnunar- og
framleiðslukostnaður deilist niður á fleiri. Það gerir það að
verkum að kaupendur fá ódýrari og betri vöru.
sól, sól skÍn á mig
audi var að kynna nýjan og spennandi bíl, a3 Cabriolet,
blæjubíl, með mjúkri blæju og rými fyrir fjóra fullvaxta karl-
menn. audi notar tau-blæju svo bíllinn verði léttari og eyðslu-
grennri. Hann er boðinn með fjórum mismunandi vélum;
tveimur dísil, 1,9 og 2,0 TdI og tveimur bensín; 1,8 og
tveggja lítra túrbó, þeirri sömu og er í VW GTI bílnum.
audi a3 er smíðaður í nýrri verksmiðju í Gyor í
ungverjalandi. önnur spennandi nýjung er síðan audi Q5
borgarjeppi; lúxusbíll sem á að sameina það besta úr
jeppum og sportbílum. Spennandi bifreið sem kemur á
markaðinn seinni part ársins.
Bílar